Hænuskref að betri strætó

Stundum er borgarkerfið furðulega svifaseint. Jafnvel þegar allir borgarfulltrúar eru sammála. Nokkrir mánuðir eru síðan við Hildur Sverrisdóttir fengum þessa tillögu samþykkta:

Strætóskýli verði merktar þeim leiðum sem stoppa á þeim. Þetta þekkist í erlendum borgum. Hér er mynd sem ég tók á símann minn í Kaupmannahöfn.

Fólk lærir á kerfið, á ferðinni. Sér kannski á útum rúðu fjölskyldubílsins að strætóinn sem stoppar fyrir utan heimili þeirra stoppar líka fyrir utan tómstundir barnanna. Hér er mynd af því hvernig þetta gæti litið út hjá okkur (athugið að myndin er fótósjoppuð og þetta er auðvitað ekki skýlið við Kringluna).

Lítil hugmynd, en margar litlar hugmyndir gera borgina okkar betri.