20. desember, 2010

Það sem borgarbúar vilja

Capacent spurði borgarbúa í október síðastliðnum hvaða þjónustu Reykjavíkurborg þyrfti helst að bæta. Það einstaka atriði sem flestir Reykvíkingar nefndu var að það þyrfti að bæta almenningssamgöngur, tæp 16%.

Ég hef ekki séð neina umfjöllun um þessar merkilegu niðurstöður. Meira en þúsund Reykvíkingar voru í úrtakinu og 77% svöruðu. Númer tvö á listanum yfir þjónustu sem Reykjavíkurborg þyrfti helst að bæta var þjónusta við eldri borgara. Númer þrjú var svo: „Göngu-/hjólastígar/stuðningur við bíllausan lífsstíl“. Tæp 13% nefndu að það væri sú þjónusta sem helst þyrfti að bæta.

Það eru þess vegna heldur kaldar kveðjur sem meirihlutinn í Reykjavík sendir borgarbúum með því að skera niður þjónustu Strætó, eins og sagt hefur verið frá í fréttum. Hækkun á fargjöldum og lélegri þjónusta er það sem borgarbúar fá, jafnvel þótt þeir séu á sama tíma látnir borga meira í sameiginlega sjóði Reykjavíkur. Þessi sami meirihluti lofaði því í málefnasamningi að ‘efla almenningssamgöngur og auka tíðni.’

Í kosningaloforðum Samfylkingarinnar í vor sagði:

Strætó á 10 mínútna fresti. Strætisvagnar eiga að ganga á 10 mínútna fresti á álagstímum. Þeir ganga alla daga ársins.

Ekkert hefur verið gert til að uppfylla þessi loforð, heldur eru framlög til Strætó verulega skorin niður í fyrstu fjárhagsáætlun þessa sama flokks. Krafan um að Strætó gangi alla daga ársins virðist líka hafa verið sett fram án mikillar alvöru. Þeir fáu dagar sem akstur hefur verið felldur niður, eru áfram strætólausir, þótt Samfylkingin hafi komist til valda. Af heimasíðu Strætó:

Akstur jól og áramót
Þorláksmessa, hefðbundin áætlun
Aðfangadagur, akstur hættir um 14:00
Jóladagur, enginn akstur
Annar í jólum, sunnudagsáætlun
Gamlársdagur, akstur hættir um 14:00
Nýársdagur, enginn akstur

Síðast þegar Samfylkingin var í meirihluta í Reykjavík, í r-lista brallinu, var stöðugt talað um betri almenningssamgöngur. En mikill munur var á orðum og efndum. Á þeim tíma versnaði nefnilega þjónusta Strætó og farþegum fækkaði sífellt.

Undanfarið hafa hinsvegar vaknað vonir um að þetta væri að breytast. Fleira fólk nýtir sér nú Strætó, þjónustan hefur batnað, með auknum forgangi í umferðinni, góðu viðmóti vagnstjóra, merktum biðskýlum og nemakortum fyrir námsmenn, svo fátt eitt sé nefnt. Borgarbúar átta sig vel á mikilvægi almenningssamgna, líka þeir sem ekki nota þær. Hver og einn fullur Strætó í morgunumferðinni, er í raun að fækka bílum á götunni um 60-70, ef miðað er við að notendur hans væru ella akandi. Það er auðvelt að sjá fyrir sér hversu slæmt ástandið væri á götunum ef Strætó nyti ekki við.

En einmitt þegar jákvæð teikn virðast á lofti, ákveður meirihlutinn í Reykjavík að ganga á bak orða sinna, og skerða þjónustu Strætó. Lofaði Samfylkingin líka að svíkja öll loforðin sín?

8. desember, 2010

Offita Íslendinga

Bæði Rúv og Stöð 2 hafa flutt ágætar fréttir af offitu Evrópubúa í dag og í gær. Fréttirnar eru byggðar á nýrri skýrslu frá OECD sem sýnir að offita hefur meira en tvöfaldast í Evrópu og að Íslendingar eru í hópi feitustu þjóða.
1. Bretland 24,5% offita meðal fullorðinna
2. Írland 23%
3. Malta 22,3%
4. Ísland 20,1%
Þetta eru [...]

