21. nóvember, 2012

Svona fólk vil ég á þing

Nú styttist í prófkjörið hjá okkur Sjálfstæðismönnum í Reykjavík. Ég hef verið að pæla í því hverja ég ætla að kjósa, og margir góðir eru í boði. Það skiptir máli að gott fólk skipi þennan lista og leiði uppbyggingu landsins eftir bankahrun og vonda vinstristjórn. Ég ákvað að leggja línurnar fyrir sjálfan mig til að gera mér valið auðveldara. Ég skelli þessu hingað á síðuna mína að gamni mínu, ekki í þeim tilgangi að segja öðrum hvernig þeir eiga að kjósa. En svona ætla ég að gera það.

Ég ætla bara að kjósa fólk sem hefur sett fram einhverjar hugmyndir um það hvernig það ætlar að gera Ísland betra og hefur framtíðarsýn fyrir landið.
Ég ætla að kjósa fólk sem mun lækka skatta.
Ég ætla að kjósa fólk sem mun draga verulega úr eyðslu ríkisins.
Ég ætla að kjósa fólk sem á erindi á þing og ég treysti óháð kyni. Að þessu sinni eru það 4 konur og 4 karlar.
Ég ætla að kjósa fólk beggja vegna meðalaldurs þjóðarnnar sem er um 36 ár.
Ég ætla að kjósa umburðarlynt, víðsýnt og fordómalaust fólk, en sneiða hjá dómhörðu, þröngsýnu og fordómafullu fólki.
Ég ætla að kjósa þá sem eru tilbúnir að vinna með öðrum vönduðum þingmönnum að málum sem gera Ísland betra.
Ég ætla að kjósa þá sem munu styðja góð mál, sama úr hvaða flokki þau koma, og mótmæla vondum málum, sama hvaðan þau koma.
Ég ætla að kjósa þá sem standa með sterkri Reykjavík, en láta ekki undan þrýstingi kjördæmapotara sem hafa horn í síðu hennar.
Ég ætla að kjósa fólk sem er hugmyndafræðilega nógu sterkt á svellinu til að geta metið ný og óvænt mál á forsendum einstaklingsfrelsis en þarf ekki að reiða sig á gamlar kreddur.
Ég ætla að kjósa fólk sem hefur ástríðufullan áhuga á því að gera Ísland betra og er ekki í stjórnmálum út af völdum og vegtyllum.

1. júní, 2011

15 metra regla

Á fundi umhverfis- og samgönguráðs í gær lögðum við fulltrúar D-lista fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði telja að hverfa eigi frá innleiðingu svokallaðrar 15-metra reglu að svo komnu máli.
Hugmyndafræðin á bak við regluna er skiljanleg og jákvætt er að leitað skuli leiða til að sorphirða standi undir sér á sanngjarnan hátt. [...]

3. desember, 2009

Vonarstrætið

Ólíkt hafast þær að Hönnurnar; Jóhanna Sigurðardóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Þessar ágætu konur sem starfa hvor sínum megin við Vonarstrætið standa báðar frammi fyrir erfiðum aðstæðum í þeim stofnunum sem þær stýra. En þær bregðast ólíkt við þeim.
Í dag lagði borgarstjórn Reykjavíkur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Þar er forgangsraðað í þágu velferðarmála og [...]

16. nóvember, 2009

Af skatta-útreikningum Gríms Atlasonar

Fyrir nokkrum dögum skrifaði Grímur Atlason pistil um skattamál á bloggsíðu sína undir fyrirsögninni: “Af meintri brjálsemi ríkisstjórnarinnar”. Pistillinn fór sem eldur í sinu um netið, enda töldu vinstrimenn að Grímur hefði sýnt fram á að breytingarnar væru ákaflega hófsamar. Hann hélt því nánar tiltekið fram að áhrifin væru eftirfarandi:
“Þeir sem eru með 150.000 kr. [...]