11. september, 2011

Ólympíuleikar í Reykjavík

Það er því miður ákaflega ólíklegt að Ólympíuleikar verði nokkurn tíma haldnir í Reykjavík. Minnsta borg sem haldið hefur sumarólympíuleika var St. Louis í Bandaríkjunum, sem hélt þá árið 1904 en þá bjuggu um 600 þúsund manns í borginni.

En menn skyldu aldrei láta staðreyndir stöðva skemmtilegar hugmyndir og drauma. Nú hefur ungur iðnhönnuður í Bandaríkjunum lokið við skólaverkefni sem gekk út á að hanna útlitið á þykjustuboði Reykjavíkur um að halda ólympíuleikana árið 2032.

Verkefnið er stórsniðugt í heild sinni og hægt er að skoða það hér.

17. maí, 2009

2. sætið í 2. sinn

Jóhanna Guðrún stóð sig framúrskarandi vel á sviðinu í Moskvu í gær og ég sendi henni og öðrum aðstandendum lagsins mínar bestu hamingjuóskir með árangurinn. Breski þulurinn, Graham Norton, var mjög hrifinn af laginu og hrósaði Jóhönnu Guðrúnu. Hann sagði hinsvegar að vegna bankahrunsins hefði íslenska þjóðin ekki haft efni á að kaupa handa henni [...]

4. október, 2008

Áfram Reykjavík!

Það er hátíðisdagur í Reykjavík í dag, þegar tvö borgarlið keppa úrslitum bikarkeppninnar í fótbolta. Reykjavíkurborg á auðvitað að stefna að því að liðin hennar taki sem flesta bikara og vinni sem flesta leiki í öllum íþróttum. Fyrir nokkrum árum gerðist það að flestir stærstu bikararnir í karla og kvennaflokki fóru til félaga utan höfuðborgarinnar. [...]