31. október, 2012

Um bílastæði

Bílastæði fá sífelt meiri athygli þeirra sem fjalla um borgir og borgaskipulag. Samkvæmt rannsókn sem verkfræðistofan Mannvit gerði fyrir nokkrum árum eru bílastæði á hver 1000 störf í miðborg Reykjavíkur um 800. Sú tala er um 250 í borgum Evrópu og um 500 í Bandaríkjunum. Þetta getur haft veruleg áhrif á þróun borga. Hér á landi eru stæðin rekin af hinu opinbera og standa engan vegin undir sér. Það er því um verulega niðurgreiðslu að ræða á bílastæðum, og flest bílastæðahús Bílastæðasjóðs eru rekin með tapi. Það er pólitísk ákvörðun að taka á þessu máli og athyglisvert er að oft eru það mestu hægrimennirnir sem vilja halda þessari niðurgreiðslu hins opinbera áfram. Ég held að það sé röng stefna og tel að þeir sem nota stæðin eigi að borga fyrir þau, ekki einhverjir aðrir.

Nokkrar bækur hafa komið út á undanförnum misserum sem hafa gert bílastæði að lykilþætti í því hvernig borgir þróast. Nefna má þessar hérna bækur:

Traffic: Why W Drive the Way We Do

Rethinking a Lot

The High Cost of Free Parking

Ég skrifaði aðeins um bókina The High Cost of Free Parking hér.

Svo eru hér tvö myndbönd sem tengjast málefninu. Fyrst er myndband frá San Francisco en yfirvöld þar kynntu nýja bílastæðastefnu fyrir nokkrum árum. Þau tóku í raun upp sjónarmið Shoups um að verð á bílastæðum ætti að fara eftir eftirspurninni:

SFpark Overview from SFpark on Vimeo.

Hitt myndbandið er frá Stokkhólmi, og þarfnast engrar kynningar:

Residential parking from LX3 Wildlife Photography Society on Vimeo.

31. ágúst, 2012

Landspítalinn

Þrennt sem er mikilvægt að sé á hreinu í umræðunni um Landspítalann:
* Landspítalinn þarf að fá nýja byggingu og á að fá hana.
* Deiliskipulagið sem nú er í kynningu er hinsvegar fráleitt.
* Eina vitið er að byggja fallega nýja álmu norðan gömlu Hringbrautar, eins og ég hef til dæmis fjallað um hér. Þannig höldum við [...]

27. ágúst, 2012

Borgalíf er brunnur dáða

Engin skortur er á ljóðum sem dásama náttúru Íslands. Ljóð um borgarlíf eru færri, enda borgarlíf á Íslandi ungt. Það var því gaman að rekast á ljóð eftir Matthías Jochumsson, sem færir fram hárrétt og nútímaleg rök fyrir þéttingu byggðar. Inntakið er : Það er gott að búa í nábýli við annað fólk. Þéttbýlið eflir [...]

23. ágúst, 2012

Skipulag Reykjavíkur og Vatnsmýrin

Ég skrifaði á dögunum grein í Fréttablaðið, sem var svar við orðum Ögmundar Jónassonar. Í Morgunblaðinu birtist skömmu síðar svargrein við grein minni, frá Leifi Magnússyni (sem Hilmar Þór Björnsson gerði ágæt skil hér á Eyjunni). Ég svaraði Leifi í Morgunblaðinu í dag og sú grein er hér að neðan.

Um árabil hefur verið skýr meirihluti [...]

17. ágúst, 2012

Framtíðarbyggð í Vatnsmýri

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að Vatnsmýrin verði notuð undir flugvöll til frambúðar, frekar en að þar verði blönduð byggð. Honum er auðvitað frjálst að hafa þessa skoðun, en hann viðurkennir jafnframt að það sé Reykjavík sem fari með skipulagsvald á svæðinu og hún „taki því ákvörðun um það sjálf“ hvernig landið sé nýtt. Allt þetta [...]

26. júní, 2012

Samfylking og Besti fella tillögu um endurvinnslu plasts

Eftirfarandi tillögu lögðum við Áslaug Friðriksdóttir fram á fundi umhverfis- og samgönguráðs í dag, 26. júní:
Lagt er til að Reykjavík hefji eins fljótt og auðið er söfnun endurvinnsluefna við heimili, þar á meðal plasti. Tilboða verði leitað í þessa þjónustu, og söfnun geti hafist á haustmánuðum.
Í þessari tillögu felst að heimili í Reykjavík kæmust jafnfætis [...]

14. maí, 2012

Skipulagsmál eru efnahagsmál

Ég hef lengi bent á að gott skipulag getur haft verulega jákvæð áhrif á efnahag fjölskyldnanna í borginni. Ferðatími skiptir þar mestu máli, en þúsundir Reykvíkinga þurfa að ferðast í 30-40 mínútur til og frá vinnu á hverjum degi. Flestar þær ferðir eru farnar í bíl, sem kostar mikla peninga.
Heimilin í borginni eyða meira í [...]

4. maí, 2012

Ósabraut og göngu/hjólabrýr

Í gær voru kynntar sigurtillögur í samkeppni um hönnun á göngu- og hjólabrúm yfir Elliðaárósa. Hlutskörpust var tillaga teiknistofunnar Traðar, en nánar má lesa um þá tillögu og aðrar sem fengu verðlaun hér. Tillaga Traðar gerir ráð fyrir tveimur myndarlegum mannvirkjum, yfir báða strauma Elliðaárinnar við Geirsnef. Þetta sést ágætlega á tölvugerðri mynd:
Þessi göngu- [...]

11. apríl, 2012

Úrbætur við Ánanaust

Nokkur umræða hefur skapast um ofsaakstur í Ánanaustum, Grandatorgi og nágrenni. Sláandi myndband var sett á netið sem sýndi glæfraakstur á þessu svæði, enda aðstæður til hraðaksturs þarna einstaklega góðar.
Þetta er myndbandið:

Og hér er frétt Mbl.is um málið.
Af þessu tilefni fluttum við Hildur Sverrisdóttir tillögu í umhverfis- og samgönguráði í gær sem hljómar svona:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins [...]

4. apríl, 2012

Lausnir á Landspítalalóðinni

Í stað þess að fara af stað með þá ofvöxnu uppbyggingu á Landspítalalóðinni sem meirihluti borgarstjórnar er nú að reyna að keyra í gegn, ættu borgarfulltrúar frekar að horfa til tveggja hugmynda sem hafa verið settar fram á undanförnum árum og henta svæðinu betur.
Eins og fram kom í pistli mínum í gær voru rekstrarráðgjafar og [...]