19. desember, 2012

Ný könnun um borgina

Ég fékk í gær nýja könnun Capacent á þjónustu Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga. Könnunin var gerð í október og nóvember 2012 og niðurstöðurnar eru athyglisverðar.

Grunnskólabörnum sem fara fótgangandi í skólann hefur fjölgað verulega, og börn sem keyrð eru í skóla hafa aldrei verið færri. Í nóvember 2009 var 26,6% barna ekið í skólann, en 19,8% nú í haust. Þetta eru fréttir fyrir lýðheilsu borgarbúa.

Flest börn ganga í skólann í Grafarvogi/Kjalarnesi (þessi hverfi eru tekin saman í könnuninni) og Vesturbæ/Miðbæ (tekin saman); 81-82%. Vel gert hjá þessum hverfum. Hæst hlutfall barna sem keyrð eru í skólann (25%) er í Hlíðum/Laugardal/Háaleiti (tekin saman) en þar ganga 57% barna í skólann.

Þegar skoðað er hvernig við fullorðna fólkið ferðumst til og frá vinnu, sjáum við líka mjög jákvæðar niðurstöður. 64,4% fólks fer eitt í bíl til vinnu sinnar, en þetta hlutfall hefur lækkað úr 75,3% árið 2008. Mest munar um fjölgun þeirra sem fara í strætó og þeirra sem fara hjólandi. Rétt er að vekja athygli á því að könnunin er gerð í október og nóvember. Tala gangandi og hjólandi er vafalítið umtalsvert hærri í maí og fram í september. Við munum líka eftir gjörningaveðrinu sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið á meðan þessi könnun var í gangi, í byrjun nóvember. Þá stóð Airwaves yfir og fréttastofa Baggalúts varaði við fjúkandi hipsterum í miðbæ Reykjavíkur. Það var ekki góður hjóladagur.

Eins og dyggir lesendur þessarar síðu vita, hef ég lengi talað fyrir því að fráleitt sé að ætla að segja fólki sem þegar er búið að koma sér fyrir á góðum stað í úthverfi, að breyta samgönguháttum sínum. Meirihluta ævi minnar hef ég búið í úthverfi og átta mig vel á því. Einhverjir munu skipta yfir á hjól eða í strætó, af því þeim finnst það gott eða skynsamlegt, en samgöngumynstrið breytist ekki verulega hjá einstaka hverfum. En til þess að breyta samgöngumynstri Reykvíkinga í heild, þurfum við að fjölga þeim sem búa á stöðum þar sem auðveldara er að skipta um samgönguhætti. 49% íbúa í vestur- og miðbæ fara einir í bíl á leið til vinnu en 83% þeirra sem búa í Grafarvogi/Kjalarnesi. Ef vesturbæingur sem labbar í vinnuna flytur upp í Grafarvog, er mjög ólíklegt að hann haldi áfram að labba í vinnuna. Til þess að fylla ekki allar umferðaræðar enn frekar en orðið er, eigum við að hætta að byggja ný hverfi utan við Grafarvog, Grafarholt og Norðlingaholt.

Að lokum birti ég listann yfir það sem Reykvíkingar vilja helst bæta í borginni: „Hvaða þjónustu telur þú að Reykjavík þurfi helst að bæta?“:

Þriðja árið í röð eru almenningssamgöngur það sem flestir nefna, og aldrei hafa fleiri nefnt þær en einmitt í ár. Þegar við bætist að í öðru sæti eru samgöngumál og í 5. sæti göngu-/hjólastígar og stuðningur við bíllausan lífsstíl, er nokkuð ljóst hvað borgarbúar eru að biðja um. Við þurfum að hjálpa fólki að komast leiðar sinnar á þann hátt sem það helst vill, en á því hafa verið miklar vanefndir undanfarna áratugi. Með hjólaáætluninni Hjólaborginni Reykjavík, góðum stuðningi við Strætó og nýrri hugsun í skipulagsmálum getum við gert Reykjavík að algjörri fyrirmyndarborg á heimsvísu þegar kemur að samgöngumálum. Undanfarna áratugi hefur bílnum verið þjónað ákaflega vel í Reykjavík, á kostnað annarra samgöngumáta. Borgarbúar eru nú að biðja um meira jafnræði í þessum efnum.

