18. júní, 2013

Vandamál borganna leyst á Velo-City

Í síðustu viku var ég á hjólaráðstefnunni Velo-City, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Þátttakendur eru um 1400. Ráðstefnan er haldin árlega, en nú var í fyrsta skipti fulltrúa Reykjavíkur boðið að halda erindi og það kom í minn hlut.

Ég hélt 20 mínútna erindi ásamt tveimur öðrum fyrirlesurum frá borgum sem sýnt hafa áhugaverðan árangur í hjólamálum. Við vorum kynnt undir yfirskriftinni: Nýjar hjólaborgir.

Ég lagði mesta áherslu á þann viðsnúning sem orðið hefði í Reykjavík á skömmum tíma. Til grundvallar lagði ég umfangsmestu kannanir sem við eigum á ferðavenjum borgarbúa, en þær voru gerðar með 10 ára millibili með nákvæmlega sömu aðferðafræði. Þetta var niðurstaðan:

Þótt mörgum finnist 4,6% hlutdeild kannski ekki vera mikið, er þetta þó ótrúlega góður árangur og vakti mikla athygli á ráðstefnunni. Þessi tala er hlutdeild hjólaferða í öllum ferðum sem farnar eru. Engin bandarísk borg utan New York fer yfir 5% og fjölmargar evrópskar borgir eru á sama róli og við. En vissulega geta Reykvíkingar gert miklu betur, og eftir því sem hjólastígum fjölgar, byggðin þéttist, bensínverð hækkar og meðvitund fólks um lýðheilsu og mengun eykst þá mun hjólaferðum fjölga.

Ég var sérstaklega beðinn um að gera grein fyrir því hvaða áhrif efnahagshrunið hefði haft á hjólreiðar í Reykjavík. Mín niðurstaða var sú að þótt fólk hafi vissulega farið að spara bensínið meira eftir hrunið, hafi uppsveiflan í hjólreiðum verið byrjuð áður. Grænu skrefin voru kynnt árið 2007 og við byrjuðum á hjólaáætlun árið 2008. Eitt Grænu skrefanna var að ráðast skyldi í langstærsta hjólaverkefni í sögu borgarinnar, en það var hjólastígurinn frá Ægisíðu austur í Blesugróf/Elliðaárdal. Það er risastórt verkefni sem markaði algjör tímamót og lýkur í sumar. Ég tók ásamt fleirum mikinn slag fyrir það verkefni og er ákaflega stoltur af því. Önnur stór verkefni hafa fylgt í kjölfarið svo sem stígurinn meðfram Suðurlandsbraut, sem liggur frá Höfðahverfinu í austri, yfir nýjar brýr Elliðaárósa og niður að Hlemmi. Í sumar verða settir hjólastígar í Borgartúnið og gatan endurgerð. Löngu tímabær endurgerð Hverfisgötu hefst líka í sumar og hjólastígar settir meðfram götu, en í næstu götu við er einmitt fyrsti eiginlegi hjólastígurinn í borginni; kaflinn stutti á Laugaveginum milli Snorrabrautar og Barónsstígs sem var ansi einmanna þangað til 2007. Hann er rauða súlan á myndinni, sem sýnir sérstaka hjólastíga (göngu- og hjólastígar ekki teknir með).

Erindið var annars nokkuð ítarlegt og ég reyni sjálfsagt að flytja það hérna heima við tækifæri. Á eftir voru svo langar umræður, þar sem ýmsir sérfræðingar og áhugamenn spurðu mjög nákvæmra spurninga um smáatriði í hönnun hjólastíga og aðstæður hjólreiðafólks. Það var mjög skemmtilegt, en líka mjög nördalegt. Flestir sem höfðu bara ‘eðlilegan’ áhuga á hjólreiðum yfirgáfu salinn, áður en farið var út í mestu tækniatriðin.

Ég var í Íslandi í bítinu í morgun þar sem þessi mál voru til umræðu í smá spjalli. Það má heyra hér: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP19263

4. maí, 2012

Ósabraut og göngu/hjólabrýr

Í gær voru kynntar sigurtillögur í samkeppni um hönnun á göngu- og hjólabrúm yfir Elliðaárósa. Hlutskörpust var tillaga teiknistofunnar Traðar, en nánar má lesa um þá tillögu og aðrar sem fengu verðlaun hér. Tillaga Traðar gerir ráð fyrir tveimur myndarlegum mannvirkjum, yfir báða strauma Elliðaárinnar við Geirsnef. Þetta sést ágætlega á tölvugerðri mynd:
Þessi göngu- [...]

