UM GÍSLA MARTEIN

Gísli Marteinn Baldursson er fæddur í Reykjavík, 26. febrúar 1972, uppalinn í Hólahverfinu í Breiðholti. Gísli er sonur Baldurs Gíslasonar, skólameistara, og Elísabetar J. Sveinbjörnsdóttur, leikskólakennara og lengi forstöðumanns á leikskólanum Hólaborg. Gísli er kvæntur Völu Ágústu Káradóttir íslenskufræðingi og kennara og eiga þau tvær dætur. Fjölskyldan er búsett í Vesturbæ Reykjavíkur.

Námsferill

MSc í Borgarfræðum (MSc in The City) frá Edinborgarháskóla 2009.
BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2008
Dvaldi við háskólann í Tübingen í Þýskalandi í tengslum við ERASMUS stúdentaskiptaverkefnið veturinn 1996-1997.
Stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1992

Starfsferill

Blaðamaður 1995-1996
Starfsmaður flugfélagsins Atlanta 1996
Fréttamaður á Ríkissjónvarpinu 1997-1999.
Umsjónarmaður Kastljóssins 1999-2002.
Umsjónarmaður Laugardagskvölds með Gísla Marteini 2002-2005.
Ritstjóri 40 ára afmælisdagskrár Sjónvarpsins 2005-2006

Ritstörf

Bók aldarinnar ásamt Ólafi Teiti Guðnasyni. Útgefandi: Nýja bókafélagið 1999.
Tiles of Two Cities í Zonzo — exploring the urban fabric (ritstj. Gísli Marteinn Baldursson ofl.). Útgefandi: The University of Edinburgh 2009.

Pólitískur ferill

Á vettvangi Háskóla Íslands
Stjórnarmaður í Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, 1993-1994.
Formaður Vöku 1994-1995.
Í stúdentaráði fyrir Vöku 1994-1996.
Í stjórn stúdentaráðs 1995-1996.

Á vettvangi borgarmála
Varaborgarfulltrúi 2002-2006.
Borgarfulltrúi 2006-
Formaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins 2006-2008, 2009-

Nefndastörf á vegum Reykjavíkurborgar:
Menningar- og ferðamálaráð 2002-2006
Samgöngunefnd 2002-2006
Borgarráð 2006-2008, 2009-
Skipulagsráð 2006-2008
Umhverfis- og samgönguráð, formaður 2006-2008, 2009-
Stjórn Strætó 2007-2008
Stjórn Sorpu bs. 2007-2008
Stjórn Faxaflóahafna 2007-2008.
Formaður stjórnkerfisnefndar 2006-2008, 2009-
Formaður stjórnar útivistarsvæða OR 2009-2010