14. desember, 2012

Hatur

Einstaka fólk sem er virkt í athugasemdum skellir því blákalt fram í umræðum á netinu að ég „hati“ landsbyggðina af því ég vilji frekar byggð í Vatnsmýri en flugvöll. Ég verð að játa að mér finnst það frekar leiðinlegur sleggjudómur, því ég hata landsbyggðina ekki neitt. Þvert á móti líkar mér fremur vel við hana. [...]

13. desember, 2012

ÁTVR og kaupmaðurinn á horninu

ÁTVR lokaði nýlega ágætri verslun sinni í Grafarvogi. Það gefur tilefni til vangaveltna um hlutverk ríkisins í sjálfbærni hverfa.
Íslendingar eyða á bilinu 3-5% einkaneyslu sinnar í áfengi og tóbak. Önnur matarinnkaup eru svo 10-12% einkaneyslunnar. Það má því glöggt sjá að ef áfengi væri flokkað sem matvara væru áfengiskaup meðal allra stærstu útgjaldaliða í þeim [...]

11. desember, 2012

Grafarvogur og þjónusta

Það er hárrétt hjá íbúasamtökum Grafarvogs að það er vond þróun fyrir borgina að þjónusta leggist af í hverfum borgarinnar. Fréttablaðið var með frétt um málið um helgina.

Grafarvogurinn er ákaflega vel heppnað úthverfi með framúrskarandi góða hverfisvitund og hverfisverslun. Hverfið er fjölmennara en Akureyri og verslun og þjónusta hefur gengið vel eins og allir sjá [...]

27. nóvember, 2012

Samráð Samfó-style

Metfjöldi athugasemda barst við auglýsingu á nýju deiliskipulagi við Landspítalann við Hringbraut, rúmlega 800. Borgarfulltrúar, og aðallega fulltrúar í skipulagsráði, eru undanfarna daga búnir að vera að fara yfir þessar athugasemdir. Samfylkingin hlýtur að fara yfir þær með sérstakri athygli, enda sagði hún í kosningaáherslum sínum fyrir síðustu kosningar:
Samfylkingin vill efla íbúalýðræði. Með því að [...]

26. nóvember, 2012

30-40 mínútur

Hvernig gengur það upp að þeir sem vilja flugvöll í Vatnsmýri telja í lagi að þúsundir Reykvíkinga keyri í 30-40 mínútur á dag til og frá vinnu, en finnist of mikið að farþegar í innanlandsflugi keyri í 30-40 mínútur í þetta eina skipti á ári sem þeir fara í innanlandsflug?

21. nóvember, 2012

Svona fólk vil ég á þing

Nú styttist í prófkjörið hjá okkur Sjálfstæðismönnum í Reykjavík. Ég hef verið að pæla í því hverja ég ætla að kjósa, og margir góðir eru í boði. Það skiptir máli að gott fólk skipi þennan lista og leiði uppbyggingu landsins eftir bankahrun og vonda vinstristjórn. Ég ákvað að leggja línurnar fyrir sjálfan mig til að [...]

14. nóvember, 2012

Sjálfhverfan

Síðari grein Sighvats Björgvinssonar um að við hin séum óþolandi sjálfhverf, byrjar á fréttum af því hvað fyrri greinin hans fékk mörg læk á netinu.
ps. orðið „Ég“ kemur fyrir 36 sinnum í greininni í ýmsum föllum.

12. nóvember, 2012

Annað lítið skref (fyrir mannkynið)

Í síðasta pistli sagði ég frá lítilli hugmynd til að gera strætó betri. Hér er önnur sem við Hildur Sverrisdóttir lögðum fram og var líka samþykkt:
Gólfin í biðskýlum Strætó í Reykjavík verði upphituð þar sem því verður við komið. Einnig verði gerð áætlun um upphitun gönguleiða að og frá helstu biðskýlum Strætó.
Með því að hafa [...]

9. nóvember, 2012

Hænuskref að betri strætó

Stundum er borgarkerfið furðulega svifaseint. Jafnvel þegar allir borgarfulltrúar eru sammála. Nokkrir mánuðir eru síðan við Hildur Sverrisdóttir fengum þessa tillögu samþykkta:
Strætóskýli verði merktar þeim leiðum sem stoppa á þeim. Þetta þekkist í erlendum borgum. Hér er mynd sem ég tók á símann minn í Kaupmannahöfn.

Fólk lærir á kerfið, á ferðinni. Sér kannski á útum [...]