9. febrúar, 2012

Ný ferðavenjukönnun

Ný ferðavenjukönnun fyrir höfuðborgarsvæðið var að koma út. Það eru talsverð tíðindi, enda var síðasta könnun gerð árið 2002. Það er gaman að sjá hvernig íbúar höfuðborgarsvæðisins fara ferða sinna. Ég var að fá könnunina í hendur, en í fljótu bragði sýnast mér þetta vera helstu punktarnir:
* Reykvíkingar ferðast með umhverfisvænni hætti en nágrannasveitarfélögin. Til [...]

25. maí, 2011

Göngugata á Laugavegi

Það er verið að hugsa um að gera Laugaveginn að göngugötu í nokkrar vikur í sumar, á milli Vitastígs og Skólavörðustígs. Í gær þegar ég hjólaði Laugaveginn tók ég videó af þessum kafla. Meðal annars til þess að ég og aðrir gætum séð hvað kaflinn er stuttur, og hvaða verslanir og þjónusta er á þessum [...]

20. september, 2010

Tillaga verður að veruleika

Á laugardaginn var formlega tekin í notkun ný hjólavefsjá fyrir Reykjavík, http://www.hjolavefsja.is. Eins og lesendur síðunnar muna fluttum við fulltrúar D lista í umhverfis- og samgönguráði tillöguna fyrir nokkrum vikum. Hún var að lokum samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, og með góðri samvinnu okkar og meirihlutans hefur nú tekist að opna flotta hjólavefsjá. Ég skora [...]

14. apríl, 2010

Viltu 20% kauphækkun?

Meðalfjölskylda á Íslandi eyddi á árunum 2005-2007 rúmlega 15% heimilistekna sinna í kaup og rekstur ökutækja. Þetta kom fram í skýrslu frá Hagstofunni í desember. Það hlutfall hefur nánast örugglega hækkað verulega, enda kostar rekstur bíls miklu meira nú en þá (bensínhækkanir, afborgarnir af lánum …) og tekjur heimilanna hafa dregist saman. Varlega áætlað má [...]

7. apríl, 2010

Minni hraði í hverfunum

Í gær mælti ég, ásamt Borgarstjóra, fyrir mikilvægri tillögu um að umferðahraði í hverfum borgarinnar verði minnkaður. Tillagan var samþykkt einróma.
Ástæða þess að við leggjum þessa tillögu fram núna, er að hröð bílaumferð er farin að standa hverfunum fyrir þrifum. Foreldrafélög og íþróttafélög hafa kvartað undan því að börn komist ekki sjálf leiðar sinnar innan [...]

15. mars, 2010

Gengið og hjólað meira í svölum borgum

Það er kunn staðreynd að Kaupmannahöfn og Amsterdam eru í hópi mestu hjólaborga heims. Báðar borgirnar eru þó fremur norðarlega og bjóða upp á allskonar veður.

Ný könnun frá Bandaríkjunum sýnir að fólk gengur frekar og hjólar í borgum á norðlægum slóðum en suðlægum. Vissulega eru norðurríkin sunnar en Ísland, en í flestum bandarísku borgunum verður [...]

10. febrúar, 2010

Snjór á hjólum – MYNDIR!

Veðrið í Reykjavík er auðvitað ekki eins og best yrði á kosið. Hinsvegar finnst mér við stundum mála það dekkri litum en þörf er á. Þegar ég reyni að hvetja fólk í kringum mig til að hjóla, fæ ég iðulega í hausinn einhver komment um að veðrið hér sé svo slæmt að ógerningur sé að [...]

6. febrúar, 2010

Hjólaborgin Reykjavík

Borgarstjórn samþykkti samhljóða í vikunni hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavík, sem ber yfirskriftina Hjólaborgin Reykjavík. Markmið skýrslunnar er að gera Reykjavík að framúrskarandi hjólaborg, þar sem fólki verður gert kleift að ferðast um borgina á hjóli á öruggan og einfaldan hátt. Þúsundir Reykvíkinga hjóla nú þegar um borgina á hverjum degi, þrátt fyrir að aðstæður séu ekki [...]