Fjórir vondir birnir

Fjórir vondir birnir

Markaðir hafa áratugum saman verið kallaðir ýmist Nauta- (bull) eða Bjarna- (bear) markaðir, eftir því hvort línuritin stefna upp eða niður. Kreppan núna er dæmi um slæman bjarnamarkað. Orðabækur geta ekki gefið neina afgerandi skýringu á þessum hugtökum, en „bull market“ hefur verið í Oxford orðabókinni síðan 1891. Sem útilokar kenninguna um að bjarnamarkaður heiti eftir Bjarna Ármannssyni. Sjálfur lagði ég aldrei trúnað á hana.

Línuritið hér til hliðar er mjög upplýsandi. Það ber saman fjóra fræga bjarnamarkaði á þessari öld og þeirri síðustu. Línuritið skýrir sig að mestu sjálf, en það er mjög athyglisvert hvað hrapið er skart frá 10. september 2008. Fyrir áramót var jafnan talað um að kreppan myndi ná hámarki á Íslandi í febrúar eða mars, en það verður að segjast alveg eins og er að menn þurfa að vera ansi bjartsýnir til að telja að bláa línan fari að þokast upp á við á næstu dögum eða vikum.

Smellið á myndina til að skoða stærri útgáfu frá þeim sem gerðu þessi línurit.