3. febrúar, 2014

Bjór og bönn

Bjórmenningin á Íslandi hefur batnað mjög á síðustu mánuðum. Fleiri og fleiri brugghús leggja metnað í framleiðsluna og bragðmiklir og góðir bjórar eins og IPA eru nú framleiddir hér en fyrir örfáum árum voru þeir ófáanlegir í landinu.

Mér hefur hinsvegar lengi fundist vanta hér bjóra með lága áfengisprósentu. Flestir íslensku bjóranna hafa verið 5% eða meira, sem er nokkuð stinnt. Í Edinborg er vinsælasti bjórinn Deuchars IPA, sem bæði krimmahöfundurinn Ian Rankin og sköpunarverk hans John Rebus hampa mjög. Sá bjór er 3,8%.

Víðast hvar á Norðurlöndunum er úrvalið af veikum bjórum nokkuð gott og ástæðan er vafalítið sú að slíka bjóra má selja í venjulegum verslunum. Eða til að orða það öðruvísi: Einokun ríkisins í smásölu áfengis nær ekki til drykkja sem eru undir ákveðinni áfengisprósentu. Hér á Íslandi eru mörkin við 2,25% en hjá öllum nágrönnum okkar (nema hinum íhaldssömu Færeyingum) eru mörkin umtalsvert hærri.

Rafn Steingrímsson tók saman á Facebook síðu sinni hvernig þessu er háttað í öðrum löndum.

Menn réttlæta oft einokunarverslunina Vínbúðina með því að benda á að þetta sé nú með svipuðum hætti á norðurlöndunum fyrir utan DK. En ef málið er skoðað kemur í ljós að Ísland er íhaldssamara en Færeyjar í þessum efnum:

Ísland: Einokun í smásölu á áfengi yfir 2,25% styrkleika

Færeyjar: Einokun í smásölu á áfengi yfir 2,8% styrkleika

Svíþjóð: Einokun í smásölu á áfengi yfir 3,5% styrkleika

Noregur: Einokun í smásölu á áfengi yfir 4,75% styrkleika

Finland: Einokun í smásölu á áfengi yfir 4,8% styrkleika

Ég held að það væri óvitlaust fyrsta skref til að minnka umsvif ríkisins á áfengismarkaði að hækka þessa prósentu hér á landi. Slíkt myndi líka efla hverfisverslun, en eins og ég hef áður skrifað um hefur ríkisvaldið reynt að drepa kaupmanninn á horninu og vegið að sjálfbærni hverfanna.

8. janúar, 2014

Fjórflokkurinn aldrei óvinsælli

Þegar ég var að búa mig undir þáttinn minn á gamlársdag var ég að skoða fylgiskannanir – ég hafði áhuga á því að sjá hvernig fylgi flokkanna hafði þróast yfir árið. Þá rak ég augun í það hvað gamli fjórflokkurinn er í mikilli tilvistarkreppu.
Milli 1994 og september 2010 gerði Capacent Gallup 130 kannanir á fylgi [...]

25. september, 2013

Við erum öll borgarfulltrúar

Sumar ákvarðanir eru þannig að um leið og maður er búinn að taka þær, rennur upp fyrir manni hvað þær eru góðar. Þannig er með ákvörðun sem ég hef verið að brasa með síðustu daga, en er núna búinn að taka.
Ég ætla ekki að fara í prófkjör í Sjálfstæðisflokknum í haust og ég ætla ekki [...]

14. nóvember, 2012

Sjálfhverfan

Síðari grein Sighvats Björgvinssonar um að við hin séum óþolandi sjálfhverf, byrjar á fréttum af því hvað fyrri greinin hans fékk mörg læk á netinu.
ps. orðið „Ég“ kemur fyrir 36 sinnum í greininni í ýmsum föllum.

11. september, 2011

Ólympíuleikar í Reykjavík

Það er því miður ákaflega ólíklegt að Ólympíuleikar verði nokkurn tíma haldnir í Reykjavík. Minnsta borg sem haldið hefur sumarólympíuleika var St. Louis í Bandaríkjunum, sem hélt þá árið 1904 en þá bjuggu um 600 þúsund manns í borginni.
En menn skyldu aldrei láta staðreyndir stöðva skemmtilegar hugmyndir og drauma. Nú hefur ungur iðnhönnuður í Bandaríkjunum [...]

22. febrúar, 2011

Peningar og fita

Einföld skilaboð og sönn.

8. desember, 2010

Offita Íslendinga

Bæði Rúv og Stöð 2 hafa flutt ágætar fréttir af offitu Evrópubúa í dag og í gær. Fréttirnar eru byggðar á nýrri skýrslu frá OECD sem sýnir að offita hefur meira en tvöfaldast í Evrópu og að Íslendingar eru í hópi feitustu þjóða.
1. Bretland 24,5% offita meðal fullorðinna
2. Írland 23%
3. Malta 22,3%
4. Ísland 20,1%
Þetta eru [...]

14. september, 2010

Nágrannaerjur um tré

Lesandi síðunnar benti mér á þessa frétt af The Guardian í kjölfar skrifa minna um borgartré. Hér er um að ræða ansi þrjóskan mann í Plymouth, sem hefur staðið deilum við nágranna sína árum saman. Nú er það þetta tré sem veldur deilum, kannski engin furða:

Nágrannaerjur vegna trjáa koma raunar mjög reglulega upp í Reykjavík [...]

8. september, 2010

Af ávöxtunum …

Ég hef verið að dunda mér við að taka myndir af nytjatrjám í Reykjavík þegar þau hafa orðið á vegi mínum að undanförnu. Augu mín hafa opnast fyrir því hvað flóran í borginni er fjölbreytileg, en svo skilst mér líka að með betra veðurfari og fleira áhugasömu garðyrkjufólki, hafi ávaxtatrjám og öðrum nytjaplöntum verið að [...]

21. janúar, 2010

Allt fullt

Þriðji og síðasti fyrirlesturinn minn fyrir þetta prófkjör var haldinn í Þjóðminjasafninu í gær. Húsfyllir var, eins og á fyrri fundum og hafa nú allir þrír fundirnir verið haldnir fyrir fullu húsi.

Það er sérstakt ánægjuefni að 400 manns skuli hafa haft nægan áhuga á borgarmálum til að sitja undir stífum fyrirlestri um framtíð Reykjavíkur í [...]