15. desember, 2011

Skóginum í Öskjuhlíð bjargað

Í umhverfis- og samgönguráði í dag var ákveðið að verða ekki við kröfu Isavia (sem rekur m.a. Reykjavíkurflugvöll) um að fella stóran hluta elsta skógarins í Öskjuhlíð. Á síðasta fundi ráðsins var málinu frestað að ósk okkar Árna Helgasonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Við lögðumst gegn því að trén yrðu felld (eins og kom fram í fjölmiðlum), og óskuðum umsagnar Skógræktarfélags Reykjavíkur. Umsögn þeirra barst á fundinn í dag og þar segir meðal annars: „Ekki fer á milli mála að um verulega spillingu á útivistarskóginum í Öskjuhlíð verður að ræða ef fyrirætlanir Isavia ná fram að ganga.“ Og einnig:

Skógræktarfélag Reykjavíkur leggst alfarið gegn þeirri umfangsmiklu trjáeyðingu sem í uppsiglingu er í Öskjuhlíð. Það tekur trjáplöntur hálfa öld að ná þeirri hæð sem trén í Öskjuhlíð hafa náð.

Í umsögninni er líka bent á að Öskjuhlíðin er fjölsóttasta útivistarsvæði landsins samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir nokkrum árum. Þar hefur verið ræktaður skógur síðan um 1950, en þau tré sem Isavia vildi nú fella eru einmitt í þessum elsta hluta.

Það er erfitt að verðmeta tré, en það hefur þó verið gert víða um heim og er í auknum mæli gert hér á landi. Þessa dagana er til dæmis verið að verðmeta Heiðmörkina í mjög spennandi verkefni hjá Háskóla Íslands. Einnig má nefna að aðeins örfá er eru síðan 500 tré í Þjóðhátíðarlundinum frá 1974 voru felld í leyfisleysi og þegar málið var kært komst Hæstiréttur að því að tjónið mætti meta á 20 milljónir. Í ljósi þess að sá skógur var miklu yngri en skógurinn í Öskjuhlíð og í ljósi fjölda trjáa og vinsælda Öskjuhlíðar, hélt ég því fram í útvarpinu að Öskjuhlíðina mætti hæglega verðmeta á tugi milljóna.

Ég fagna því þess vegna mjög að umhverfis- og samgönguráð hafi sameinast um að afgreiða erindi Isavia með eftirfarandi hætti: „Eftir að hafa farið yfir þau gögn sem borist hafa getur Umhverfis- og samgönguráð ekki orðið við beiðni Isavia um fellingu trjáa í Öskjuhlíð.“ (Vinstri græn tóku að vísu ekki þátt í bókuninni og vildu fresta málinu).

20. október, 2011

Hofsvallagata – í kvöld

Í kvöld verðu haldinn íbúafundur um Hofsvallagötuna. Hverfisráð Vesturbæjar stendur fyrir fundinum, en ég er formaður þess ráðs. Ég held að þetta verði stórgóður fundur, en hann markar upphafið að samráðsferli um hönnun götunnar sem ég er viss um að mun nýtast í öðrum hverfum borgarinnar. Það eru nefnilega ‘Hofsvallagötur’ víða í borginni. Götur sem [...]

11. september, 2011

Ólympíuleikar í Reykjavík

Það er því miður ákaflega ólíklegt að Ólympíuleikar verði nokkurn tíma haldnir í Reykjavík. Minnsta borg sem haldið hefur sumarólympíuleika var St. Louis í Bandaríkjunum, sem hélt þá árið 1904 en þá bjuggu um 600 þúsund manns í borginni.
En menn skyldu aldrei láta staðreyndir stöðva skemmtilegar hugmyndir og drauma. Nú hefur ungur iðnhönnuður í Bandaríkjunum [...]

29. júní, 2011

Hjólafólk líka svikið

Mörgum er í fersku minni hvernig meirihlutinn í Reykjavík skerti þjónustu strætó verulega síðastliðinn vetur, þrátt fyrir áform um að „auka og bæta leiðarkerfi Strætó“.

Í sömu samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar var því einnig lofað að hjólreiðafólk myndi njóta forgangs í umerðinni. Eðlilegt var að þetta skyldi sett inn í samstarfssamninginn, enda hafði Samfylkingin þá [...]

1. júní, 2011

15 metra regla

Á fundi umhverfis- og samgönguráðs í gær lögðum við fulltrúar D-lista fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði telja að hverfa eigi frá innleiðingu svokallaðrar 15-metra reglu að svo komnu máli.
Hugmyndafræðin á bak við regluna er skiljanleg og jákvætt er að leitað skuli leiða til að sorphirða standi undir sér á sanngjarnan hátt. [...]

25. maí, 2011

Göngugata á Laugavegi

Það er verið að hugsa um að gera Laugaveginn að göngugötu í nokkrar vikur í sumar, á milli Vitastígs og Skólavörðustígs. Í gær þegar ég hjólaði Laugaveginn tók ég videó af þessum kafla. Meðal annars til þess að ég og aðrir gætum séð hvað kaflinn er stuttur, og hvaða verslanir og þjónusta er á þessum [...]

12. maí, 2011

Hreinsun

Ég kláraði loksins að lesa bókina Hreinsun eftir Sofi Oksanen. Bókin er hreint frábær og situr enn í mér þótt ég sé kominn langt inn í næstu bók. Sögusviðið er Eistland, bæði á Sovéttímanum og eftir hann. Oksanen lýsir því vel hvernig kúgun fólks (aðallega kvenna) hefur í mörgum tilfellum haldið áfram eftir að sovétið [...]

22. febrúar, 2011

Peningar og fita

Einföld skilaboð og sönn.

14. febrúar, 2011

Metró, sporvagn, strætó?

Morgunblaðið er með ágæta umfjöllun um neðangjarðarjarðarlestir í blaðinu í dag. Eyjan gerði í kjölfarið frétt um málið, sem lesa má hér.
Það er fagnaðarefni að í Háskól Íslands sé fólk að velta þessum hlutum fyrir sér, eins og fram kemur í fréttinni. Mér finnst Háskóli Íslands leggja furðu lítið af mörkum til borgarsamfélagsins, sem hann [...]

8. febrúar, 2011

Neysluviðmið

Það er ekki annað hægt en að taka undir með Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ, að neysluviðmiðin sem Velferðarráðuneytið kynnti í gær valda vonbrigðum. Það er ekki með góðu móti hægt að vita hvort þetta eru rauntölur um neyslu (sem væru þá gamlar fréttir, enda birti Hagstofan slíkar upplýsingar fyrir meira en ári) eða hvort í [...]