25. júlí, 2013

Dreifð byggð drap Detroit

Fréttirnar af gjaldþroti Detroit borgar komu mörgum á óvart. Ekki þó borgarfræðingum og áhugafólki um borgarmenningu. Hnignun þessarar gömlu og glæsilegu borgar hefur verið rannsökuð og skoðuð frá ótal sjónarhornum og margar rannsóknir hafa verið gerðar á ástæðum fallsins. Eitt af því sem flestir eru sammála um er að borgin hafi gert afdrifarík mistök í borgarskipulagi sínu.
Hagfræðingurinn Paul Krugman hefur undanfarna daga skrifað um Detroit í New York Times:

Sorgarsaga Detroit er ekki bara um hnignun iðnaðar, hún er um hnignun borgarmenningar. Dreifð byggð drap Detroit því borgin vanrækti borgarumhverfi sem stuðlar að nýsköpun.

Krugman segir að þar sem yfirvöld í Detroit hafi vanrækt miðborgina hafi störfin dreifst um alla borg. Hann segir að Pittsburg, sem lenti í sambærilegum hremmingum og Detroit á níunda áratuginum, hafi staðið kreppuna miklu betur af sér. Meirihluti starfa í Pittsburg sé nálægt miðkjarna, en innan við fjórðungur starfanna í Detroit sé staðsettur þar. Veruleg íbúafækkun varð einnig í miðborg Detroit, en Pittsburg hefur verið að byggjast upp á nýjan leik útfrá gamla miðbænum. Krugman vísar í væntanlega rannsókn þar sem kemur fram að félagslegur hreyfanleiki, þ.e.a.s. möguleiki manna til að færast uppávið í launum og samfélagsstöðu, er meiri í þéttri borgarbyggð en í dreifðri byggð.

20130725-145924.jpg

Saga Detroit er að þessu leyti engan vegin einstök. Fleiri borgir gætu farið sömu leið ef þær gá ekki að sér. Ennþá eru sömu öfl til staðar og leiddu Detroit til glötunar. Ennþá heimta slíkir verktakavinir fleiri úthverfi, dreifðari byggð, fleiri fokdýr og plássfrek umferðarmannvirki, meiri og hraðari bílaumferð sem leiðir af sér meiri mengun, lengri ferðir til og frá vinnu, röskun útivistarsvæða, minni hreyfingu barna og fullorðinna og almennt verra borgarumhverfi. En meira að segja núverandi stjórnvöld í Detroit vita að leiðin fram á við er þéttari borg, minni bílaumferð, styttri vegalengdir, betri útivistarsvæði, bætt lýðheilsa með aukinni hreyfingu í daglegu lífi og kröftugir atvinnukjarnar nærri íbúðarsvæðum.

12. júlí, 2013

Landsímareitur, hótel, NASA

Deiliskipulag á hinum svokallaða Landsímareit var samþykkt í skipulagsráði í dag. Allir greiddu atkvæði með því, nema fulltrúi Vinstri grænna. Þegar þetta nýja deiliskipulag tekur gildi, fellur um leið úr gildi deiliskipulagið frá níunda áratuginum, sem er barn síns tíma og ekki gott. Samkvæmt því má til dæmis rífa gömlu húsin við suðurenda Ingólfstorgs. Nýja [...]

14. maí, 2012

Skipulagsmál eru efnahagsmál

Ég hef lengi bent á að gott skipulag getur haft verulega jákvæð áhrif á efnahag fjölskyldnanna í borginni. Ferðatími skiptir þar mestu máli, en þúsundir Reykvíkinga þurfa að ferðast í 30-40 mínútur til og frá vinnu á hverjum degi. Flestar þær ferðir eru farnar í bíl, sem kostar mikla peninga.
Heimilin í borginni eyða meira í [...]

4. maí, 2012

Ósabraut og göngu/hjólabrýr

Í gær voru kynntar sigurtillögur í samkeppni um hönnun á göngu- og hjólabrúm yfir Elliðaárósa. Hlutskörpust var tillaga teiknistofunnar Traðar, en nánar má lesa um þá tillögu og aðrar sem fengu verðlaun hér. Tillaga Traðar gerir ráð fyrir tveimur myndarlegum mannvirkjum, yfir báða strauma Elliðaárinnar við Geirsnef. Þetta sést ágætlega á tölvugerðri mynd:
Þessi göngu- [...]

11. apríl, 2012

Úrbætur við Ánanaust

Nokkur umræða hefur skapast um ofsaakstur í Ánanaustum, Grandatorgi og nágrenni. Sláandi myndband var sett á netið sem sýndi glæfraakstur á þessu svæði, enda aðstæður til hraðaksturs þarna einstaklega góðar.
Þetta er myndbandið:

Og hér er frétt Mbl.is um málið.
Af þessu tilefni fluttum við Hildur Sverrisdóttir tillögu í umhverfis- og samgönguráði í gær sem hljómar svona:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins [...]

4. apríl, 2012

Lausnir á Landspítalalóðinni

Í stað þess að fara af stað með þá ofvöxnu uppbyggingu á Landspítalalóðinni sem meirihluti borgarstjórnar er nú að reyna að keyra í gegn, ættu borgarfulltrúar frekar að horfa til tveggja hugmynda sem hafa verið settar fram á undanförnum árum og henta svæðinu betur.
Eins og fram kom í pistli mínum í gær voru rekstrarráðgjafar og [...]

3. apríl, 2012

4 Smáralindir við Landspítalann?

Meirihlutinn í Reykjavík hefur nú ákveðið að reyna að keyra í gegn nýtt deiliskipulag Landspítalans við Hringbraut. Deiliskipulagið er að mínu mati mjög vont. Til dæmis eru bílastæðamál á svæðinu mjög illa leyst, og raunar óleyst að stórum hluta. Mikilvæg götuhorn þar sem ættu að standa glæsilegar hornbyggingar eru illa hönnuð og illa nýtt (eitt [...]

29. mars, 2012

Öll Reykjavík vestan Snorrabrautar?

Arkitektabloggið hans Hilmars Þórs Björnssonar er með því skemmtilegasta sem ég les á netinu. Í nýlegri færslu fjallar hann um þéttleika borga og birtir frábæra mynd af síðunni Per Square Mile, sem ég endurbirti hér (smellið til að sjá hana stærri).

Myndin sýnir semsagt hversu stórt svæði mannkynið þyrfti ef það byggi í borg sem væri [...]

16. febrúar, 2012

Vanþekking ráðherra

Umræður voru á Alþingi í gær um framtíð innanlandsflugsins. Einar K. Guðfinnsson var málshefjandi og tóku nokkrir aðrir þingmenn til máls, meðal annars innanríkisráðherra. Allir þeir sem tóku til máls virtust sammála um að ríkið þyrfti að niðurgreiða innanlandsflugið meira en það gerir nú þegar.
Reykjavíkurflugvöllur kom einnig til tals og það kom lítið á óvart [...]

9. febrúar, 2012

Ný ferðavenjukönnun

Ný ferðavenjukönnun fyrir höfuðborgarsvæðið var að koma út. Það eru talsverð tíðindi, enda var síðasta könnun gerð árið 2002. Það er gaman að sjá hvernig íbúar höfuðborgarsvæðisins fara ferða sinna. Ég var að fá könnunina í hendur, en í fljótu bragði sýnast mér þetta vera helstu punktarnir:
* Reykvíkingar ferðast með umhverfisvænni hætti en nágrannasveitarfélögin. Til [...]