Gengið og hjólað meira í svölum borgum

Það er kunn staðreynd að Kaupmannahöfn og Amsterdam eru í hópi mestu hjólaborga heims. Báðar borgirnar eru þó fremur norðarlega og bjóða upp á allskonar veður.

Ný könnun frá Bandaríkjunum sýnir að fólk gengur frekar og hjólar í borgum á norðlægum slóðum en suðlægum. Vissulega eru norðurríkin sunnar en Ísland, en í flestum bandarísku borgunum verður þó miklu kaldara á veturna og miklu hlýrra á sumrin en hérna hjá okkur.

Ástæða þess að ég minnist á þetta, er sú að reglulega heyri ég þau rök að veðurfarið geri Reykjavík að slæmri hjólaborg. Það er hin mesta bábilja. Þótt veðrið í Reykjavík geti stundið verið leiðinlegt, eru það fáir dagar á ári og langoftast er stórfínt hjólaveður í borginni.