6. október, 2010

Borgin mynduð

Þessi grein birtist í nýja blaðinu Fréttatímanum um síðustu helgi. Myndinni fylgdi plakatið sem ég hef birt hér á síðunni:

Borgin mynduð
Í sumar komu 100 Reykvíkingar saman til að gera tilraun, undir yfirskriftinni Myndum borg. Teknar voru ljósmyndir af þremur mismunandi útgáfum af Reykjavík: Bílaborginni, hjólaborginni og strætóborginni. Myndirnar sýna hvernig venjuleg gata í Reykjavík liti [...]

27. september, 2010

Útgjöld heimilanna

Útgjöld heimilanna eru meira áberandi nú eftir hrun en áður, sem eðlilegt er. Nýjasta rannsókn Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna var birt á síðasta ári og byggir á stórri rannsókn sem gerð var á árunum 2006 til 2008.
Stærstu útgjaldaliðir heimilanna samkvæmt þeirri rannsókn eru þessir:
Húsnæði, hiti og rafmagn: 25,9% (hlutfall af öllum neysluútgjöldum heimilisins)
Ferðir og [...]

24. september, 2010

Videóið sem allir eru að tala um

Hér fyrir neðan er myndband sem sýnt var á ráðstefnunni Myndum borg sem ég hef örlítið verið að nefna hér á síðunni í undanförnum færslum. Margir sem sáu það þar, hafa óskað eftir því að myndbandið yrði sett á netið, og hér er það komið. Óskar Þór Axelsson kvikmyndagerðamaður fékk að vera fluga á vegg [...]

22. september, 2010

Myndir! Borg!

Málþingið Myndum borg var haldið í Hafnarhúsinu í Listasafni Reykjavíkur á föstudaginn. Skemmst er frá að segja að málþingið tókst framar öllum vonum. Troðfullt var í salnum, erindin frábær og mikill og góður rómur gerður að plakatinu sem góðir menn höfðu gert fyrir okkur og myndbandi sem sýnt var af uppákomunni 19. júní í sumar, [...]

20. september, 2010

Tillaga verður að veruleika

Á laugardaginn var formlega tekin í notkun ný hjólavefsjá fyrir Reykjavík, http://www.hjolavefsja.is. Eins og lesendur síðunnar muna fluttum við fulltrúar D lista í umhverfis- og samgönguráði tillöguna fyrir nokkrum vikum. Hún var að lokum samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, og með góðri samvinnu okkar og meirihlutans hefur nú tekist að opna flotta hjólavefsjá. Ég skora [...]

17. september, 2010

Í dag kl. 15:00!

Ráðstefnan Myndum borg verður haldin í dag kl. 15-17 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Þeir sem tala eru:
Jón Gnarr borgarstjóri
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi
Sigrún Helga Lund, stofnandi Samtaka um bíllausan lífsstíl
Ólafur Mathiesen, arkitekt hjá Glámu Kím
Bergur Ebbi Benediktsson, skáld og lögfræðingur
Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs
Samtök um bíllausan lífsstíl halda ráðstefnuna, en til grundvallar liggja myndirnar þrjár [...]

16. september, 2010

Frábært myndband

Hér er myndband sem nokkrir Bandaríkjamenn gerðu um Kaupmannahöfn þegar þeir voru á ráðstefnu um hjólreiðar þar í sumar. Ég veit að einhverjir íslenskir hjólreiðamenn voru á þessari ráðstefnu, en ég held að enginn hafi farið frá Reykjavíkurborg. Það er eiginlega fyndið hvað kanarnir eru stóreygir yfir því hvað Kaupmannahafnarbúar hjóla mikið og hvað þetta [...]

14. september, 2010

Tré og borg og logn

Þetta er kannski dálítið þráhyggjukennt hjá mér með trén og borgina (sjá undanfarnar færslur), en þessi mynd rak á fjörur mínar og lýsir á skemmtilegan (og auðvitað ýktan, einsog margt sem er skemmtilegt) hátt stöðu trjáa í borgum. Ég veit því miður ekki hver uppruni myndarinnar er.

Í Reykjavík eigum við auðvitað mikið af opnum svæðum, [...]