9. nóvember, 2012

Hænuskref að betri strætó

Stundum er borgarkerfið furðulega svifaseint. Jafnvel þegar allir borgarfulltrúar eru sammála. Nokkrir mánuðir eru síðan við Hildur Sverrisdóttir fengum þessa tillögu samþykkta:

Strætóskýli verði merktar þeim leiðum sem stoppa á þeim. Þetta þekkist í erlendum borgum. Hér er mynd sem ég tók á símann minn í Kaupmannahöfn.

Fólk lærir á kerfið, á ferðinni. Sér kannski á útum rúðu fjölskyldubílsins að strætóinn sem stoppar fyrir utan heimili þeirra stoppar líka fyrir utan tómstundir barnanna. Hér er mynd af því hvernig þetta gæti litið út hjá okkur (athugið að myndin er fótósjoppuð og þetta er auðvitað ekki skýlið við Kringluna).

Lítil hugmynd, en margar litlar hugmyndir gera borgina okkar betri.

9. febrúar, 2012

Ný ferðavenjukönnun

Ný ferðavenjukönnun fyrir höfuðborgarsvæðið var að koma út. Það eru talsverð tíðindi, enda var síðasta könnun gerð árið 2002. Það er gaman að sjá hvernig íbúar höfuðborgarsvæðisins fara ferða sinna. Ég var að fá könnunina í hendur, en í fljótu bragði sýnast mér þetta vera helstu punktarnir:
* Reykvíkingar ferðast með umhverfisvænni hætti en nágrannasveitarfélögin. Til [...]

14. febrúar, 2011

Metró, sporvagn, strætó?

Morgunblaðið er með ágæta umfjöllun um neðangjarðarjarðarlestir í blaðinu í dag. Eyjan gerði í kjölfarið frétt um málið, sem lesa má hér.
Það er fagnaðarefni að í Háskól Íslands sé fólk að velta þessum hlutum fyrir sér, eins og fram kemur í fréttinni. Mér finnst Háskóli Íslands leggja furðu lítið af mörkum til borgarsamfélagsins, sem hann [...]

20. janúar, 2011

Samfylkingin og Strætó

Í maí lofaði Samylkingin því að auka tíðni á leiðum Strætó, bæta þjónustuna og gera Strætó að alvöru valkosti.
Í júní myndaði Samfylkingin meirihluta með Besta flokknum og kynnti borgarbúum málefnasamning og lofaði þar að efla almenningssamgöngur „auka ferðatíðni og bæta leiðakerfi strætós.“
Í sama málefnasamningi var líka sagt að meirihlutinn ætlaði að nota vefinn www.betrireykjavik.is „til [...]

20. desember, 2010

Það sem borgarbúar vilja

Capacent spurði borgarbúa í október síðastliðnum hvaða þjónustu Reykjavíkurborg þyrfti helst að bæta. Það einstaka atriði sem flestir Reykvíkingar nefndu var að það þyrfti að bæta almenningssamgöngur, tæp 16%.
Ég hef ekki séð neina umfjöllun um þessar merkilegu niðurstöður. Meira en þúsund Reykvíkingar voru í úrtakinu og 77% svöruðu. Númer tvö á listanum yfir þjónustu sem [...]

15. desember, 2009

Þrjár merkilegar fréttir

Þrjár merkilegar kannanir hafa ratað á mitt borð undanfarna daga. Þær eru allar um samgöngumálin í Reykjavík og fela í sér dálítil tíðindi, finnst mér. Þrennt get ég dregið sérstaklega fram:
1. Umferðin í Reykjavík gengur greiðar fyrir sig en áður, og nú í haust var fólk að meðaltali 3-4 mínútum fljótar á leið sinni úr [...]

20. maí, 2009

Græn skref 2,0

Á fundi borgarstjórnar í gær var samþykkt framhald Grænna skrefa í Reykjavík. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis og samgönguráðs mælti fyrir nýju skrefunum sem miða að því að gera borgina enn grænni og fallegri, gera fólki auðveldara að nota rafmagns- eða twinbíla, fjölga forgangsakreinum Strætó og auka endurvinnslu, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er [...]

18. nóvember, 2008

Græn samgöngustefna

Það er mikið fagnaðarefni að borgarstjórn skuli hafa samþykkt að vinna Græna samgöngustefnu fyrir borgina. Við hétum því í Grænu skrefunum að þetta yrði gert, undir yfirskriftinni „Reykjavíkurborg til fyrirmyndar.“
Samgöngustefna er nokkuð sem hefur ekki verið mikið í umræðunni hér, en víða í evrópu er það bundið í lög að fyrirtæki skuli hafa slíka stefnu. [...]

17. október, 2008

Ekki frítt fyrir alla í strætó

Það er engin lausn að gefa öllum frítt í strætó, eins og fulltrúi Frjálslynda flokksins í borgarstjórn er enn einu sinni að leggja til. Það geta verið rök fyrir því að bjóða ákveðnum hópum upp á mikla afslætti eða láta kort í strætó fylgja innritunargjöldum í skóla, eins og gert hefur verið að undanförnu með [...]

2. september, 2008

Nema hvað? Nemakortin misskilin.

Frá því að Reykjavík hóf tilraunina með Nemakortin fyrir rúmu ári, hefur reglulega komið upp misskilningur um þá hugsun sem býr að baki.
Fyrsta skrefið af tíu Grænum skrefum er „Miklu betri strætó“. Þar segir að frá og með haustinu 2007 fái reykvískir námsmenn frítt í strætó. Reykjavíkurborg vildi með öðrum orðum hvetja námsmenn sína til [...]