15. desember, 2011

Skóginum í Öskjuhlíð bjargað

Í umhverfis- og samgönguráði í dag var ákveðið að verða ekki við kröfu Isavia (sem rekur m.a. Reykjavíkurflugvöll) um að fella stóran hluta elsta skógarins í Öskjuhlíð. Á síðasta fundi ráðsins var málinu frestað að ósk okkar Árna Helgasonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Við lögðumst gegn því að trén yrðu felld (eins og kom fram í fjölmiðlum), og óskuðum umsagnar Skógræktarfélags Reykjavíkur. Umsögn þeirra barst á fundinn í dag og þar segir meðal annars: „Ekki fer á milli mála að um verulega spillingu á útivistarskóginum í Öskjuhlíð verður að ræða ef fyrirætlanir Isavia ná fram að ganga.“ Og einnig:

Skógræktarfélag Reykjavíkur leggst alfarið gegn þeirri umfangsmiklu trjáeyðingu sem í uppsiglingu er í Öskjuhlíð. Það tekur trjáplöntur hálfa öld að ná þeirri hæð sem trén í Öskjuhlíð hafa náð.

Í umsögninni er líka bent á að Öskjuhlíðin er fjölsóttasta útivistarsvæði landsins samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir nokkrum árum. Þar hefur verið ræktaður skógur síðan um 1950, en þau tré sem Isavia vildi nú fella eru einmitt í þessum elsta hluta.

Það er erfitt að verðmeta tré, en það hefur þó verið gert víða um heim og er í auknum mæli gert hér á landi. Þessa dagana er til dæmis verið að verðmeta Heiðmörkina í mjög spennandi verkefni hjá Háskóla Íslands. Einnig má nefna að aðeins örfá er eru síðan 500 tré í Þjóðhátíðarlundinum frá 1974 voru felld í leyfisleysi og þegar málið var kært komst Hæstiréttur að því að tjónið mætti meta á 20 milljónir. Í ljósi þess að sá skógur var miklu yngri en skógurinn í Öskjuhlíð og í ljósi fjölda trjáa og vinsælda Öskjuhlíðar, hélt ég því fram í útvarpinu að Öskjuhlíðina mætti hæglega verðmeta á tugi milljóna.

Ég fagna því þess vegna mjög að umhverfis- og samgönguráð hafi sameinast um að afgreiða erindi Isavia með eftirfarandi hætti: „Eftir að hafa farið yfir þau gögn sem borist hafa getur Umhverfis- og samgönguráð ekki orðið við beiðni Isavia um fellingu trjáa í Öskjuhlíð.“ (Vinstri græn tóku að vísu ekki þátt í bókuninni og vildu fresta málinu).

20. desember, 2010

Það sem borgarbúar vilja

Capacent spurði borgarbúa í október síðastliðnum hvaða þjónustu Reykjavíkurborg þyrfti helst að bæta. Það einstaka atriði sem flestir Reykvíkingar nefndu var að það þyrfti að bæta almenningssamgöngur, tæp 16%.
Ég hef ekki séð neina umfjöllun um þessar merkilegu niðurstöður. Meira en þúsund Reykvíkingar voru í úrtakinu og 77% svöruðu. Númer tvö á listanum yfir þjónustu sem [...]

14. september, 2010

Tré og borg og logn

Þetta er kannski dálítið þráhyggjukennt hjá mér með trén og borgina (sjá undanfarnar færslur), en þessi mynd rak á fjörur mínar og lýsir á skemmtilegan (og auðvitað ýktan, einsog margt sem er skemmtilegt) hátt stöðu trjáa í borgum. Ég veit því miður ekki hver uppruni myndarinnar er.

Í Reykjavík eigum við auðvitað mikið af opnum svæðum, [...]

14. september, 2010

Nágrannaerjur um tré

Lesandi síðunnar benti mér á þessa frétt af The Guardian í kjölfar skrifa minna um borgartré. Hér er um að ræða ansi þrjóskan mann í Plymouth, sem hefur staðið deilum við nágranna sína árum saman. Nú er það þetta tré sem veldur deilum, kannski engin furða:

Nágrannaerjur vegna trjáa koma raunar mjög reglulega upp í Reykjavík [...]

8. september, 2010

Af ávöxtunum …

Ég hef verið að dunda mér við að taka myndir af nytjatrjám í Reykjavík þegar þau hafa orðið á vegi mínum að undanförnu. Augu mín hafa opnast fyrir því hvað flóran í borginni er fjölbreytileg, en svo skilst mér líka að með betra veðurfari og fleira áhugasömu garðyrkjufólki, hafi ávaxtatrjám og öðrum nytjaplöntum verið að [...]

4. janúar, 2010

Framtíðin er í borgum

Jafnvægið á milli borga og sveita breyttist á árinu 2007. Þá gerðist það í fyrsta skipti í mannkynssögunni að fleiri bjuggu í þéttbýli en dreifbýli. Árið 1900 bjó 10% mannkyns í borgum og búist er við að árið 2050 muni 75% mannkyns búa í borgum.  Þetta breytir mjög miklu. Margir spá því að 21. öldin [...]

3. nóvember, 2009

Græna borgin í Evrópu

Á fundi borgarstjórnar í dag flutti ég tillögu fyrir hönd meirihlutans um að Reykjavík myndi sækja um að verða „Græna borgin í Evrópu“ (European Green Capital). Tillagan var samþykkt með 14 atkvæðum af 15, fulltrúi F-listans sat hjá. Umhverfis og samgöngusvið mun nú hefja vinnu við umsóknina.
Greinargerðin með tillögunni segir allt sem segja þarf um [...]

15. október, 2009

Framtíð Hreins Lofts

Fyrir nokkrum árum vakti Reykjavíkurborg athygli á þeirri hættu sem steðjar að hreinu lofti í borginni með herferð sem bar yfirskriftina: Framtíð Hreins Lofts er í þínum höndum. Markmiðið með þessu var að vekja Reykvíkinga til umhugsunar um að hreina loftið, sem við höfum alist upp við í borginni, er hreint ekki sjálfsagt. Það er [...]

19. september, 2009

Viðtal í Fréttablaðinu

Fréttablaðið birtir í dag viðtal við mig, þar sem ég er spurður út í mína sýn á borgarmálefni. Þeir sem hafa áhuga á henni geta lesið viðtalið hér. Svona viðtal gefur auðvitað aldrei fullkomna mynd af skoðunum viðmælendans, en ég held að margt af því sem ég legg áherslu á komist ágætlega til skila.

10. júní, 2009

Ljós í myrkrinu?

Kreppur breyta heiminum. Mjög ólíklegt er að vesturlönd muni á næstu árum byggja upp samfélag eins og það sem var á fyrstu árum 21. aldarinnar. Vonandi skila kreppuárin okkur heilbrigðu, umburðarlyndu og frjálsu samfélagi. Ég vona líka að mikilvæg mál eins og sjálfbærir lifnaðarhættir fái meiri athygli en áður og ýmislegt bendir til að svo [...]