16. febrúar, 2012

Vanþekking ráðherra

Umræður voru á Alþingi í gær um framtíð innanlandsflugsins. Einar K. Guðfinnsson var málshefjandi og tóku nokkrir aðrir þingmenn til máls, meðal annars innanríkisráðherra. Allir þeir sem tóku til máls virtust sammála um að ríkið þyrfti að niðurgreiða innanlandsflugið meira en það gerir nú þegar.

Reykjavíkurflugvöllur kom einnig til tals og það kom lítið á óvart að landsbyggðarþingmennirnir vilja ekki blandaða byggð í Vatnsmýri, heldur flugvöll. En eitt kom verulega á óvart. Innanríkisráðherra kom upp um makalausa vanþekkingu með því að lýsa því yfir að ríkið ætti landið í Vatnsmýrinni. Orðrétt sagði hann:

Það er heldur ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að þótt skipulagsvaldið sé hjá Reykjavíkurborg er eignarhaldið á flugvallarsvæðinu að uppistöðu til í eigu ríkisins. Ríkið á þetta svæði, ekki Reykjavíkurborg.

Þetta er auðvitað alrangt. Vatnsmýrin er rúmlega 150 hektarar og af þeim á ríkið aðeins tæpa 63 (það sem er innan rauða rammans). Gula svæðið hér að neðan er því borgarland (og að litlu leyti land einkaaðila).

Ríkið á því ekki einu sinni helming landsins í Vatnsmýrinni, og raunar fer hlutdeild ríkisins niður í þriðjung ef við tökum með jaðar Öskjuhlíðar, Valssvæðið, svæðið suðvestur af Háskóla Íslands (sem borgin og skólinn gera sérstakt samkomulag um) og friðland fuglanna í Vatnsmýrinni (efst á myndinni, vinstra megin við miðju).

Öllum má því vera ljóst að þegar norður-suður brautin verður lögð niður árið 2016, eins og gildandi aðalskipulag Reykjavíkur mælir fyrir um, getur Reykjavík þegar í stað farið að undirbúa framkvæmdir á tveimur mjög glæsilegum byggingarsvæðum. Ástæða er til að minna á að þegar ungt fólk í Reykjavík er spurt á hvaða nýbyggingarsvæðum það vilji helst búa, nefna flestir Vatnsmýrina og þannig hefur það verið um árabil. Það er ástæða til að hlusta á slíkar óskir núna þegar við erum að reyna að skapa hér aðstæður sem geta keppt við lífsgæðin í Ósló eða Kaupmannahöfn, þar sem fólk er meðal annars með hærri ráðstöfunartekjur af því það kemst af án bíls.

Það var þess vegna mikilvægt að innanríkisráðherra viðurkenndi með afgerandi hætti skipulagsrétt Reykjavíkur í Vatnsmýrinni, þótt hann hafi að vísu í sömu setningu komið upp um vanþekkingu sína á skipulagsmálum borgarinnar.

9. febrúar, 2012

Ný ferðavenjukönnun

Ný ferðavenjukönnun fyrir höfuðborgarsvæðið var að koma út. Það eru talsverð tíðindi, enda var síðasta könnun gerð árið 2002. Það er gaman að sjá hvernig íbúar höfuðborgarsvæðisins fara ferða sinna. Ég var að fá könnunina í hendur, en í fljótu bragði sýnast mér þetta vera helstu punktarnir:
* Reykvíkingar ferðast með umhverfisvænni hætti en nágrannasveitarfélögin. Til [...]

27. janúar, 2012

Fáránleg gönguljós

Í umhverfis- og samgönguráði á þriðjudaginn lögðum við Hildur Sverrisdóttir fram tillögu um að tími fyrir gangandi yrði lengdur á gönguljósunum á Hringbrautinni á móts við Stapa, þar sem áður var Bóksala stúdenta en er nú Lýðheilsudeild Háskólans. Þetta eru ein fjölförnustu gönguljós borgarinnar, með stöðugan straum stúdenta og annarra, enda er þetta eina skipulagða [...]

19. janúar, 2012

Hvers vegna byggð í Vatnsmýrinni?

Því er stundum haldið fram að við sem viljum fá blandaða byggð í Vatnsmýrina í Reykjavík, séum sérstakir andstæðingar innanlandsflugsins eða jafnvel landsbyggðarinnar. Ekkert er fjær sanni. Ástæða þess að yfirgnæfandi meirihluti borgarstjórnar vill fá Vatnsmýrina undir byggingarland er eftirfarandi:
Á næstu 20 árum mun Reykvíkingum fjölga um 25 þúsund manns, samkvæmt spám. Mikilvægasta verkefni borgarstjórnar [...]

15. desember, 2011

Skóginum í Öskjuhlíð bjargað

Í umhverfis- og samgönguráði í dag var ákveðið að verða ekki við kröfu Isavia (sem rekur m.a. Reykjavíkurflugvöll) um að fella stóran hluta elsta skógarins í Öskjuhlíð. Á síðasta fundi ráðsins var málinu frestað að ósk okkar Árna Helgasonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Við lögðumst gegn því að trén yrðu felld (eins og kom fram í fjölmiðlum), [...]

1. júní, 2011

15 metra regla

Á fundi umhverfis- og samgönguráðs í gær lögðum við fulltrúar D-lista fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði telja að hverfa eigi frá innleiðingu svokallaðrar 15-metra reglu að svo komnu máli.
Hugmyndafræðin á bak við regluna er skiljanleg og jákvætt er að leitað skuli leiða til að sorphirða standi undir sér á sanngjarnan hátt. [...]

25. maí, 2011

Göngugata á Laugavegi

Það er verið að hugsa um að gera Laugaveginn að göngugötu í nokkrar vikur í sumar, á milli Vitastígs og Skólavörðustígs. Í gær þegar ég hjólaði Laugaveginn tók ég videó af þessum kafla. Meðal annars til þess að ég og aðrir gætum séð hvað kaflinn er stuttur, og hvaða verslanir og þjónusta er á þessum [...]

22. febrúar, 2011

Peningar og fita

Einföld skilaboð og sönn.

14. febrúar, 2011

Metró, sporvagn, strætó?

Morgunblaðið er með ágæta umfjöllun um neðangjarðarjarðarlestir í blaðinu í dag. Eyjan gerði í kjölfarið frétt um málið, sem lesa má hér.
Það er fagnaðarefni að í Háskól Íslands sé fólk að velta þessum hlutum fyrir sér, eins og fram kemur í fréttinni. Mér finnst Háskóli Íslands leggja furðu lítið af mörkum til borgarsamfélagsins, sem hann [...]

8. febrúar, 2011

Neysluviðmið

Það er ekki annað hægt en að taka undir með Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ, að neysluviðmiðin sem Velferðarráðuneytið kynnti í gær valda vonbrigðum. Það er ekki með góðu móti hægt að vita hvort þetta eru rauntölur um neyslu (sem væru þá gamlar fréttir, enda birti Hagstofan slíkar upplýsingar fyrir meira en ári) eða hvort í [...]