25. júlí, 2013

Dreifð byggð drap Detroit

Fréttirnar af gjaldþroti Detroit borgar komu mörgum á óvart. Ekki þó borgarfræðingum og áhugafólki um borgarmenningu. Hnignun þessarar gömlu og glæsilegu borgar hefur verið rannsökuð og skoðuð frá ótal sjónarhornum og margar rannsóknir hafa verið gerðar á ástæðum fallsins. Eitt af því sem flestir eru sammála um er að borgin hafi gert afdrifarík mistök í borgarskipulagi sínu.
Hagfræðingurinn Paul Krugman hefur undanfarna daga skrifað um Detroit í New York Times:

Sorgarsaga Detroit er ekki bara um hnignun iðnaðar, hún er um hnignun borgarmenningar. Dreifð byggð drap Detroit því borgin vanrækti borgarumhverfi sem stuðlar að nýsköpun.

Krugman segir að þar sem yfirvöld í Detroit hafi vanrækt miðborgina hafi störfin dreifst um alla borg. Hann segir að Pittsburg, sem lenti í sambærilegum hremmingum og Detroit á níunda áratuginum, hafi staðið kreppuna miklu betur af sér. Meirihluti starfa í Pittsburg sé nálægt miðkjarna, en innan við fjórðungur starfanna í Detroit sé staðsettur þar. Veruleg íbúafækkun varð einnig í miðborg Detroit, en Pittsburg hefur verið að byggjast upp á nýjan leik útfrá gamla miðbænum. Krugman vísar í væntanlega rannsókn þar sem kemur fram að félagslegur hreyfanleiki, þ.e.a.s. möguleiki manna til að færast uppávið í launum og samfélagsstöðu, er meiri í þéttri borgarbyggð en í dreifðri byggð.

20130725-145924.jpg

Saga Detroit er að þessu leyti engan vegin einstök. Fleiri borgir gætu farið sömu leið ef þær gá ekki að sér. Ennþá eru sömu öfl til staðar og leiddu Detroit til glötunar. Ennþá heimta slíkir verktakavinir fleiri úthverfi, dreifðari byggð, fleiri fokdýr og plássfrek umferðarmannvirki, meiri og hraðari bílaumferð sem leiðir af sér meiri mengun, lengri ferðir til og frá vinnu, röskun útivistarsvæða, minni hreyfingu barna og fullorðinna og almennt verra borgarumhverfi. En meira að segja núverandi stjórnvöld í Detroit vita að leiðin fram á við er þéttari borg, minni bílaumferð, styttri vegalengdir, betri útivistarsvæði, bætt lýðheilsa með aukinni hreyfingu í daglegu lífi og kröftugir atvinnukjarnar nærri íbúðarsvæðum.

12. júlí, 2013

Landsímareitur, hótel, NASA

Deiliskipulag á hinum svokallaða Landsímareit var samþykkt í skipulagsráði í dag. Allir greiddu atkvæði með því, nema fulltrúi Vinstri grænna. Þegar þetta nýja deiliskipulag tekur gildi, fellur um leið úr gildi deiliskipulagið frá níunda áratuginum, sem er barn síns tíma og ekki gott. Samkvæmt því má til dæmis rífa gömlu húsin við suðurenda Ingólfstorgs. Nýja [...]

8. júlí, 2013

Síldarplanið

Ég var að fá Blað stéttarfélaganna inn um lúguna hjá mér og þar er athyglisverð grein eftir Ásgeir Jónsson hagfræðing og lektor. Þar segir hann meðal annars:
Á fyrri tíð gagnaðist lágt gengi krónunnar helst landsbyggðinni þar sem útflutningsframleiðslan, einkum sjávarútvegur, var staðsett. Að sama skapi vann veik króna gegn höfuðborgarsvæðinu þar sem þjónustugreinarnar voru. Vitaskuld [...]

1. júlí, 2013

Það sem við viljum

Frumskylda stjórnmálamanna er að fylgja sannfæringu sinni. Engu að síður hljóta allir þeir sem starfa í stjórnmálum að hlusta eftir því hver skoðun fólks er á hinum og þessum málum. Þótt kosningar á 4ra ára fresti veiti nokkra leiðsögn um það í hvaða átt við viljum stefna, eru þær ekki mjög nákvæmar um einstök mál.
Þegar [...]

18. júní, 2013

Vandamál borganna leyst á Velo-City

Í síðustu viku var ég á hjólaráðstefnunni Velo-City, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Þátttakendur eru um 1400. Ráðstefnan er haldin árlega, en nú var í fyrsta skipti fulltrúa Reykjavíkur boðið að halda erindi og það kom í minn hlut.
Ég hélt 20 mínútna erindi ásamt tveimur öðrum fyrirlesurum frá borgum sem sýnt hafa [...]

4. júní, 2013

Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur

Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur var samþykkt samhljóða í Borgarstjórn nú síðdegis. Það er mikið ánægjuefni enda markar skipulagið tímamót. Hlustað er á óskir borgarbúa um þéttari byggð, minni bílaumferð, verslun og þjónustu inni í hverfunum, betri strætó, betri aðstæður gangandi og hjólandi og aukið framboð minni íbúða miðsvæðis. Þessar óskir hafa komið fram í fjölda kannana [...]

23. maí, 2013

Ríkisstjórnin er dauð, lengi lifi ríkisstjórnin!

Það sem mér finnst best við nýju ríkisstjórnina er að ráðherrarnir eru allir nýir. Kynslóðin sem nú er smám saman að sópast út af sviðinu var orðin svo vígamóð, heiftúðug og langrækin að það stóð endurreisn Íslands fyrir þrifum. Þetta var áberandi í síðustu ríkisstjórn, þar sem ungu ráðherrarnir voru hættir að fela óþol sitt [...]

15. mars, 2013

Misskilningur Ögmundar

Reykjavíkurborg keypti í gær land í Vatnsmýrinni af ríkinu, en á þessu landi er fyrirhugað að reisa íbúðabyggð til að mæta sívaxandi kröfum fólks um fleiri íbúðir miðsvæðis.
Ögmundur Jónasson segir í samtali við Eyjuna „Það fer hins vegar enginn í framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli ef borgaryfirvöld ætla að halda upp á Hólmsheiði með flugvöllinn í allra [...]

6. mars, 2013

Ertu ekki á hjólinu?

Alltaf hressandi að fá þennan ágæta brandara á dögum einsog þessum þegar fárviðri gengur yfir: „Ertu ekki á hjólinu?“. Ég tek því mjög vel og læt öllum finnast eins og þeir séu fyrstir til að fatta þessa hnyttni.
Undirliggjandi er samt kannski alvarlegri misskilningur. Hann er sá við sem berjumst fyrir hjólastígum og betri aðstöðu fyrir [...]

30. janúar, 2013

Milljón á mánuði

Í október í fyrra komu í fyrsta skipti í sögu Strætó bs. meira en milljón farþegar upp í vagnana í einum mánuði. Hér er mynd af þróuninni.

Eftir mörg mögur ár fyrir 2005, þar sem ekki nógu mikið var gert fyrir strætó (og í sumum tilvikum rangir hlutir) hefur uppgangurinn verið mjög mikill. Öfugt við það [...]