Fjórflokkurinn sígur enn neðar

Ég skrifaði um fylgi fjórflokksins á dögunum og vakti athygli á því að hann hefur aldrei verið óvinsælli en um þessar mundir. Hann var lengst af með í kringum 95% fylgi í Þjóðarpúlsi Gallup, bæði fyrir og eftir hrun. Í lok árs 2010 fór að halla undan fæti hjá fjórflokknum og leiðin hefur legið niður á við síðan. Lægst fór fjórflokkurinn í desember síðastliðnum, en hann mældist þá með samtals 70,1%.

Í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup heldur þessi þróun áfram og flokkarnir sem mynda fjórflokkinn mælast nú með 68,8% fylgi, og hafa aldrei í sögunni verið lægri.

Þetta er í raun algjört hrun í vinsældum fjórflokksins, eins og sést vel á línuriti sem ég gerði og er á Tumblr síðunni minni.

P.s. Ég sendi reglulega stutt fréttabréf með ýmiskonar fréttum af því sem hefur á daga mína drifið, áhugaverðu efni um samfélagsmál eða annað skemmtilegt. Þeir sem vilja skrá sig og fá þessi litlu fréttabréf mín, geta gert það hér.