14. september, 2010

Nágrannaerjur um tré

Lesandi síðunnar benti mér á þessa frétt af The Guardian í kjölfar skrifa minna um borgartré. Hér er um að ræða ansi þrjóskan mann í Plymouth, sem hefur staðið deilum við nágranna sína árum saman. Nú er það þetta tré sem veldur deilum, kannski engin furða:

Nágrannaerjur vegna trjáa koma raunar mjög reglulega upp í Reykjavík líka, og eru jafnan mjög erfiðar. Hvor á réttinn: Sá sem gróðursetti tré í garðinum sínum fyrir 20 árum, eða granni hans sem nú sér ekki sólina fyrir trénu (í bókstaflegri merkingu).

Sigurður Helgi Guðjónsson formaður Húseigendafélagsins sagði í viðtali við Pressuna í sumar að tré valdi oft nágrannaerjum:

„Tilfinningar eru oft bundnar við aspir og þær gera fólk einna vitlausast og svipt það skynseminni. Aspamál hafa til dæmis verið mjög algeng í sumar, af þeim stafar bæði skuggi og bílarisp. Fólk elskar aspirnar og elskar þær jafnvel meira en maka sína og börn. Þær leysa þannig úr læðingi miklar tilfinningar.“

Borgin verður auðvitað að fara varlega þegar hún plantar trjám á opin svæði, og tryggja að þau gangi ekki á rétt nágranna sem hafa fjárfest í húseignum, meðal annars vegna sólríkra garða.

13. september, 2010

Borgartré

Ég sá í blöðunum í morgun að fólk er að velja tré ársins útum allt land. Þegar ég gúglaði sá ég að Skógræktarfélag ríkisins hefur tvisvar sæmt reykvískt tré þessum titli: Álminn á Túngötu 6 árið 1999 (hann sést varla lengur fyrir hótelinu á horni Túngötu og Aðalstrætis, en stendur glæsilegur þar fyrir aftan) og [...]

10. september, 2010

Nefndi einhver þéttingu byggðar?

Ljósmyndarinn Michael Wolf er einn af fjölmörgum listamönnum sem hefur borgina að viðfangsefni. Tvö verkefni hans hafa vakið sérstaka athygli mína að undanförnu, sem bæði tengjast háhýsum. Fyrra verkefnið heitir The architecture of density eða Þéttbýlis-arkitektúr, en þar tók Wolf myndir af fjölbýlishúsum í Hong Kong. Í stað þess að láta turnana bera við himinn, [...]

8. september, 2010

Af ávöxtunum …

Ég hef verið að dunda mér við að taka myndir af nytjatrjám í Reykjavík þegar þau hafa orðið á vegi mínum að undanförnu. Augu mín hafa opnast fyrir því hvað flóran í borginni er fjölbreytileg, en svo skilst mér líka að með betra veðurfari og fleira áhugasömu garðyrkjufólki, hafi ávaxtatrjám og öðrum nytjaplöntum verið að [...]

7. september, 2010

Meiri hækkanir hjá OR?

Það vakti athygli á borgarstjórnarfundi í dag, að formaður borgarráðs Dagur B. Eggertsson tilkynnti að þrátt fyrir miklar hækkanir á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur á dögunum „getur vel verið að það þurfi að taka dýpra í árina strax á næsta ári, bæði hvað varðar hagræðingu og niðurskurð og gjaldskrárhækkanir.“
Þetta eru talsverð tíðindi því hækkun upp á [...]

6. september, 2010

Banksy opnar sig (aðeins)

Banksy er einn áhugaverðasti myndlistamaður samtímans. Ef menn vilja vera þröngsýnir kalla þeir hann veggjakrotara, en flestir sjá að verk hans eru miklu meira en það. Enda er það staðreynd að fáir myndu í dag mála yfir Banksy verk ef það birtist einn góðan veðurdag á vegg í þeirra eigu. (Ég hef áður skrifað um [...]

2. september, 2010

Næstum því reykvískur samgönguráðherra

Í örskotsstund hélt ég að þau tímamót hefðu orðið í íslenskri pólitík, að samgönguráðherra kæmi úr höfuðborginni, þar sem þriðjungur þjóðarinnar býr. En svo mundi ég að Ögmundur hafði fært sig í kragann.
Góðu fréttirnar eru auðvitað að kraginn er á höfuðborgarsvæðinu, þar sem um 70% landsmanna búa, en það er ansi fátítt að samgönguráðherrar komi [...]

2. september, 2010

Vesturbæingar athugið!

Í dag fimmtudaginn 2. september, mun hverfisráð Vesturbæjar halda fund um opnu svæðin á Högunum. Fundurinn fer þannig fram að hverfisráðið mun ganga á milli skilgreindra leiksvæða samkvæmt auglýstri dagskrá, og hitta íbúa í nærliggjandi húsum sem vafalaust hafa einhverjar ábendingar og hugmyndir um notkun þessara svæða.
Ólafur Mathiesen arkitekt hjá Glámu-Kím mun ganga með okkur [...]

1. september, 2010

Tvær tillögur samþykktar

Á fundi umhverfis- og samgönguráðs í gær voru tvær tillögur okkar Sjálfstæðismanna samþykktar.
Sú fyrri var um hjólavefsjá, en talsvert var fjallað um þá tillögu þegar við lögðum hana fram á sínum tíma. (Vísir hér og mbl hér). Þá frestaði meirihlutinn afgreiðslu tillögunnar, en samþykkti hana svo í gær. Tillagan hljómar svona:
„Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og [...]

27. ágúst, 2010

Hjóla Paul