Ólympíuleikar í Reykjavík

Það er því miður ákaflega ólíklegt að Ólympíuleikar verði nokkurn tíma haldnir í Reykjavík. Minnsta borg sem haldið hefur sumarólympíuleika var St. Louis í Bandaríkjunum, sem hélt þá árið 1904 en þá bjuggu um 600 þúsund manns í borginni.

En menn skyldu aldrei láta staðreyndir stöðva skemmtilegar hugmyndir og drauma. Nú hefur ungur iðnhönnuður í Bandaríkjunum lokið við skólaverkefni sem gekk út á að hanna útlitið á þykjustuboði Reykjavíkur um að halda ólympíuleikana árið 2032.

Verkefnið er stórsniðugt í heild sinni og hægt er að skoða það hér.