15. mars, 2013

Misskilningur Ögmundar

Reykjavíkurborg keypti í gær land í Vatnsmýrinni af ríkinu, en á þessu landi er fyrirhugað að reisa íbúðabyggð til að mæta sívaxandi kröfum fólks um fleiri íbúðir miðsvæðis.

Ögmundur Jónasson segir í samtali við Eyjuna „Það fer hins vegar enginn í framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli ef borgaryfirvöld ætla að halda upp á Hólmsheiði með flugvöllinn í allra næstu framtíð.“

Það er mikill misskilningur hjá ráðherranum að borgaryfirvöld geti flutt flugvöllinn upp á Hólmsheiði. Borgin á ekki þennan flugvöll og fær ekki einu sinni leigu fyrir borgarlandið sem hann er á. Flugvöllurinn er ríkisfyrirtæki sem liggur á verðmætu landi, sem hægt væri að nýta miklu betur. Hinsvegar liggur fyrir í aðalskipulagi Reykjavíkur að flugvöllurinn skuli víkja í áföngum á næstu árum. Það hefur legið fyrir frá árinu 2001 og óumdeilt er að borgin fer með skipulagsvaldið innan borgarmarka. (Því skal haldið til haga að Ögmundur hefur alltaf tekið fram að borgin ráði því sjálf hvernig hún skipuleggi landið. Það sé hennar réttur).

Ráðherrann segir líka: „Undarlegt þótti mér að frétta af vindmælingamönnum á Hólmsheiði á sama tíma og verið er að ræða uppbyggingu fyrir flugþjónustuna í Skerjafirði.“ Þessar vindmælingar eru verkefni ríkis og borgar, sem hófust í tengslum við viðamikla úttekt á framtíð innanlandsflugs sem samgönguráðuneytið og borgin létu gera á árunum 2005-2007. Furðulegt er að ráðherra hafi ekki vitað af þeim. Í vinnuhópnum voru meðal annarra Þorgeir Pálsson fyrrverandi flugmálastjóri og Helgi Hallgrímsson fyrrverandi vegamálastjóri, en hvorugur þeirra er þekktur fyrir að vera sérstakur andstæðingur flugvallarins í Vatnsmýri né landsbyggðarinnar. Niðurstaða hópsins var skýr og birtist strax á bls. 6 í skýrslunni:

Þjóðhagslegur ábati umfram þjóðhagslegan kostnað reiknast mikill ef flugstarfsemi er flutt úr Vatnsmýrinni.

Með öðrum orðum: Því fylgir ekki kostnaður að byggja nýjan flugvöll annarsstaðar, heldur græðum við á því. Af þeim kostum sem skoðaðir voru, kom Hólmsheiðin best út. Ýmsir sérfræðingar, verkfræðingar og fjármálafyrirtæki reiknuðu út kostnað, virði lands, byggingu nýs flugvallar og fleira og niðurstaðan varð sú að verðmæti lands í Vatnsmýrinnin væri miklu meira en kostnaður við að leggja nýjan flugvöll annarsstaðar og byggja upp alla aðstöðu við hann. Það er því mjög einkennilegt þegar Ögmundur Jónasson segir:

Spurt er hvort ég sem innanríkisráðherra sé því fylgjandi að flytja Reykjavíkurflugvöll upp á Hólmsheiði. Því er til að svara að því er ég ekki fylgjandi, hvorki sem innanríkisráherra né skattgreiðandi.

Nú átta ég mig ekki alveg á því hvernig skattgreiðandi Ögmundur er. En ef hann er skattgreiðandi eins og ég, sem vil lækka útgjöld ríkisins, gera sem mest verðmæti úr sameiginlegum eigum þjóðarinnar og borgarinnar og fara vel með almannafé; þá segir skýrslan honum svart á hvítu að hann ætti að styðja flutning flugvallarins úr Vatnsmýrinni.

6. mars, 2013

Ertu ekki á hjólinu?

Alltaf hressandi að fá þennan ágæta brandara á dögum einsog þessum þegar fárviðri gengur yfir: „Ertu ekki á hjólinu?“. Ég tek því mjög vel og læt öllum finnast eins og þeir séu fyrstir til að fatta þessa hnyttni.
Undirliggjandi er samt kannski alvarlegri misskilningur. Hann er sá við sem berjumst fyrir hjólastígum og betri aðstöðu fyrir [...]

