24. desember, 2008

Gleðilega hátíð

Ég óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Ég get ekki sagt neitt fallegra en segir í þessum sálmi, sem Sr. Valdimar Briem orti, og er í uppáhaldi hjá mörgu góðu fólki.

Í dag er glatt í döprum hjörtum, 
því Drottins ljóma jól. 
Í niðamyrkrum nætursvörtum 
upp náðar rennur sól. 
Er vetrar geisar stormur stríður, 
þá stendur hjá oss friðarengill blíður 
og þegar ljósið dagsins dvín, 
:,: oss Drottins birta kringum skín. :,: 

Oss öllum mikinn fögnuð flytur 
sá friðarengill skær: 
Sá Guð, er hæst á himni situr, 
er hér á jörð oss nær. 
Sá Guð, er ræður himni háum, 
hann hvílir nú í dýrastalli lágum, 
sá Guð, er öll á himins hnoss, 
:,: varð hold á jörð og býr með oss. :,: 

Guðs lýður, vertu’ ei lengur hræddur 
og lát af harmi’ og sorg. 
Í dag er Kristur Drottinn fæddur 
í Davíðs helgu borg. 
Hann fjötrum reifa fast er er vafinn, 
í frelsi barna Guðs svo þú sért hafinn. 
Hann þína tötra tók á sig, 
:,: að tign Guðs dýrðar skrýði þig. :,: 

Á himni næturljósin ljóma 
svo ljúft og stillt og rótt, 
og ótal raddir engla hljóma 
þar uppi’ um helga nótt. 
Ó, hvað mun dýrðin himins þýða, 
og hvað mun syngja englaraustin blíða? 
Um dýrð Guðs föður, frið á jörð 
:,: og föðurást á barnahjörð. :,: 

Ó, dýrð sé þér í hæstum hæðum, 
er hingað komst á jörð. 
Á meðan lifir líf í æðum, 
þig lofar öll þín hjörð. 
Á meðan tungan má sig hræra, 
á meðan hjartað nokkuð kann sig bæra, 
hvert andartak, hvert æðarslag 
:,: Guðs englar syngi dýrðarlag. :,:

21. desember, 2008

Annir og annir

Önninni er lokið hjá mér í Edinborgarháskóla, einkunnir komnar og allt gekk vonum framar. Ég er mjög feginn því þar sem ég gat ekki sinnt náminu alveg eins vel og ég vildi, vegna starfa minna í borgarstjórn sem tóku mikinn tíma. Bæði voru ferðalög heim nær aðra hverja viku og heilmikil vinna fyrir utan þau. [...]

19. nóvember, 2008

Miklabraut/Kringlumýrarbraut

Síðan í sumar hef ég stýrt samráðshópi um lausn á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Eins og allir sem fylgjast með vita, hafa þessi gatnamót verið pólitískt deilumál í aldarfjórðung. Þau voru lengi á aðalskipulagi, en voru tekin útaf því árið 1994 þegar R-listinn komst til valda og vildi breyta áherslum. Þær áherslur breyttust svo aftur [...]

18. nóvember, 2008

Græn samgöngustefna

Það er mikið fagnaðarefni að borgarstjórn skuli hafa samþykkt að vinna Græna samgöngustefnu fyrir borgina. Við hétum því í Grænu skrefunum að þetta yrði gert, undir yfirskriftinni „Reykjavíkurborg til fyrirmyndar.“
Samgöngustefna er nokkuð sem hefur ekki verið mikið í umræðunni hér, en víða í evrópu er það bundið í lög að fyrirtæki skuli hafa slíka stefnu. [...]

22. október, 2008

Blaðamennskan

Eftir borgarstjórnarfund í gær fór ég á vertshús með nokkrum félögum mínum úr meirihlutanum. Þar hittum við blaðamann frá Financial Times. Það var mjög athyglisvert. Þegar ég og félagi minn úr borgarstjórnarflokknum höfðum kynnt okkur fyrir honum sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sagði hann: Og í hvoru liðinu eruð þið? Við hváðum og þá hló hann strax [...]

20. október, 2008

Lífið er saltfiskur

Það er alveg rétt sem Þór Sigfússon segir í blaðagrein sinni í Morgunblaðinu í dag, að í ýmsum útrásarfyrirtækjum býr ótrúlega mikil þekking og sérhæfni sem glapræði væri að horfa framhjá, þótt óorði hafi verið komið á útrás. Í þeim fjölmörgu hugmyndum sem voru í farvatninu þegar spilaborgin hrundi, felast ýmiskonar tækifæri. Í fyrirtækjunum sem [...]

17. október, 2008

Ekki frítt fyrir alla í strætó

Það er engin lausn að gefa öllum frítt í strætó, eins og fulltrúi Frjálslynda flokksins í borgarstjórn er enn einu sinni að leggja til. Það geta verið rök fyrir því að bjóða ákveðnum hópum upp á mikla afslætti eða láta kort í strætó fylgja innritunargjöldum í skóla, eins og gert hefur verið að undanförnu með [...]

15. október, 2008

Kreppu – og heilsuráð

Mikið hjólreiðaátak hefur staðið yfir í Reykjavík allt þetta kjörtímabil. Í Grænu skrefunum segir undir yfirskriftinni Göngum lengra, hjólum meira: „Göngu- og hjólreiðastígurinn frá Ægisíðu upp í Elliðaárdal verður breikkaður, upphitaður og vatnshönum þar fjölgað. Göngu- og hjólreiðastígum verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring … Merkingar göngu- og hjólreiðastíga munu taka mið [...]

13. október, 2008

Þó líði ár …

Í dag er nákvæmlega ár síðan 100 daga meirihlutinn tók við völdum í Reykjavík. Einhverra hluta vegna var lítið um mótmæli vegna „ruglsins í Reykjavík“ á pöllunum þá. Kannski ungir jafnaðarmenn hafi bara verið uppteknir við annað.
100 daga meirihlutinn var aldrei góður. Það voru mikil mistök hjá þeim að setja ekki einu sinni niður grófa [...]

12. október, 2008

Tvær spurningar

Vafalaust eru til einföld svör við þessum spurningum. Ég hef bara ekki heyrt þau.
1. Það er búið að klifa á því að Ísland hafi ekki ráðið við svona stórt bankakerfi af því við séum með svo lítinn og veikan gjaldmiðil. Sviss er líka með bankakerfi sem er miklu stærra en ríkið og þeir eru líka [...]