24. september, 2009

Áskrifandi að Morgunblaðinu

Ég var að gerast áskrifandi að Morgunblaðinu eftir langt hlé. Stúlkan á símanum sagði mér að flesta daga væru uppsagnir og nýjar áskriftir á pari, en eftir að tilkynnt var um nýjan ritstjóra væru nýjar áskriftir töluvert fleiri en uppsagnir. Ég er ekki hissa á því.

Það hefur verið mér nokkur ráðgáta hvers vegna samfylkingarfólk og aðrir sem stýrt hafa umræðunni í þjóðfélaginu síðustu misserin hafa brugðist jafn hart við og raun ber vitni á síðustu dögum. Þetta fólk hefur satt best að segja hrokkið af hjörunum yfir fréttum af ritstjóraskiptunum. Kjörinn fulltrúi Samfylkingarinnar sagði til dæmis að þetta væri líkt og að Hitler hefði verið gerður að ritstjóra Der Spiegel eftir stríð. Andstaðan við ráðninguna er þó jafnan sett fram sem umhyggjusemi fyrir Morgunblaðinu eða jafnvel forystu Sjálfstæðisflokksins. Fólk sem ver dögum sínum í að atyrða Morgunblaðið og tilkynnir reglulega að nú hafi það fengið nóg og sagt upp Mogganum, þykist mjög áhyggjufullt yfir því að ráðning ritstjóra geti skaðað blaðið, og muni það segja því upp. Sama fólk hefur þungar áhyggjur af forystu Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að vera í öðrum flokkum. Þessi umhyggjusemi er ekki sannfærandi. Sama fólk myndi fagna óförum bæði blaðsins og flokksins. Áhyggjurnar stafa því af einhverju öðru og eru nógu miklar til að kalla fram þessar sterku tilfinningar. Ég man ekki til þess að viðbrögð þessa fólks hafi verið svona þegar Þorsteinn Pálsson var ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins eða þegar þingmaðurinn Össur Skarphéðinsson var ráðinn ritstjóri DV.

Það er ótvíræður kostur við hinn nýja ritstjóra að allir vita hvar þeir hafa hann. Skoðanir Davíðs eru ekki skoðanir þröngs hóps, eins og nú er reynt að spinna. Hafi einhver verið snjall í að skynja þjóðarsálina á undanförnum árum, er það Davíð Oddsson. Ég vona að sá hæfileiki og trú hans á íslensku þjóðinni muni skila okkur áskrifendum öflugu blaði sem segir satt og leggur gott til mála.

22. september, 2009

Borgir Byrne og Bjarka

Umræða um borgir og skynsamlega nýtingu þeirra hefur sjaldan verið meiri en um þessar mundir. Margt kemur til. Kreppan hefur vakið fólk til vitundar um að vont skipulag kostar borgarana mikla peninga, aðallega vegna samgangna. Nýleg könnun í Reykjavík sýndi að þúsundir Reykvíkinga voru nálægt 20 mínútum á leiðinni í vinnuna og annað eins á [...]

19. september, 2009

Viðtal í Fréttablaðinu

Fréttablaðið birtir í dag viðtal við mig, þar sem ég er spurður út í mína sýn á borgarmálefni. Þeir sem hafa áhuga á henni geta lesið viðtalið hér. Svona viðtal gefur auðvitað aldrei fullkomna mynd af skoðunum viðmælendans, en ég held að margt af því sem ég legg áherslu á komist ágætlega til skila.

11. júní, 2009

Hvað þéna þingmenn?

Eftir hneykslið vegna framtalins „kostnaðar“ bresku þingmannanna hefur verið talsverð umræða um það í Bretlandi og víðar hversu há laun skattgreiðendur ættu að borga þingmönnum sínum. Laun þingmanna eru mjög misjöfn eftir löndum, og ábyrgð þeirra einnig. Ég rakst á þessa einföldu framsetningu á launum þingmanna hinna ýmsu ríkja. Ég hef ekki sannreynt upplýsingarnar sem [...]

10. júní, 2009

Ljós í myrkrinu?

Kreppur breyta heiminum. Mjög ólíklegt er að vesturlönd muni á næstu árum byggja upp samfélag eins og það sem var á fyrstu árum 21. aldarinnar. Vonandi skila kreppuárin okkur heilbrigðu, umburðarlyndu og frjálsu samfélagi. Ég vona líka að mikilvæg mál eins og sjálfbærir lifnaðarhættir fái meiri athygli en áður og ýmislegt bendir til að svo [...]

29. maí, 2009

Göngugötur í miðbænum

Þegar Austurstræti var gert að umferðargötu með bílastæðum, var það vegna óska frá kaupmönnum í götunni. Þeir voru þá nokkuð margir. Í fljótu bragði man ég eftir framköllunarstofunni á horninu, Karnabæ, plötubúðinni (sem Steinar rak einhverntíma), þarna var hárgreiðslustofa, Sigfús Eymundsson og Reykjavíkurapótek. Aðeins Eymundsson er eftir. Annað húsnæði hefur verið tekið undir skemmtistaði sem [...]

27. maí, 2009

Borgir og kreppur

Eins og fyrri kreppur hófst þessi kreppa í borgum heimsins. Fjármálamiðstöðvarnar eru þar, þar lifa menn hátt og blása bólurnar upp. En eins ósanngjarnt og það kann að hljóma, eru það sjaldnast þessar sömu borgir sem verst koma út úr kreppum. New York og Lundúnir styrktu stöðu sína í kreppunni miklu við upphaf þessarar aldar, [...]

24. maí, 2009

Mæling herbergjanna

Fólk út um allan bæ veit ekki hvort það á að hlæja eða gráta yfir fréttunum af því að Samfylkingin hafi látið starfsmenn Alþingis ná í málband og mæla þingflokksherbergin til að athuga hvaða herbergi væri stærst, því þar ætlaði Samfylkingin að vera. Þetta er eitthvað einkennilegt bland af minnimáttarkennd og mikilmennskuæði. Flokkurinn sem segist [...]

20. maí, 2009

Græn skref 2,0

Á fundi borgarstjórnar í gær var samþykkt framhald Grænna skrefa í Reykjavík. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis og samgönguráðs mælti fyrir nýju skrefunum sem miða að því að gera borgina enn grænni og fallegri, gera fólki auðveldara að nota rafmagns- eða twinbíla, fjölga forgangsakreinum Strætó og auka endurvinnslu, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er [...]

17. maí, 2009

2. sætið í 2. sinn

Jóhanna Guðrún stóð sig framúrskarandi vel á sviðinu í Moskvu í gær og ég sendi henni og öðrum aðstandendum lagsins mínar bestu hamingjuóskir með árangurinn. Breski þulurinn, Graham Norton, var mjög hrifinn af laginu og hrósaði Jóhönnu Guðrúnu. Hann sagði hinsvegar að vegna bankahrunsins hefði íslenska þjóðin ekki haft efni á að kaupa handa henni [...]