3. febrúar, 2014

Bjór og bönn

Bjórmenningin á Íslandi hefur batnað mjög á síðustu mánuðum. Fleiri og fleiri brugghús leggja metnað í framleiðsluna og bragðmiklir og góðir bjórar eins og IPA eru nú framleiddir hér en fyrir örfáum árum voru þeir ófáanlegir í landinu.

Mér hefur hinsvegar lengi fundist vanta hér bjóra með lága áfengisprósentu. Flestir íslensku bjóranna hafa verið 5% eða meira, sem er nokkuð stinnt. Í Edinborg er vinsælasti bjórinn Deuchars IPA, sem bæði krimmahöfundurinn Ian Rankin og sköpunarverk hans John Rebus hampa mjög. Sá bjór er 3,8%.

Víðast hvar á Norðurlöndunum er úrvalið af veikum bjórum nokkuð gott og ástæðan er vafalítið sú að slíka bjóra má selja í venjulegum verslunum. Eða til að orða það öðruvísi: Einokun ríkisins í smásölu áfengis nær ekki til drykkja sem eru undir ákveðinni áfengisprósentu. Hér á Íslandi eru mörkin við 2,25% en hjá öllum nágrönnum okkar (nema hinum íhaldssömu Færeyingum) eru mörkin umtalsvert hærri.

Rafn Steingrímsson tók saman á Facebook síðu sinni hvernig þessu er háttað í öðrum löndum.

Menn réttlæta oft einokunarverslunina Vínbúðina með því að benda á að þetta sé nú með svipuðum hætti á norðurlöndunum fyrir utan DK. En ef málið er skoðað kemur í ljós að Ísland er íhaldssamara en Færeyjar í þessum efnum:

Ísland: Einokun í smásölu á áfengi yfir 2,25% styrkleika

Færeyjar: Einokun í smásölu á áfengi yfir 2,8% styrkleika

Svíþjóð: Einokun í smásölu á áfengi yfir 3,5% styrkleika

Noregur: Einokun í smásölu á áfengi yfir 4,75% styrkleika

Finland: Einokun í smásölu á áfengi yfir 4,8% styrkleika

Ég held að það væri óvitlaust fyrsta skref til að minnka umsvif ríkisins á áfengismarkaði að hækka þessa prósentu hér á landi. Slíkt myndi líka efla hverfisverslun, en eins og ég hef áður skrifað um hefur ríkisvaldið reynt að drepa kaupmanninn á horninu og vegið að sjálfbærni hverfanna.

24. janúar, 2014

Staðan í borginni

Í vikunni var sagt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn stærsti flokkurinn í borginni. Flokkurinn mælist nú með 27,5% fylgi, en Björt framtíð er með 25%.
Það sem mér finnst athyglisvert í þessu, og áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðismenn, er að flokkurinn er enn að tapa fylgi. Þrátt fyrir að Björt framtíð missi 9% frá síðustu könnun skilar [...]

8. janúar, 2014

Fjórflokkurinn aldrei óvinsælli

Þegar ég var að búa mig undir þáttinn minn á gamlársdag var ég að skoða fylgiskannanir – ég hafði áhuga á því að sjá hvernig fylgi flokkanna hafði þróast yfir árið. Þá rak ég augun í það hvað gamli fjórflokkurinn er í mikilli tilvistarkreppu.
Milli 1994 og september 2010 gerði Capacent Gallup 130 kannanir á fylgi [...]

25. september, 2013

Við erum öll borgarfulltrúar

Sumar ákvarðanir eru þannig að um leið og maður er búinn að taka þær, rennur upp fyrir manni hvað þær eru góðar. Þannig er með ákvörðun sem ég hef verið að brasa með síðustu daga, en er núna búinn að taka.
Ég ætla ekki að fara í prófkjör í Sjálfstæðisflokknum í haust og ég ætla ekki [...]

21. nóvember, 2012

Svona fólk vil ég á þing

Nú styttist í prófkjörið hjá okkur Sjálfstæðismönnum í Reykjavík. Ég hef verið að pæla í því hverja ég ætla að kjósa, og margir góðir eru í boði. Það skiptir máli að gott fólk skipi þennan lista og leiði uppbyggingu landsins eftir bankahrun og vonda vinstristjórn. Ég ákvað að leggja línurnar fyrir sjálfan mig til að [...]

14. nóvember, 2012

Sjálfhverfan

Síðari grein Sighvats Björgvinssonar um að við hin séum óþolandi sjálfhverf, byrjar á fréttum af því hvað fyrri greinin hans fékk mörg læk á netinu.
ps. orðið „Ég“ kemur fyrir 36 sinnum í greininni í ýmsum föllum.

8. febrúar, 2011

Neysluviðmið

Það er ekki annað hægt en að taka undir með Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ, að neysluviðmiðin sem Velferðarráðuneytið kynnti í gær valda vonbrigðum. Það er ekki með góðu móti hægt að vita hvort þetta eru rauntölur um neyslu (sem væru þá gamlar fréttir, enda birti Hagstofan slíkar upplýsingar fyrir meira en ári) eða hvort í [...]

20. september, 2010

Tillaga verður að veruleika

Á laugardaginn var formlega tekin í notkun ný hjólavefsjá fyrir Reykjavík, http://www.hjolavefsja.is. Eins og lesendur síðunnar muna fluttum við fulltrúar D lista í umhverfis- og samgönguráði tillöguna fyrir nokkrum vikum. Hún var að lokum samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, og með góðri samvinnu okkar og meirihlutans hefur nú tekist að opna flotta hjólavefsjá. Ég skora [...]

28. júní, 2010

Prófkjörið 2005

Prófkjörið sem ég tók þátt í árið 2005 er það stærsta sem haldið hefur verið á Íslandi. Þegar það var haldið, voru forsvarsmenn í Sjálfstæðisflokknum ákaflega ánægðir með þá athygli sem flokkurinn fékk og hrósuðu mér bæði opinberlega og í einkasamtölum fyrir framgönguna. Á þeim tíma þótti gott að fá nýtt fólk til liðs við [...]

26. janúar, 2010

Prófkjörið

Það er ánægjulegt að sjá hvað prófkjör okkar sjálfstæðisfólks á laugardaginn hefur fengið góð viðbrögð. Flestir virðast sammála um að baráttan hafi farið vel fram og að listinn feli í sér góða blöndu af nýliðum og fólki með reynslu. Ég tek undir það mat. Geir Sveinsson og Áslaug Friðriksdóttir verða að óbreyttu nýir borgarfulltrúar flokksins [...]