7. október, 2009

Afsökunarkrafa vegna afsökunarbeiðni

Jóhanna Sigurðardóttir baðst afsökunar í ræðustóli Alþingis í gær. Hún baðst að vísu ekki afsökunar á því að hafa viljað samþykkja Icesave „samninginn“ sem Svavar Gestsson kom með heim. Hún baðst heldur ekki afsökunar á því að verja nú hundruðum milljóna króna í að komast í Evrópusambandið (sem þjóðin vill ekki fara í), þegar blóðugur niðurskurður stendur yfir og fólk er að missa vinnuna. Og síst af öllu baðst hún afsökunar á eigin þætti í hruninu, en eins og samfylkingarfólk keppist við að gleyma, var hún ein af tólf sem hafði tekið að sér að stjórna ríkinu eftir kosningarnar vorið 2007. Hún er reyndar ein af þremur sem hefur stýrt þjóðarskútunni alla tíð síðan þá. Árangurinn geta allir séð.

Nei Jóhanna baðst afsökunar „fyrir hönd ríkisins og stjórnsýslunnar“ á „vanrækslu og andvaraleysi stjórnvalda“ í aðdraganda hrunsins. Fleiri orð voru eiginlega ekki höfð um það.

Það er gott þegar stjórnmálamenn biðjast afsökunar á misgjörðum sínum, ef hugur fylgir máli. Afsökunarbeiðni ein og sér er marklaus ef henni fylgir ekki iðrun og ásetningur um yfirbót. Afsökunarbeiðni Jóhönnu hafði hvorugt. Samfylkingin iðrast einskis, allra síst útrásardaðursins. Yfirbótin verður heldur ekki séð og flokkurinn verður æ ófyrirleitnari í afstöðu sinni til AGS og ESB. Afsökunarbeiðnin var eingöngu samfylkingarspuni, ætlaður til að auka fylgi flokksins. Jóhanna hefur ekki verið spunakona í sama mæli og annað samfylkingarfólk. Spuninn er henni óþjáll á vörum og ekki trúverðugur. En vonbrigði ræðuskrifaranna og spunameistaranna leyna sér ekki. Þeir eru vanir því að fjölmiðlar lepji gagnrýnislaust upp spunann og bregðast ókvæða við þegar breyting verður á því. Nú virðast Ríkisútvarpið og Morgunblaðið, sem þótti lítil frétt í afsökunarspunanum, eiga að biðjast afsökunar á því að hafa ekki gert afsökunarbeiðninni hærra undir höfði. Fyrir þann málflutning ætti einhver að biðja þjóðina afsökunar.

24. september, 2009

Áskrifandi að Morgunblaðinu

Ég var að gerast áskrifandi að Morgunblaðinu eftir langt hlé. Stúlkan á símanum sagði mér að flesta daga væru uppsagnir og nýjar áskriftir á pari, en eftir að tilkynnt var um nýjan ritstjóra væru nýjar áskriftir töluvert fleiri en uppsagnir. Ég er ekki hissa á því.
Það hefur verið mér nokkur ráðgáta hvers vegna samfylkingarfólk og [...]

11. júní, 2009

Hvað þéna þingmenn?

Eftir hneykslið vegna framtalins „kostnaðar“ bresku þingmannanna hefur verið talsverð umræða um það í Bretlandi og víðar hversu há laun skattgreiðendur ættu að borga þingmönnum sínum. Laun þingmanna eru mjög misjöfn eftir löndum, og ábyrgð þeirra einnig. Ég rakst á þessa einföldu framsetningu á launum þingmanna hinna ýmsu ríkja. Ég hef ekki sannreynt upplýsingarnar sem [...]

10. júní, 2009

Ljós í myrkrinu?

Kreppur breyta heiminum. Mjög ólíklegt er að vesturlönd muni á næstu árum byggja upp samfélag eins og það sem var á fyrstu árum 21. aldarinnar. Vonandi skila kreppuárin okkur heilbrigðu, umburðarlyndu og frjálsu samfélagi. Ég vona líka að mikilvæg mál eins og sjálfbærir lifnaðarhættir fái meiri athygli en áður og ýmislegt bendir til að svo [...]

24. maí, 2009

Mæling herbergjanna

Fólk út um allan bæ veit ekki hvort það á að hlæja eða gráta yfir fréttunum af því að Samfylkingin hafi látið starfsmenn Alþingis ná í málband og mæla þingflokksherbergin til að athuga hvaða herbergi væri stærst, því þar ætlaði Samfylkingin að vera. Þetta er eitthvað einkennilegt bland af minnimáttarkennd og mikilmennskuæði. Flokkurinn sem segist [...]

14. maí, 2009

Bjargbrúnin

Mörgum virðist ennþá vera mjög í mun að kenna Davíð Oddssyni um kreppuna. Það skrýtna er að þetta er sama fólkið og sakaði hann um úrtölur og andúð á útrásinni.
Þetta viðtal við Guðmund Ólafsson prófessor er áhugavert í því ljósi. (Það hefur áður veri vísað í þetta, en mér er sama). Tilefni viðtalsins var heimsókn hagfræðingsins [...]

12. maí, 2009

Breska hneykslið og The Economist

„Kostnaðurinn“ sem bresku þingmennirnir hafa látið greiða fyrir sig er ævintýralegur. Forsíða Daily Telegraph í dag er sláandi, þar sem myndir af þingmönnum Íhaldsflokksins sem mjólkuðu kerfið eru birtar á þann hátt sem við Íslendingar þekkjum helst af sjóslysafréttum.
Lykilatriði í málinu er að margt af því sem almenningur í Bretlandi er hneykslaðastur á, var engu [...]

12. maí, 2009

Metnaður ríkisstjórnarinnar

Ein af áætlununum (sjá hér að neðan) sem tíundaðar eru í stjórnarsáttmálanum, er „aðgerðaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúslofttegunda.“
Samkvæmt stjórnarsáttmálanum á að draga úr slíkri losun um „50-75% til 2050“. Áætlun um þetta á að liggja fyrir næsta vor.
Hvort sem menn hafa áhyggjur af losun gróðurhúsaloftegunda eða ekki, þá er athyglisvert að stæk vinstristjórn sem [...]

11. maí, 2009

Áætlanir í stað aðgerða

Þegar stjórnarsáttmáli nýju ríkisstjórnarinnar er skoðaður, kemur í ljós að samræðustjórnmál Samfylkingarinnar hafa sigrað sannfæringarstjórnmál Vinstri grænna. Í raun er ótrúlega lítið um aðgerðir í þessu plaggi, en þeim mun meira af fyrirheitum um áætlanagerð. Þetta er sérstaklega einkennilegt í ljósi þess að hér er um að ræða ríkisstjórn sem hefur verið við völd síðan [...]

4. maí, 2009

Margrét Thatcher – 30 ára afmæli

Í dag eru 30 ár síðan Margrét Thatcher stóð ein fyrir utan Downingstræti 10, svaraði spurningum blaðamanna og fór með hin frægu orð, sem höfð voru eftir heilögum Frans frá Assisi: „Where there is discord, may we bring harmony. Where there is error, may we bring truth. Where there is doubt, may we bring faith. [...]