8. febrúar, 2011

Neysluviðmið

Það er ekki annað hægt en að taka undir með Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ, að neysluviðmiðin sem Velferðarráðuneytið kynnti í gær valda vonbrigðum. Það er ekki með góðu móti hægt að vita hvort þetta eru rauntölur um neyslu (sem væru þá gamlar fréttir, enda birti Hagstofan slíkar upplýsingar fyrir meira en ári) eða hvort í þessu felist skoðun ráðuneytisins á því hversu miklar ráðstöfunartekjur „fjölskyldan þarf til þess að geta verið eðlilegur þátttakandi í samfélaginu,“ eins og Gylfi orðar það. Tölurnar sem birtar voru í gær virðast eiga að vera hvorttveggja, eða hvorugt.

Margt er svo einkennilegt í reiknivélinni sem boðið er upp á á heimasíðu ráðuneytisins. Er það ekki einkennilegt að reiknivél fyrir neysluviðmið skuli ekki bjóða upp á þann valmöguleika að fólk eigi ekki bíl? Mér sýnist boðið upp á ýmsa aðra valmöguleika, sem skipta miklu minna máli þegar reynt er að finna út neysluviðmiðin. Sömuleiðis get ég ekki séð að spurt sé hvort sambýlisfólk eigi einn bíl eða tvo. En það er spurt hvort börnin borði skólamáltíðir!

Ég held það sé löngu kominn tími til að hið opinbera, og einstaklingar, átti sig á því að með því að skipuleggja borgina þannig að fleiri eigi þess kost að ganga, hjóla eða taka strætó til vinnu, hækkum við ráðstöfunartekjur fólks varanlega. Það er talsvert betra en smáskammtalækningar ríkisstjórnarinnar, sem meira og minna allar ganga útá að taka pening frá einum hópi og færa hann til annars.

Svo ætti það ekki að skemma fyrir að um leið og við hækkum ráðstöfunartekjur fólks með þéttri byggð nærri atvinnukjörnum, sköpum við öruggari og heilsusamlegri borg sem verður ódýrari í rekstri.

31. janúar, 2011

Mannlíf við Tollhúsið

Á síðasta fundi umhverfis – og samgönguráðs lögðum við Hildur Sverrisdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, fram einfalda tillögu sem ég held að góð fyrir miðborgina. Við lögðum til að bílastæðin sem eru við Tollhúsið verði færð suður yfir götuna. Norðanmegin verði stéttin stækkuð, bekkjum komið fyrir undir vegg og umhverfið gert notalegt fyrir fólk að setjast niður.

Á [...]

20. janúar, 2011

Samfylkingin og Strætó

Í maí lofaði Samylkingin því að auka tíðni á leiðum Strætó, bæta þjónustuna og gera Strætó að alvöru valkosti.
Í júní myndaði Samfylkingin meirihluta með Besta flokknum og kynnti borgarbúum málefnasamning og lofaði þar að efla almenningssamgöngur „auka ferðatíðni og bæta leiðakerfi strætós.“
Í sama málefnasamningi var líka sagt að meirihlutinn ætlaði að nota vefinn www.betrireykjavik.is „til [...]

20. desember, 2010

Það sem borgarbúar vilja

Capacent spurði borgarbúa í október síðastliðnum hvaða þjónustu Reykjavíkurborg þyrfti helst að bæta. Það einstaka atriði sem flestir Reykvíkingar nefndu var að það þyrfti að bæta almenningssamgöngur, tæp 16%.
Ég hef ekki séð neina umfjöllun um þessar merkilegu niðurstöður. Meira en þúsund Reykvíkingar voru í úrtakinu og 77% svöruðu. Númer tvö á listanum yfir þjónustu sem [...]

8. desember, 2010

Offita Íslendinga

Bæði Rúv og Stöð 2 hafa flutt ágætar fréttir af offitu Evrópubúa í dag og í gær. Fréttirnar eru byggðar á nýrri skýrslu frá OECD sem sýnir að offita hefur meira en tvöfaldast í Evrópu og að Íslendingar eru í hópi feitustu þjóða.
1. Bretland 24,5% offita meðal fullorðinna
2. Írland 23%
3. Malta 22,3%
4. Ísland 20,1%
Þetta eru [...]

6. október, 2010

Borgin mynduð

Þessi grein birtist í nýja blaðinu Fréttatímanum um síðustu helgi. Myndinni fylgdi plakatið sem ég hef birt hér á síðunni:

Borgin mynduð
Í sumar komu 100 Reykvíkingar saman til að gera tilraun, undir yfirskriftinni Myndum borg. Teknar voru ljósmyndir af þremur mismunandi útgáfum af Reykjavík: Bílaborginni, hjólaborginni og strætóborginni. Myndirnar sýna hvernig venjuleg gata í Reykjavík liti [...]

1. september, 2010

Tvær tillögur samþykktar

Á fundi umhverfis- og samgönguráðs í gær voru tvær tillögur okkar Sjálfstæðismanna samþykktar.
Sú fyrri var um hjólavefsjá, en talsvert var fjallað um þá tillögu þegar við lögðum hana fram á sínum tíma. (Vísir hér og mbl hér). Þá frestaði meirihlutinn afgreiðslu tillögunnar, en samþykkti hana svo í gær. Tillagan hljómar svona:
„Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og [...]

18. ágúst, 2010

Hverjir borga fyrir ókeypis bílastæði?

Góður maður benti mér á grein í New York Times, sem birtist um helgina. Greinina skrifar prófessor í hagfræði í George Mason háskólanum í Bandaríkjunum, Tyler Cowen. Hann hefur skrifað mikið um hagfræði hins daglega lífs og hefur velt fyrir sér matarmenningu, listum og frægð í tengslum við hagfræði. Áhugaverður maður.
Í greininni í Times um [...]

16. apríl, 2010

Ekið á barn

Enn ein fréttin barst í gær um að bíl hefði verið ekið á barn í Reykjavík. Ekkert þekki ég til málsins en vona að meiðsli séu ekki alvarleg og sendi öllum hlutaðeigandi hlýjar hugsanir.
Verstu fréttir sem foreldrar geta fengið er að eitthvað hafi komið fyrir barnið þeirra. Það er þessvegna hörmulegt til þess að vita [...]

7. apríl, 2010

Minni hraði í hverfunum

Í gær mælti ég, ásamt Borgarstjóra, fyrir mikilvægri tillögu um að umferðahraði í hverfum borgarinnar verði minnkaður. Tillagan var samþykkt einróma.
Ástæða þess að við leggjum þessa tillögu fram núna, er að hröð bílaumferð er farin að standa hverfunum fyrir þrifum. Foreldrafélög og íþróttafélög hafa kvartað undan því að börn komist ekki sjálf leiðar sinnar innan [...]