30. janúar, 2013

Milljón á mánuði

Í október í fyrra komu í fyrsta skipti í sögu Strætó bs. meira en milljón farþegar upp í vagnana í einum mánuði. Hér er mynd af þróuninni.

Eftir mörg mögur ár fyrir 2005, þar sem ekki nógu mikið var gert fyrir strætó (og í sumum tilvikum rangir hlutir) hefur uppgangurinn verið mjög mikill. Öfugt við það [...]

28. janúar, 2013

Icesave

Það er nú ansi veikt hjá forsvarsmönnum þessarar ríkisstjórnar að tala um að nú megi alls ekki leita sökudólga. Þetta er sama ríkisstjórn (og þingflokkar) og ákvað einmitt að leita sökudólga eftir bankahrunið og gekk svo langt að kalla saman Landsdóm til að freista þess að fá Geir Haarde dæmdan sem sökudólg hrunsins. Staða Össurar [...]

19. desember, 2012

Ný könnun um borgina

Ég fékk í gær nýja könnun Capacent á þjónustu Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga. Könnunin var gerð í október og nóvember 2012 og niðurstöðurnar eru athyglisverðar.
Grunnskólabörnum sem fara fótgangandi í skólann hefur fjölgað verulega, og börn sem keyrð eru í skóla hafa aldrei verið færri. Í nóvember 2009 var 26,6% barna ekið í skólann, en 19,8% [...]

14. desember, 2012

Hatur

Einstaka fólk sem er virkt í athugasemdum skellir því blákalt fram í umræðum á netinu að ég „hati“ landsbyggðina af því ég vilji frekar byggð í Vatnsmýri en flugvöll. Ég verð að játa að mér finnst það frekar leiðinlegur sleggjudómur, því ég hata landsbyggðina ekki neitt. Þvert á móti líkar mér fremur vel við hana. [...]

13. desember, 2012

ÁTVR og kaupmaðurinn á horninu

ÁTVR lokaði nýlega ágætri verslun sinni í Grafarvogi. Það gefur tilefni til vangaveltna um hlutverk ríkisins í sjálfbærni hverfa.
Íslendingar eyða á bilinu 3-5% einkaneyslu sinnar í áfengi og tóbak. Önnur matarinnkaup eru svo 10-12% einkaneyslunnar. Það má því glöggt sjá að ef áfengi væri flokkað sem matvara væru áfengiskaup meðal allra stærstu útgjaldaliða í þeim [...]

11. desember, 2012

Grafarvogur og þjónusta

Það er hárrétt hjá íbúasamtökum Grafarvogs að það er vond þróun fyrir borgina að þjónusta leggist af í hverfum borgarinnar. Fréttablaðið var með frétt um málið um helgina.

Grafarvogurinn er ákaflega vel heppnað úthverfi með framúrskarandi góða hverfisvitund og hverfisverslun. Hverfið er fjölmennara en Akureyri og verslun og þjónusta hefur gengið vel eins og allir sjá [...]

27. nóvember, 2012

Samráð Samfó-style

Metfjöldi athugasemda barst við auglýsingu á nýju deiliskipulagi við Landspítalann við Hringbraut, rúmlega 800. Borgarfulltrúar, og aðallega fulltrúar í skipulagsráði, eru undanfarna daga búnir að vera að fara yfir þessar athugasemdir. Samfylkingin hlýtur að fara yfir þær með sérstakri athygli, enda sagði hún í kosningaáherslum sínum fyrir síðustu kosningar:
Samfylkingin vill efla íbúalýðræði. Með því að [...]

26. nóvember, 2012

30-40 mínútur

Hvernig gengur það upp að þeir sem vilja flugvöll í Vatnsmýri telja í lagi að þúsundir Reykvíkinga keyri í 30-40 mínútur á dag til og frá vinnu, en finnist of mikið að farþegar í innanlandsflugi keyri í 30-40 mínútur í þetta eina skipti á ári sem þeir fara í innanlandsflug?