25. september, 2013

Við erum öll borgarfulltrúar

Sumar ákvarðanir eru þannig að um leið og maður er búinn að taka þær, rennur upp fyrir manni hvað þær eru góðar. Þannig er með ákvörðun sem ég hef verið að brasa með síðustu daga, en er núna búinn að taka.

Ég ætla ekki að fara í prófkjör í Sjálfstæðisflokknum í haust og ég ætla ekki að taka þátt í kosningunum í vor, heldur ætla ég að hætta í borgarstjórn og fara á annan vettvang, sem þó er kannski ekki svo frábrugðinn. Ég mun byrja með nýjan sjónvarpsþátt á Rúv á sunnudagsmorgnum, þar sem uppbyggileg og jákvæð þjóðmálaumræða verður á dagskrá. Ég mun líka fá að gera fleiri skemmtilega þætti þegar fram líða stundir. Ég ætla að lesa og skrifa um borgir og borgarþróun. Svo ætla ég af öllum kröftum að reyna að njóta lífsins betur en ég hef gert að undanförnu.

Það er heilmikið álag að vera í stjórnmálum. Ég hélt alltaf að það hlyti að vera auðveldara ef ég vissi fyrir hvað ég stæði og hefði trú á mínum hugmyndum. Þá þyrfti ég ekki að vakna á hverjum morgni og gá til veðurs, í pólitískum skilningi. En staðreyndin er að sú harða sannfæring sem ég hef fyrir því hvað er rétt að gera í Reykjavík, getur verið til bölvaðra trafala.

Það er leiðinlegt að standa í stöðugum illdeilum, ekki síst við félaga og vini sem mér þykir vænt um. Það var því ekki erfitt að ákveða að stíga til hliðar og leyfa öðrum að eiga sviðið, í bili að minnsta kosti.

Breytingin er samt ekki svo mikil. Ég hef mína sannfæringu og mun halda henni á lofti hér og víðar, örugglega meira og oftar en ég hef gert að undanförnu.  Við eigum þúsundir borgarfulltrúa í öllum hverfum borgarinnar, sem ekki eru í borgarstjórn. Ég ætla að verða einn af þeim.

Þannig að ég lít ekki á þetta sem endi á neinu – heldur gleðilegt upphaf. Ég er ekki að fara neitt. Það er auðvelt að vera í sambandi við mig á Facebook og Twitter, eða vera í þeim góða hópi sem fær tölvupóst frá mér annað slagið. Hlakka til að heyra í ykkur.

30. júlí, 2013

Regnbogadagar

Eftir viku hefjast Hinsegin dagar í Reykjavík. Það er talsvert tilhlökkunarefni og hátíðahöldin ná hámarki með Gay Pride göngunni sem fyrir löngu er orðinn einn stærsti viðburðurinn á hátíðadagatali borgarinnar. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér.
Reyndar er langt síðan Hinsegin dagar fóru að standa fyrir fleira en bara réttindi homma og lesbía. Þeir fagna líka hverskonar [...]

25. júlí, 2013

Dreifð byggð drap Detroit

Fréttirnar af gjaldþroti Detroit borgar komu mörgum á óvart. Ekki þó borgarfræðingum og áhugafólki um borgarmenningu. Hnignun þessarar gömlu og glæsilegu borgar hefur verið rannsökuð og skoðuð frá ótal sjónarhornum og margar rannsóknir hafa verið gerðar á ástæðum fallsins. Eitt af því sem flestir eru sammála um er að borgin hafi gert afdrifarík mistök í [...]

12. júlí, 2013

Landsímareitur, hótel, NASA

Deiliskipulag á hinum svokallaða Landsímareit var samþykkt í skipulagsráði í dag. Allir greiddu atkvæði með því, nema fulltrúi Vinstri grænna. Þegar þetta nýja deiliskipulag tekur gildi, fellur um leið úr gildi deiliskipulagið frá níunda áratuginum, sem er barn síns tíma og ekki gott. Samkvæmt því má til dæmis rífa gömlu húsin við suðurenda Ingólfstorgs. Nýja [...]

8. júlí, 2013

Síldarplanið

Ég var að fá Blað stéttarfélaganna inn um lúguna hjá mér og þar er athyglisverð grein eftir Ásgeir Jónsson hagfræðing og lektor. Þar segir hann meðal annars:
Á fyrri tíð gagnaðist lágt gengi krónunnar helst landsbyggðinni þar sem útflutningsframleiðslan, einkum sjávarútvegur, var staðsett. Að sama skapi vann veik króna gegn höfuðborgarsvæðinu þar sem þjónustugreinarnar voru. Vitaskuld [...]

1. júlí, 2013

Það sem við viljum

Frumskylda stjórnmálamanna er að fylgja sannfæringu sinni. Engu að síður hljóta allir þeir sem starfa í stjórnmálum að hlusta eftir því hver skoðun fólks er á hinum og þessum málum. Þótt kosningar á 4ra ára fresti veiti nokkra leiðsögn um það í hvaða átt við viljum stefna, eru þær ekki mjög nákvæmar um einstök mál.
Þegar [...]

18. júní, 2013

Vandamál borganna leyst á Velo-City

Í síðustu viku var ég á hjólaráðstefnunni Velo-City, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Þátttakendur eru um 1400. Ráðstefnan er haldin árlega, en nú var í fyrsta skipti fulltrúa Reykjavíkur boðið að halda erindi og það kom í minn hlut.
Ég hélt 20 mínútna erindi ásamt tveimur öðrum fyrirlesurum frá borgum sem sýnt hafa [...]

4. júní, 2013

Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur

Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur var samþykkt samhljóða í Borgarstjórn nú síðdegis. Það er mikið ánægjuefni enda markar skipulagið tímamót. Hlustað er á óskir borgarbúa um þéttari byggð, minni bílaumferð, verslun og þjónustu inni í hverfunum, betri strætó, betri aðstæður gangandi og hjólandi og aukið framboð minni íbúða miðsvæðis. Þessar óskir hafa komið fram í fjölda kannana [...]

23. maí, 2013

Ríkisstjórnin er dauð, lengi lifi ríkisstjórnin!

Það sem mér finnst best við nýju ríkisstjórnina er að ráðherrarnir eru allir nýir. Kynslóðin sem nú er smám saman að sópast út af sviðinu var orðin svo vígamóð, heiftúðug og langrækin að það stóð endurreisn Íslands fyrir þrifum. Þetta var áberandi í síðustu ríkisstjórn, þar sem ungu ráðherrarnir voru hættir að fela óþol sitt [...]

15. mars, 2013

Misskilningur Ögmundar

Reykjavíkurborg keypti í gær land í Vatnsmýrinni af ríkinu, en á þessu landi er fyrirhugað að reisa íbúðabyggð til að mæta sívaxandi kröfum fólks um fleiri íbúðir miðsvæðis.
Ögmundur Jónasson segir í samtali við Eyjuna „Það fer hins vegar enginn í framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli ef borgaryfirvöld ætla að halda upp á Hólmsheiði með flugvöllinn í allra [...]