31. október, 2012

Um bílastæði

Bílastæði fá sífelt meiri athygli þeirra sem fjalla um borgir og borgaskipulag. Samkvæmt rannsókn sem verkfræðistofan Mannvit gerði fyrir nokkrum árum eru bílastæði á hver 1000 störf í miðborg Reykjavíkur um 800. Sú tala er um 250 í borgum Evrópu og um 500 í Bandaríkjunum. Þetta getur haft veruleg áhrif á þróun borga. Hér á landi eru stæðin rekin af hinu opinbera og standa engan vegin undir sér. Það er því um verulega niðurgreiðslu að ræða á bílastæðum, og flest bílastæðahús Bílastæðasjóðs eru rekin með tapi. Það er pólitísk ákvörðun að taka á þessu máli og athyglisvert er að oft eru það mestu hægrimennirnir sem vilja halda þessari niðurgreiðslu hins opinbera áfram. Ég held að það sé röng stefna og tel að þeir sem nota stæðin eigi að borga fyrir þau, ekki einhverjir aðrir.

Nokkrar bækur hafa komið út á undanförnum misserum sem hafa gert bílastæði að lykilþætti í því hvernig borgir þróast. Nefna má þessar hérna bækur:

Traffic: Why W Drive the Way We Do

Rethinking a Lot

The High Cost of Free Parking

Ég skrifaði aðeins um bókina The High Cost of Free Parking hér.

Svo eru hér tvö myndbönd sem tengjast málefninu. Fyrst er myndband frá San Francisco en yfirvöld þar kynntu nýja bílastæðastefnu fyrir nokkrum árum. Þau tóku í raun upp sjónarmið Shoups um að verð á bílastæðum ætti að fara eftir eftirspurninni:

SFpark Overview from SFpark on Vimeo.

Hitt myndbandið er frá Stokkhólmi, og þarfnast engrar kynningar:

Residential parking from LX3 Wildlife Photography Society on Vimeo.

14. maí, 2012

Skipulagsmál eru efnahagsmál

Ég hef lengi bent á að gott skipulag getur haft verulega jákvæð áhrif á efnahag fjölskyldnanna í borginni. Ferðatími skiptir þar mestu máli, en þúsundir Reykvíkinga þurfa að ferðast í 30-40 mínútur til og frá vinnu á hverjum degi. Flestar þær ferðir eru farnar í bíl, sem kostar mikla peninga.
Heimilin í borginni eyða meira í [...]

19. janúar, 2012

Hvers vegna byggð í Vatnsmýrinni?

Því er stundum haldið fram að við sem viljum fá blandaða byggð í Vatnsmýrina í Reykjavík, séum sérstakir andstæðingar innanlandsflugsins eða jafnvel landsbyggðarinnar. Ekkert er fjær sanni. Ástæða þess að yfirgnæfandi meirihluti borgarstjórnar vill fá Vatnsmýrina undir byggingarland er eftirfarandi:
Á næstu 20 árum mun Reykvíkingum fjölga um 25 þúsund manns, samkvæmt spám. Mikilvægasta verkefni borgarstjórnar [...]

1. júní, 2011

15 metra regla

Á fundi umhverfis- og samgönguráðs í gær lögðum við fulltrúar D-lista fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði telja að hverfa eigi frá innleiðingu svokallaðrar 15-metra reglu að svo komnu máli.
Hugmyndafræðin á bak við regluna er skiljanleg og jákvætt er að leitað skuli leiða til að sorphirða standi undir sér á sanngjarnan hátt. [...]

22. febrúar, 2011

Peningar og fita

Einföld skilaboð og sönn.

8. febrúar, 2011

Neysluviðmið

Það er ekki annað hægt en að taka undir með Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ, að neysluviðmiðin sem Velferðarráðuneytið kynnti í gær valda vonbrigðum. Það er ekki með góðu móti hægt að vita hvort þetta eru rauntölur um neyslu (sem væru þá gamlar fréttir, enda birti Hagstofan slíkar upplýsingar fyrir meira en ári) eða hvort í [...]

27. september, 2010

Útgjöld heimilanna

Útgjöld heimilanna eru meira áberandi nú eftir hrun en áður, sem eðlilegt er. Nýjasta rannsókn Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna var birt á síðasta ári og byggir á stórri rannsókn sem gerð var á árunum 2006 til 2008.
Stærstu útgjaldaliðir heimilanna samkvæmt þeirri rannsókn eru þessir:
Húsnæði, hiti og rafmagn: 25,9% (hlutfall af öllum neysluútgjöldum heimilisins)
Ferðir og [...]

14. apríl, 2010

Viltu 20% kauphækkun?

Meðalfjölskylda á Íslandi eyddi á árunum 2005-2007 rúmlega 15% heimilistekna sinna í kaup og rekstur ökutækja. Þetta kom fram í skýrslu frá Hagstofunni í desember. Það hlutfall hefur nánast örugglega hækkað verulega, enda kostar rekstur bíls miklu meira nú en þá (bensínhækkanir, afborgarnir af lánum …) og tekjur heimilanna hafa dregist saman. Varlega áætlað má [...]

3. desember, 2009

Vonarstrætið

Ólíkt hafast þær að Hönnurnar; Jóhanna Sigurðardóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Þessar ágætu konur sem starfa hvor sínum megin við Vonarstrætið standa báðar frammi fyrir erfiðum aðstæðum í þeim stofnunum sem þær stýra. En þær bregðast ólíkt við þeim.
Í dag lagði borgarstjórn Reykjavíkur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Þar er forgangsraðað í þágu velferðarmála og [...]

21. febrúar, 2009

Fjórir vondir birnir

Markaðir hafa áratugum saman verið kallaðir ýmist Nauta- (bull) eða Bjarna- (bear) markaðir, eftir því hvort línuritin stefna upp eða niður. Kreppan núna er dæmi um slæman bjarnamarkað. Orðabækur geta ekki gefið neina afgerandi skýringu á þessum hugtökum, en „bull market“ hefur verið í Oxford orðabókinni síðan 1891. Sem útilokar kenninguna um að bjarnamarkaður heiti [...]