Um bílastæði

Bílastæði fá sífelt meiri athygli þeirra sem fjalla um borgir og borgaskipulag. Samkvæmt rannsókn sem verkfræðistofan Mannvit gerði fyrir nokkrum árum eru bílastæði á hver 1000 störf í miðborg Reykjavíkur um 800. Sú tala er um 250 í borgum Evrópu og um 500 í Bandaríkjunum. Þetta getur haft veruleg áhrif á þróun borga. Hér á landi eru stæðin rekin af hinu opinbera og standa engan vegin undir sér. Það er því um verulega niðurgreiðslu að ræða á bílastæðum, og flest bílastæðahús Bílastæðasjóðs eru rekin með tapi. Það er pólitísk ákvörðun að taka á þessu máli og athyglisvert er að oft eru það mestu hægrimennirnir sem vilja halda þessari niðurgreiðslu hins opinbera áfram. Ég held að það sé röng stefna og tel að þeir sem nota stæðin eigi að borga fyrir þau, ekki einhverjir aðrir.

Nokkrar bækur hafa komið út á undanförnum misserum sem hafa gert bílastæði að lykilþætti í því hvernig borgir þróast. Nefna má þessar hérna bækur:

Traffic: Why W Drive the Way We Do

Rethinking a Lot

The High Cost of Free Parking

Ég skrifaði aðeins um bókina The High Cost of Free Parking hér.

Svo eru hér tvö myndbönd sem tengjast málefninu. Fyrst er myndband frá San Francisco en yfirvöld þar kynntu nýja bílastæðastefnu fyrir nokkrum árum. Þau tóku í raun upp sjónarmið Shoups um að verð á bílastæðum ætti að fara eftir eftirspurninni:

SFpark Overview from SFpark on Vimeo.

Hitt myndbandið er frá Stokkhólmi, og þarfnast engrar kynningar:

Residential parking from LX3 Wildlife Photography Society on Vimeo.