8. desember, 2010

Offita Íslendinga

Bæði Rúv og Stöð 2 hafa flutt ágætar fréttir af offitu Evrópubúa í dag og í gær. Fréttirnar eru byggðar á nýrri skýrslu frá OECD sem sýnir að offita hefur meira en tvöfaldast í Evrópu og að Íslendingar eru í hópi feitustu þjóða.

1. Bretland 24,5% offita meðal fullorðinna
2. Írland 23%
3. Malta 22,3%
4. Ísland 20,1%

Þetta eru ömurlegar tölur. Frændur okkar Danir, Svíar og Norðmenn eru hinum megin á ásnum, í hópi þeirra ríkja þar sem offita er minnst. Þar viljum við vera, og ættum að vera.

Þessir líkamar þættu ekki óvenjulegir á Íslandi í dag

Mig langar til að leggja eitt orð í þennan umræðubelg. Það er orðið borgarskipulag.

Ég er í hópi þeirra sem telja að gott borgarskipulag geti bætt lýðheilsu og þar með talið dregið úr offitu. Tengslin á milli offitu og borgarskipulags eru ekki alltaf skýr, enda fjölmargar aðrar breytur sem útskýra offitu, ekki síst menntun. En það segir sig sjálft að borg sem skipulögð er þannig að eini valkostur fólks til að ferðast á milli staða, er að keyra í bíl, hvetur ekki til hreyfingar. Borg sem er hinsvegar byggð þétt og fólk á auðvelt með að ganga eða hjóla til vinnu, skóla eða þjónustu, ef það svo kýs, hvetur til hreyfingar.

Þannig er það staðreynd að vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík (þar sem byggðin er þéttust) fara um það bil 50% íbúanna einir í bíl á leið til og frá vinnu, en í ýmsum öðrum hverfum Reykjavíkur (fjær atvinnukjörnum) er þetta hlutfall í kringum 90%. Íbúar síðarnefndu hverfanna eiga ekki marga góða kosti þegar þeir þurfa að komast til og frá vinnu. Þeir velja því bílinn. Tugir þúsunda íbúa þurfa því að eyða tæplega 40 mínútum á dag í ferðalög til og frá vinnu, sem kostar 17% af heimilisútgjöldunum, brennir upp dýrmætum tíma, kostar Reykjavíkurborg hundruð milljóna í viðhaldi gatnamannvirkja og kemur í veg fyrir að þessir borgarbúar geti nýtt sér daglegt amstur til nauðsynlegrar hreyfingar. Til að breyta þessu þurfum við að þétta byggðina, gefa þeim Reykvíkingum sem bætast í hóp okkar á næstu áratugum kost á að búa nálægt atvinnukjörnum og skólum og byggja upp mannvænlegt borgarumhverfi þar sem gaman er að vera á ferli.

Ég tek fram að borgarskipulag er aðeins einn af fjölmörgum þáttum sem hafa áhrif á lýðheilsu borgaranna. En það er tvímælalaust þáttur sem við þurfum að taka með í reikninginn ef við ætlum okkur að komast af þessum óyndislega lista hér að ofan.

12. janúar, 2010

Reykjavík — hvað ætlar þú að verða?

Ákveðið hefur verið að halda aftur fundinn Reykjavík — hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór? Síðast komust færri að en vildu, og fjölmargir hafa óskað eftir því að fyrirlesturinn verði endurfluttur. Við ætlum því að endurtaka leikinn á fimmtudaginn kl. 1730 í Þjóðminjasafninu.

Í fyrirlestrinum lýsi ég framtíðarsýn minni fyrir Reykjavík, ræði [...]

10. janúar, 2010

Ágætis byrjun

Kosningabaráttan hófst með fundi í Þjóðminjasafninu á fimmtudaginn, sem bar yfirskriftina: Reykjavík — hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór? Fundurinn tókst vonum framar. Í gær var svo opinn vinnudagur, þar sem fólk mætti og þáði kaffi eða reif í símtólið. Mjög skemmtileg byrjun á prófkjörsbaráttunni, sem ég vona að muni snúast um framtíðarsýn.

4. janúar, 2010

Framtíðin er í borgum

Jafnvægið á milli borga og sveita breyttist á árinu 2007. Þá gerðist það í fyrsta skipti í mannkynssögunni að fleiri bjuggu í þéttbýli en dreifbýli. Árið 1900 bjó 10% mannkyns í borgum og búist er við að árið 2050 muni 75% mannkyns búa í borgum.  Þetta breytir mjög miklu. Margir spá því að 21. öldin [...]

19. september, 2009

Viðtal í Fréttablaðinu

Fréttablaðið birtir í dag viðtal við mig, þar sem ég er spurður út í mína sýn á borgarmálefni. Þeir sem hafa áhuga á henni geta lesið viðtalið hér. Svona viðtal gefur auðvitað aldrei fullkomna mynd af skoðunum viðmælendans, en ég held að margt af því sem ég legg áherslu á komist ágætlega til skila.

27. maí, 2009

Borgir og kreppur

Eins og fyrri kreppur hófst þessi kreppa í borgum heimsins. Fjármálamiðstöðvarnar eru þar, þar lifa menn hátt og blása bólurnar upp. En eins ósanngjarnt og það kann að hljóma, eru það sjaldnast þessar sömu borgir sem verst koma út úr kreppum. New York og Lundúnir styrktu stöðu sína í kreppunni miklu við upphaf þessarar aldar, [...]

7. mars, 2009

Lesmál í borginni

Eitt af námskeiðunum í náminu mínu heitir „Text and the City“ og fjallar um samspil texta og borgarlífs. Þar er komið víða við, frá veggjakroti til lesmáls í arkitektúr.
Að mínu mati hefur texti, og reyndar upplýsingar almennt, verið af of skornum skammti í Reykjavík. Við getum frætt borgarbúa miklu betur um sögu borgarinnar með fallegum [...]

10. febrúar, 2009

Óskastígar

Eitt af því sem ég er að læra hérna í náminu mínu, er munurinn á því sem skipulagt er í borgum og hinu sem gerist í frjálsu vali einstaklinga. Einn af kúrsunum mínum á þessari önn heitir ‘Readings in Contemporary Architectural Theory’ þar við tökumst á við helstu umræðuefnin í arkitektúr síðustu áratugina. Þessi togstreita [...]

21. desember, 2008

Annir og annir

Önninni er lokið hjá mér í Edinborgarháskóla, einkunnir komnar og allt gekk vonum framar. Ég er mjög feginn því þar sem ég gat ekki sinnt náminu alveg eins vel og ég vildi, vegna starfa minna í borgarstjórn sem tóku mikinn tíma. Bæði voru ferðalög heim nær aðra hverja viku og heilmikil vinna fyrir utan þau. [...]