Lundúnir, list og saga

Við sem elskum borgir höfum gaman af því að skoða gamlar myndir af þeim og bera saman við nýjar. Venjulega eru þetta fyrir/eftir myndir þar sem ljósmyndarar hafa komið sér fyrir á sama stað og gamlar myndir voru teknar.

Hér eru hinsvegar næsta-stigs útgáfa af þessu. Hér hafa verið teknar Google götumyndir frá Lundúnum og gömlum málverkum af borginni splæst inn í þær. Málverkin eru eftir marga af stóru meisturunum, sem gerir þetta áhugavert fyrir áhugamenn um myndlist líka. Ég birti hérna tvær myndir, en set hlekkinn neðst ef þið viljið skoða allar myndirnar, þar eru líka upplýsingar um málarana og fleira.

Neðst er líka hlekkur á samskonar myndir frá Feneyjum. Í því gamla viðskiptaveldi hefur ótrúlega fátt breyst frá því myndirnar voru málaðar. Njótið!

Takið eftir því hvað göturýmið, sem áður fyrr var lýðræðislegur staður þar sem allir ferðamátar voru jafn réttháir, hefur verið tekið yfir af bílaumferðinni. Boris Johnson borgarstjóri Lundúna og vonarstjarna Íhaldsflokksins, hefur að vísu verið óþreytandi við að vinda ofan af þeim forréttindum sem ökumenn nutu umfram aðra vegfarendur, en eins og hann segir er ennþá langt í land.

Hér eru fleiri myndir frá Lundúnum.

Hér eru myndirnar frá Feneyjum.

Ef þið hafið áhuga á að skrá ykkur á póstlistann minn og fá stutt fréttabréf annað slagið þar sem ég segi frá einhverju sniðugu sem ég hef rekist á, getið þið skráð ykkur hér.