19. janúar, 2012

Hvers vegna byggð í Vatnsmýrinni?

Því er stundum haldið fram að við sem viljum fá blandaða byggð í Vatnsmýrina í Reykjavík, séum sérstakir andstæðingar innanlandsflugsins eða jafnvel landsbyggðarinnar. Ekkert er fjær sanni. Ástæða þess að yfirgnæfandi meirihluti borgarstjórnar vill fá Vatnsmýrina undir byggingarland er eftirfarandi:

Á næstu 20 árum mun Reykvíkingum fjölga um 25 þúsund manns, samkvæmt spám. Mikilvægasta verkefni borgarstjórnar er að svara því hvar þetta fólk á að búa. Í grófum dráttum kemur tvennt til greina: Annarsvegar að brjóta nýtt útivistarland undir byggð austan núverandi byggðar í Úlfarsárdal eða Geldingarnesi og hinsvegar að að þétta byggðina með því að byggja á landi sem þegar hefur verið brotið undir einhverskonar starfsemi og er innan núverandi byggðar. Langstærsta og best staðsetta landið af þeim toga er Vatnsmýrin.

Þegar borgarstjórn ákveður hvort betra sé að þenja byggðina áfram út til austurs eða hvort byggja eigi inn á við þarf að meta ýmsa þætti. Samgöngur eru næst stærsti útgjaldaliður heimilanna í borginni, á eftir húsnæði en á undan matarkörfunni. Kannanir sýna að yfir 70% þeirra sem myndu búa í nýju hverfi austast í borginni, færu einir á bíl til og frá vinnu. Ferðatími þeirra væri að líklega 40 mínútur á dag og kostnaður við það mikill. Kannanir sýna að fólk sem býr nær atvinnukjörnunum ferðast frekar gangandi, hjólandi eða með strætó til og frá vinnu og sparar sér þannig mikla fjármuni, dregur úr umferð á götunum og þar með mengun, hávaða og umferðarslysum. Það felast mikil gæði í hinum frábæru úthverfum okkar austast í borginni, en göngufæri í vinnuna er almennt séð ekki meðal þeirra.

Fasteignasalar hafa margsinnis lýst því yfir að mest eftirspurn sé eftir íbúðum á miðlægum svæðum í Reykjavík, og fermetraverð staðfestir það. Vatnsmýrinn hefur einnig fengið flest svör þegar borgarbúar eru spurðir á hvaða nýbyggingarsvæðum þeir vildu helst búa.

Ef við byggjum í Vatnsmýri erum við að koma til móts við óskir borgarbúa, við styttum ferðatíma í borginni, drögum úr umferð og mengun, gefum fleirum kost á að lækka útgjöld heimilisins til samgöngumála og sköpum líflegt og fallegt borgarumhverfi sem verður borgarbúum og landsmönnum öllum til sóma. Þetta er ástæðan fyrir því að ég og fleiri viljum að Reykjavíkurflugvelli verði fundinn annar góður staður í eða við Reykjavík, svo allir landsmenn geti notið öflugrar, þéttrar og skemmtilegrar höfuðborgar.

15. desember, 2011

Skóginum í Öskjuhlíð bjargað

Í umhverfis- og samgönguráði í dag var ákveðið að verða ekki við kröfu Isavia (sem rekur m.a. Reykjavíkurflugvöll) um að fella stóran hluta elsta skógarins í Öskjuhlíð. Á síðasta fundi ráðsins var málinu frestað að ósk okkar Árna Helgasonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Við lögðumst gegn því að trén yrðu felld (eins og kom fram í fjölmiðlum), [...]

25. maí, 2011

Göngugata á Laugavegi

Það er verið að hugsa um að gera Laugaveginn að göngugötu í nokkrar vikur í sumar, á milli Vitastígs og Skólavörðustígs. Í gær þegar ég hjólaði Laugaveginn tók ég videó af þessum kafla. Meðal annars til þess að ég og aðrir gætum séð hvað kaflinn er stuttur, og hvaða verslanir og þjónusta er á þessum [...]

14. febrúar, 2011

Metró, sporvagn, strætó?

Morgunblaðið er með ágæta umfjöllun um neðangjarðarjarðarlestir í blaðinu í dag. Eyjan gerði í kjölfarið frétt um málið, sem lesa má hér.
Það er fagnaðarefni að í Háskól Íslands sé fólk að velta þessum hlutum fyrir sér, eins og fram kemur í fréttinni. Mér finnst Háskóli Íslands leggja furðu lítið af mörkum til borgarsamfélagsins, sem hann [...]

8. febrúar, 2011

Neysluviðmið

Það er ekki annað hægt en að taka undir með Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ, að neysluviðmiðin sem Velferðarráðuneytið kynnti í gær valda vonbrigðum. Það er ekki með góðu móti hægt að vita hvort þetta eru rauntölur um neyslu (sem væru þá gamlar fréttir, enda birti Hagstofan slíkar upplýsingar fyrir meira en ári) eða hvort í [...]

31. janúar, 2011

Mannlíf við Tollhúsið

Á síðasta fundi umhverfis – og samgönguráðs lögðum við Hildur Sverrisdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, fram einfalda tillögu sem ég held að góð fyrir miðborgina. Við lögðum til að bílastæðin sem eru við Tollhúsið verði færð suður yfir götuna. Norðanmegin verði stéttin stækkuð, bekkjum komið fyrir undir vegg og umhverfið gert notalegt fyrir fólk að setjast niður.

Á [...]

8. desember, 2010

Offita Íslendinga

Bæði Rúv og Stöð 2 hafa flutt ágætar fréttir af offitu Evrópubúa í dag og í gær. Fréttirnar eru byggðar á nýrri skýrslu frá OECD sem sýnir að offita hefur meira en tvöfaldast í Evrópu og að Íslendingar eru í hópi feitustu þjóða.
1. Bretland 24,5% offita meðal fullorðinna
2. Írland 23%
3. Malta 22,3%
4. Ísland 20,1%
Þetta eru [...]

14. september, 2010

Tré og borg og logn

Þetta er kannski dálítið þráhyggjukennt hjá mér með trén og borgina (sjá undanfarnar færslur), en þessi mynd rak á fjörur mínar og lýsir á skemmtilegan (og auðvitað ýktan, einsog margt sem er skemmtilegt) hátt stöðu trjáa í borgum. Ég veit því miður ekki hver uppruni myndarinnar er.

Í Reykjavík eigum við auðvitað mikið af opnum svæðum, [...]

1. september, 2010

Tvær tillögur samþykktar

Á fundi umhverfis- og samgönguráðs í gær voru tvær tillögur okkar Sjálfstæðismanna samþykktar.
Sú fyrri var um hjólavefsjá, en talsvert var fjallað um þá tillögu þegar við lögðum hana fram á sínum tíma. (Vísir hér og mbl hér). Þá frestaði meirihlutinn afgreiðslu tillögunnar, en samþykkti hana svo í gær. Tillagan hljómar svona:
„Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og [...]

23. ágúst, 2010

Suðurgata – Háskóli

Í sigurtillögu Vatnsmýrarsamkeppninnar var háskólasvæðinu gefinn sérstakur gaumur. Hugmynd Graeme Massie og Stuart Dickson sem unnu keppnina var að Suðurgatan yrði breiðstræti í gegnum háskólasvæðið, sem myndi jafnframt tengja byggingar vestan og austan megin götunnar betur en nú. Slík breiðstrætis-hugmynd er að mínu mati miklu betri en göng undir Suðurgötuna, eins og háskólinn hefur lengi [...]