12. maí, 2011

Hreinsun

Ég kláraði loksins að lesa bókina Hreinsun eftir Sofi Oksanen. Bókin er hreint frábær og situr enn í mér þótt ég sé kominn langt inn í næstu bók. Sögusviðið er Eistland, bæði á Sovéttímanum og eftir hann. Oksanen lýsir því vel hvernig kúgun fólks (aðallega kvenna) hefur í mörgum tilfellum haldið áfram eftir að sovétið leið undir lok, með þeim breytingum að kommisararnir heita nú mafíósar. Þótt sagan gerist aðallega í Eistlandi teygir hún sig til Berlínar og alla leið til Vladivostok (af því nú er Evróvision vika, má nefna að eftirlætishljómsveit einnar söguhetjunnar er Mumiy Troll frá Vladivostok sem tók þátt í keppninni fyrir hönd Rússa fyrir nokkrum árum).

Saga Eista er auðvitað stórmerkileg, og reyndar er ótrúlegt að Vestur-Evrópa skuli ekki hafa staðið betur við bakið á eistnesku þjóðinni á síðustu öld. Í bókinni spyr eistneskur bóndi í sífellu hvað dvelji Englendinga og Truman. Hvers vegna þeir koma ekki og frelsa þjóðina.

En ég held að við lesturinn hljóti allir Íslendingar að fyllast stolti yfir framgöngu Jóns Baldvins Hannibalssonar og Davíðs Oddssonar þegar þeir brugðust skjótt við og viðurkenndu sjálfstæði Eistlands og nágranna þeirra Lettlands og Litháens árið 1991. Það var mikilvæg táknræn yfirlýsing og Eistar hafa síðar sagt að frumkvæði Íslands og þor hafi flýtt fyrir sjálfstæðisferlinu, enda fylgdu aðrar þjóðir í kjölfarið.

Jafnframt áttar maður sig á því hversu fjarlæg hugsun það er að núverandi ríkisstjórn Íslands geri eitthvað viðlíka djarft og hugað. Enda þarf til þess innri styrk, sem hún hefur því miður ekki.

En ég mæli með Hreinsun sem sumarlesningu fyrir alla þá sem eiga hana eftir.

10. október, 2009

Fríða Kahlo

Ég fór í Þjóðleikhúsið á dögunum og sá sýninguna um Fríðu Kahlo; Frida…viva la vida. Sýningin hefur verið talsvert í umræðunni og greinilegt var að hún lenti í hringiðu leikhúspólitíkur, en mér skilst að stjórnmálin í borginni séu leikur einn við hlið hennar.

Ekki kann ég neitt að gagnrýna leikhús … en ég veit hvað mér [...]

17. maí, 2009

2. sætið í 2. sinn

Jóhanna Guðrún stóð sig framúrskarandi vel á sviðinu í Moskvu í gær og ég sendi henni og öðrum aðstandendum lagsins mínar bestu hamingjuóskir með árangurinn. Breski þulurinn, Graham Norton, var mjög hrifinn af laginu og hrósaði Jóhönnu Guðrúnu. Hann sagði hinsvegar að vegna bankahrunsins hefði íslenska þjóðin ekki haft efni á að kaupa handa henni [...]

7. mars, 2009

Lesmál í borginni

Eitt af námskeiðunum í náminu mínu heitir „Text and the City“ og fjallar um samspil texta og borgarlífs. Þar er komið víða við, frá veggjakroti til lesmáls í arkitektúr.
Að mínu mati hefur texti, og reyndar upplýsingar almennt, verið af of skornum skammti í Reykjavík. Við getum frætt borgarbúa miklu betur um sögu borgarinnar með fallegum [...]

13. febrúar, 2009

Reykjavík-Bilbao

Fréttir berast nú af því að ríkisstjórnin hafi samþykkt fyrir sitt leyti að taka yfir byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins í Reykjavík. Reykjavíkurborg þarf að sjálfsögðu að samþykkja líka, en flestir eru sammála um að húsið geti ekki staðið eins og það er mikið lengur. Þá eru ýmsir samningar í uppnámi ef ekki verða teknar ákvarðanir.
Ekki [...]

24. desember, 2008

Gleðilega hátíð

Ég óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Ég get ekki sagt neitt fallegra en segir í þessum sálmi, sem Sr. Valdimar Briem orti, og er í uppáhaldi hjá mörgu góðu fólki.
Í dag er glatt í döprum hjörtum, 
því Drottins ljóma jól. 
Í niðamyrkrum nætursvörtum 
upp náðar rennur sól. 
Er vetrar geisar stormur stríður, 
þá stendur hjá oss friðarengill blíður 
og þegar ljósið [...]

6. október, 2008

Growth in the spring

Fyrr í dag hafði ég orð á því að nú væru tímar samstöðu og vinaþels því ef kreppan versnar bitnar það á okkur öllum og engin ástæða til annars en að hvert og eitt okkar leggi sitt litla lóð á vogarskálarnar til að við komumst út úr þessu sem fyrst. Þetta þótti Agli fyndið og [...]

29. ágúst, 2008

Enid Blyton

Áhugaverð umræða er komin af stað í Bretlandi um endurútgáfu á bókum Enid Blyton, höfundi Fimm-bókanna, Sjö-bókanna, Ævintýrabókanna og fjölda annarra, sem börn og unglingar lásu áratugum saman. Útgefendur telja að kynslóðin sem tók ástfóstri við Harry Potter og félaga muni ekki síður verða hrifin af Önnu, Jonna, Georgínu og öllum hinum persónunum í bókum [...]