25. júlí, 2013

Dreifð byggð drap Detroit

Fréttirnar af gjaldþroti Detroit borgar komu mörgum á óvart. Ekki þó borgarfræðingum og áhugafólki um borgarmenningu. Hnignun þessarar gömlu og glæsilegu borgar hefur verið rannsökuð og skoðuð frá ótal sjónarhornum og margar rannsóknir hafa verið gerðar á ástæðum fallsins. Eitt af því sem flestir eru sammála um er að borgin hafi gert afdrifarík mistök í borgarskipulagi sínu.
Hagfræðingurinn Paul Krugman hefur undanfarna daga skrifað um Detroit í New York Times:

Sorgarsaga Detroit er ekki bara um hnignun iðnaðar, hún er um hnignun borgarmenningar. Dreifð byggð drap Detroit því borgin vanrækti borgarumhverfi sem stuðlar að nýsköpun.

Krugman segir að þar sem yfirvöld í Detroit hafi vanrækt miðborgina hafi störfin dreifst um alla borg. Hann segir að Pittsburg, sem lenti í sambærilegum hremmingum og Detroit á níunda áratuginum, hafi staðið kreppuna miklu betur af sér. Meirihluti starfa í Pittsburg sé nálægt miðkjarna, en innan við fjórðungur starfanna í Detroit sé staðsettur þar. Veruleg íbúafækkun varð einnig í miðborg Detroit, en Pittsburg hefur verið að byggjast upp á nýjan leik útfrá gamla miðbænum. Krugman vísar í væntanlega rannsókn þar sem kemur fram að félagslegur hreyfanleiki, þ.e.a.s. möguleiki manna til að færast uppávið í launum og samfélagsstöðu, er meiri í þéttri borgarbyggð en í dreifðri byggð.

20130725-145924.jpg

Saga Detroit er að þessu leyti engan vegin einstök. Fleiri borgir gætu farið sömu leið ef þær gá ekki að sér. Ennþá eru sömu öfl til staðar og leiddu Detroit til glötunar. Ennþá heimta slíkir verktakavinir fleiri úthverfi, dreifðari byggð, fleiri fokdýr og plássfrek umferðarmannvirki, meiri og hraðari bílaumferð sem leiðir af sér meiri mengun, lengri ferðir til og frá vinnu, röskun útivistarsvæða, minni hreyfingu barna og fullorðinna og almennt verra borgarumhverfi. En meira að segja núverandi stjórnvöld í Detroit vita að leiðin fram á við er þéttari borg, minni bílaumferð, styttri vegalengdir, betri útivistarsvæði, bætt lýðheilsa með aukinni hreyfingu í daglegu lífi og kröftugir atvinnukjarnar nærri íbúðarsvæðum.

29. mars, 2012

Öll Reykjavík vestan Snorrabrautar?

Arkitektabloggið hans Hilmars Þórs Björnssonar er með því skemmtilegasta sem ég les á netinu. Í nýlegri færslu fjallar hann um þéttleika borga og birtir frábæra mynd af síðunni Per Square Mile, sem ég endurbirti hér (smellið til að sjá hana stærri).

Myndin sýnir semsagt hversu stórt svæði mannkynið þyrfti ef það byggi í borg sem væri [...]

16. febrúar, 2012

Vanþekking ráðherra

Umræður voru á Alþingi í gær um framtíð innanlandsflugsins. Einar K. Guðfinnsson var málshefjandi og tóku nokkrir aðrir þingmenn til máls, meðal annars innanríkisráðherra. Allir þeir sem tóku til máls virtust sammála um að ríkið þyrfti að niðurgreiða innanlandsflugið meira en það gerir nú þegar.
Reykjavíkurflugvöllur kom einnig til tals og það kom lítið á óvart [...]

9. febrúar, 2012

Ný ferðavenjukönnun

Ný ferðavenjukönnun fyrir höfuðborgarsvæðið var að koma út. Það eru talsverð tíðindi, enda var síðasta könnun gerð árið 2002. Það er gaman að sjá hvernig íbúar höfuðborgarsvæðisins fara ferða sinna. Ég var að fá könnunina í hendur, en í fljótu bragði sýnast mér þetta vera helstu punktarnir:
* Reykvíkingar ferðast með umhverfisvænni hætti en nágrannasveitarfélögin. Til [...]

19. janúar, 2012

Hvers vegna byggð í Vatnsmýrinni?

Því er stundum haldið fram að við sem viljum fá blandaða byggð í Vatnsmýrina í Reykjavík, séum sérstakir andstæðingar innanlandsflugsins eða jafnvel landsbyggðarinnar. Ekkert er fjær sanni. Ástæða þess að yfirgnæfandi meirihluti borgarstjórnar vill fá Vatnsmýrina undir byggingarland er eftirfarandi:
Á næstu 20 árum mun Reykvíkingum fjölga um 25 þúsund manns, samkvæmt spám. Mikilvægasta verkefni borgarstjórnar [...]

14. febrúar, 2011

Metró, sporvagn, strætó?

Morgunblaðið er með ágæta umfjöllun um neðangjarðarjarðarlestir í blaðinu í dag. Eyjan gerði í kjölfarið frétt um málið, sem lesa má hér.
Það er fagnaðarefni að í Háskól Íslands sé fólk að velta þessum hlutum fyrir sér, eins og fram kemur í fréttinni. Mér finnst Háskóli Íslands leggja furðu lítið af mörkum til borgarsamfélagsins, sem hann [...]

8. febrúar, 2011

Neysluviðmið

Það er ekki annað hægt en að taka undir með Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ, að neysluviðmiðin sem Velferðarráðuneytið kynnti í gær valda vonbrigðum. Það er ekki með góðu móti hægt að vita hvort þetta eru rauntölur um neyslu (sem væru þá gamlar fréttir, enda birti Hagstofan slíkar upplýsingar fyrir meira en ári) eða hvort í [...]

8. desember, 2010

Offita Íslendinga

Bæði Rúv og Stöð 2 hafa flutt ágætar fréttir af offitu Evrópubúa í dag og í gær. Fréttirnar eru byggðar á nýrri skýrslu frá OECD sem sýnir að offita hefur meira en tvöfaldast í Evrópu og að Íslendingar eru í hópi feitustu þjóða.
1. Bretland 24,5% offita meðal fullorðinna
2. Írland 23%
3. Malta 22,3%
4. Ísland 20,1%
Þetta eru [...]

27. september, 2010

Útgjöld heimilanna

Útgjöld heimilanna eru meira áberandi nú eftir hrun en áður, sem eðlilegt er. Nýjasta rannsókn Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna var birt á síðasta ári og byggir á stórri rannsókn sem gerð var á árunum 2006 til 2008.
Stærstu útgjaldaliðir heimilanna samkvæmt þeirri rannsókn eru þessir:
Húsnæði, hiti og rafmagn: 25,9% (hlutfall af öllum neysluútgjöldum heimilisins)
Ferðir og [...]

10. september, 2010

Nefndi einhver þéttingu byggðar?

Ljósmyndarinn Michael Wolf er einn af fjölmörgum listamönnum sem hefur borgina að viðfangsefni. Tvö verkefni hans hafa vakið sérstaka athygli mína að undanförnu, sem bæði tengjast háhýsum. Fyrra verkefnið heitir The architecture of density eða Þéttbýlis-arkitektúr, en þar tók Wolf myndir af fjölbýlishúsum í Hong Kong. Í stað þess að láta turnana bera við himinn, [...]