24. janúar, 2014

Staðan í borginni

Í vikunni var sagt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn stærsti flokkurinn í borginni. Flokkurinn mælist nú með 27,5% fylgi, en Björt framtíð er með 25%.

Það sem mér finnst athyglisvert í þessu, og áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðismenn, er að flokkurinn er enn að tapa fylgi. Þrátt fyrir að Björt framtíð missi 9% frá síðustu könnun skilar ekkert af því sér til Sjálfstæðisflokksins.

Í sögulegu samhengi er þetta líka töluverð kreppa fyrir D-listann í borginni. Aðeins tvisar áður hefur flokkurinn farið niður fyrir 28% fylgi. Annarsvegar undir lokin á borgarstjóratíð Ólafs F. Magnússonar og hinsvegar strax eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út vorið 2010. Í bæði skiptin var flokkurinn milli 27% og 28%, rétt eins og núna.

Nú er engin augljós skýring, eins og í fyrri tilvikunum tveimur. Mín skoðun er sú að tilraunir borgarstjórnarflokksins til að spila harðari og tækifærissinnaðri stjórnarandstöðu í borginni, í stað þess að taka höndum saman um góð og mikilvæg mál fyrir borgarbúa, hugnist borgarbúum illa. Framan af þessu kjörtímabili reyndi borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins að ástunda þá frumlegu pólitík að styðja góð mál saman hvaðan þú kæmu og vera á móti vondum málum. Sá hráskinnaleikur að vera á móti öllu sem meirihlutinn segir, bara af því hann segir það, var lagður til hliðar og málefnin frekar látin ráða. Á þeim tíma mældist  flokkurinn með um og yfir 40% í könnunum. Þessi leið sætti nokkurri gagnrýni innan úr Sjálfstæðisflokknum og kallað var eftir harðari stjórnarandstöðu. Þeirri kröfu var að nokkru leyti svarað og í viðtölum var aukin harka og kraftmeiri stjórnarandstaða boðuð. Eftir því hefur verið unnið undanfarna mánuði, en það verður ekki annað sagt en að viðtökur borgarbúa við hinum nýja stíl séu heldur dauflegar.

Ég gerði línurit yfir fylgi Sjálfstæðisflokksins í borginni, en sem fyrr get ég ekki sett það hingað inn, þannig að ég setti það inn á Tumblr síðuna mína.

Svo nefni ég það líka að ég er með póstlista, sem allir geta skráð sig á með því að smella hér. Ég sendi fréttir og pælingar mínar til þess góða hóps sem hefur skráð sig inn á hann.

25. júlí, 2013

Dreifð byggð drap Detroit

Fréttirnar af gjaldþroti Detroit borgar komu mörgum á óvart. Ekki þó borgarfræðingum og áhugafólki um borgarmenningu. Hnignun þessarar gömlu og glæsilegu borgar hefur verið rannsökuð og skoðuð frá ótal sjónarhornum og margar rannsóknir hafa verið gerðar á ástæðum fallsins. Eitt af því sem flestir eru sammála um er að borgin hafi gert afdrifarík mistök í [...]

12. júlí, 2013

Landsímareitur, hótel, NASA

Deiliskipulag á hinum svokallaða Landsímareit var samþykkt í skipulagsráði í dag. Allir greiddu atkvæði með því, nema fulltrúi Vinstri grænna. Þegar þetta nýja deiliskipulag tekur gildi, fellur um leið úr gildi deiliskipulagið frá níunda áratuginum, sem er barn síns tíma og ekki gott. Samkvæmt því má til dæmis rífa gömlu húsin við suðurenda Ingólfstorgs. Nýja [...]

18. júní, 2013

Vandamál borganna leyst á Velo-City

Í síðustu viku var ég á hjólaráðstefnunni Velo-City, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Þátttakendur eru um 1400. Ráðstefnan er haldin árlega, en nú var í fyrsta skipti fulltrúa Reykjavíkur boðið að halda erindi og það kom í minn hlut.
Ég hélt 20 mínútna erindi ásamt tveimur öðrum fyrirlesurum frá borgum sem sýnt hafa [...]

9. nóvember, 2012

Hænuskref að betri strætó

Stundum er borgarkerfið furðulega svifaseint. Jafnvel þegar allir borgarfulltrúar eru sammála. Nokkrir mánuðir eru síðan við Hildur Sverrisdóttir fengum þessa tillögu samþykkta:
Strætóskýli verði merktar þeim leiðum sem stoppa á þeim. Þetta þekkist í erlendum borgum. Hér er mynd sem ég tók á símann minn í Kaupmannahöfn.

Fólk lærir á kerfið, á ferðinni. Sér kannski á útum [...]

31. október, 2012

Um bílastæði

Bílastæði fá sífelt meiri athygli þeirra sem fjalla um borgir og borgaskipulag. Samkvæmt rannsókn sem verkfræðistofan Mannvit gerði fyrir nokkrum árum eru bílastæði á hver 1000 störf í miðborg Reykjavíkur um 800. Sú tala er um 250 í borgum Evrópu og um 500 í Bandaríkjunum. Þetta getur haft veruleg áhrif á þróun borga. Hér á [...]

14. maí, 2012

Skipulagsmál eru efnahagsmál

Ég hef lengi bent á að gott skipulag getur haft verulega jákvæð áhrif á efnahag fjölskyldnanna í borginni. Ferðatími skiptir þar mestu máli, en þúsundir Reykvíkinga þurfa að ferðast í 30-40 mínútur til og frá vinnu á hverjum degi. Flestar þær ferðir eru farnar í bíl, sem kostar mikla peninga.
Heimilin í borginni eyða meira í [...]

4. apríl, 2012

Lausnir á Landspítalalóðinni

Í stað þess að fara af stað með þá ofvöxnu uppbyggingu á Landspítalalóðinni sem meirihluti borgarstjórnar er nú að reyna að keyra í gegn, ættu borgarfulltrúar frekar að horfa til tveggja hugmynda sem hafa verið settar fram á undanförnum árum og henta svæðinu betur.
Eins og fram kom í pistli mínum í gær voru rekstrarráðgjafar og [...]

3. apríl, 2012

4 Smáralindir við Landspítalann?

Meirihlutinn í Reykjavík hefur nú ákveðið að reyna að keyra í gegn nýtt deiliskipulag Landspítalans við Hringbraut. Deiliskipulagið er að mínu mati mjög vont. Til dæmis eru bílastæðamál á svæðinu mjög illa leyst, og raunar óleyst að stórum hluta. Mikilvæg götuhorn þar sem ættu að standa glæsilegar hornbyggingar eru illa hönnuð og illa nýtt (eitt [...]

29. mars, 2012

Öll Reykjavík vestan Snorrabrautar?

Arkitektabloggið hans Hilmars Þórs Björnssonar er með því skemmtilegasta sem ég les á netinu. Í nýlegri færslu fjallar hann um þéttleika borga og birtir frábæra mynd af síðunni Per Square Mile, sem ég endurbirti hér (smellið til að sjá hana stærri).

Myndin sýnir semsagt hversu stórt svæði mannkynið þyrfti ef það byggi í borg sem væri [...]