6. mars, 2013

Ertu ekki á hjólinu?

Alltaf hressandi að fá þennan ágæta brandara á dögum einsog þessum þegar fárviðri gengur yfir: „Ertu ekki á hjólinu?“. Ég tek því mjög vel og læt öllum finnast eins og þeir séu fyrstir til að fatta þessa hnyttni.

Undirliggjandi er samt kannski alvarlegri misskilningur. Hann er sá við sem berjumst fyrir hjólastígum og betri aðstöðu fyrir þá sem vilja hjóla, viljum í raun að ALLIR hjóli ALLTAF. Það er auðvitað ekki rétt.

Hjólreiðar hafa aukist um 1000% í Reykjavík á síðasta áratug. Um það bil 5% ferða í Reykjavík eru farnar á hjóli. Í drögum að nýju aðalskipulagi er gert ráð fyrir að 8% ferða verði farnar á hjóli árið 2030. Einhver hluti fari í strætó, aðrir gangi en flestir, langflestir, verði áfram á bílum. Markmiðið er að  hlutfall bílferða verði 60% árið 2030, en það er núna rúm 70%. Það gerist fyrst og fremst með því að fjölga íbúðum á svæðum sem eru nálægt atvinnukjörnum. Fólk sem býr á slíkum stöðum þarf sjaldnar að fara á bíl en þeir sem búa lengra frá. Fækkun bílferða verður því ekki vegna þess að íbúar Breiðholts (svo ég taki dæmi af því hverfi sem ég þekki best) muni hætta að keyra og „allir fari að hjóla“ í fárviðri, heldur vegna þess að nýir íbúar Reykjavíkur (25 þúsund manns) munu búa á svæðum þar sem bílferðir eru nú þegar um eða undir 60% ferða. Jafnvel á degi eins og í dag gengur fólk til vinnu, ef það býr nærri vinnustað sínum.

Það væri dæmi um mjög skrýtna borg þar sem allir væru á hjólum á degi eins og þessum. En sem betur fer eru flestir dagar ekki svona og í vetur hefur til dæmis viðrað betur til hjólreiða í Reykjavík en Kaupmannahöfn. Þar, eins og hér, eru hinsvegar dæmi um hreystimenni sem hjóla í öllum veðrum, líka eins og var í dag. Efsta myndin er tekin í Reykjavík í morgun (tek hana af Facebook síðu ‘Claus in Iceland’). Hinar eru útlenskar.

30. janúar, 2013

Milljón á mánuði

Í október í fyrra komu í fyrsta skipti í sögu Strætó bs. meira en milljón farþegar upp í vagnana í einum mánuði. Hér er mynd af þróuninni.

Eftir mörg mögur ár fyrir 2005, þar sem ekki nógu mikið var gert fyrir strætó (og í sumum tilvikum rangir hlutir) hefur uppgangurinn verið mjög mikill. Öfugt við það [...]

28. janúar, 2013

Icesave

Það er nú ansi veikt hjá forsvarsmönnum þessarar ríkisstjórnar að tala um að nú megi alls ekki leita sökudólga. Þetta er sama ríkisstjórn (og þingflokkar) og ákvað einmitt að leita sökudólga eftir bankahrunið og gekk svo langt að kalla saman Landsdóm til að freista þess að fá Geir Haarde dæmdan sem sökudólg hrunsins. Staða Össurar [...]