11. apríl, 2014

Nýi Sjálfstæðisflokkurinn

Kjarninn er að skrifa um væringarnar á hægri vængnum í íslenskri pólitík. Það er allt saman áhugavert og maður verður var við heilmikinn áhuga á þessu nýja framboði – bæði á hægri og vinstri vængnum, þótt ólíkar ástæður liggi að baki þeim áhuga.

Ég held að mesta áhyggjuefnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn sé ekki það að missa ESB-sinnaða kjósendur flokksins yfir til nýs flokks. Þeir eru ekkert það margir. Áhyggjuefnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn er að fólk sem skilgreinir sig til hægri í stjórnmálum muni kjósa nýja-sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir Evrópustefnu hans.

Aðeins 56% þjóðarinnar skilgreinir sig sem „alfarið hlynt/mjög hlynt“ aðild að ESB eða „alfarið andsnúin/mjög andsnúin“ aðild að ESB.[Hér stóð upphaflega 66% sem var klaufavilla]

Hin 44% segjast annað hvort vera „hlutlaus“ eða „frekar hlynt“ eða „frekar andsnúin“ aðild. Þessi tæpi helmingur þjóðarinnar er semsagt ekki mjög harður í afstöðunni til ESB og telur sennilega að aðrir hlutir skipti meira máli. Þar liggja möguleikar nýs flokks á hægri vængnum.

[Ég er með vikulegt fréttabréf, þeir sem vilja skrá sig á það geta gert það hér.]

9. apríl, 2014

Kópavogur og skipulagsmál

Virkilega gaman að þessu Kópavogsmáli. Eina sem ég er óánægður með, er hvað fáir hafa nýtt sér þetta ágæta tækifæri til að ræða það hvort skipulag Kópavogs undanfarin ár og áratugi hafi verið vel heppnað. Það er mjög áhugaverð umræða og gæti verið góð bæði fyrir Kópavog og önnur sveitarfélög. Ég held að þar hefði [...]

13. mars, 2014

Fjórflokkurinn sígur enn neðar

Ég skrifaði um fylgi fjórflokksins á dögunum og vakti athygli á því að hann hefur aldrei verið óvinsælli en um þessar mundir. Hann var lengst af með í kringum 95% fylgi í Þjóðarpúlsi Gallup, bæði fyrir og eftir hrun. Í lok árs 2010 fór að halla undan fæti hjá fjórflokknum og leiðin hefur legið niður [...]

11. mars, 2014

Lundúnir, list og saga

Við sem elskum borgir höfum gaman af því að skoða gamlar myndir af þeim og bera saman við nýjar. Venjulega eru þetta fyrir/eftir myndir þar sem ljósmyndarar hafa komið sér fyrir á sama stað og gamlar myndir voru teknar.
Hér eru hinsvegar næsta-stigs útgáfa af þessu. Hér hafa verið teknar Google götumyndir frá Lundúnum og gömlum [...]

1. mars, 2014

Sigrún, sannfæringin og stjórnarskráin

Það er rétt sem hin ágæta Sigrún Magnúsdóttir segir að þjóðaratkvæðagreiðslur eru oft „ráðgefandi“. Eftir sem áður þurfa stjórnmálamenn að gera það upp við samvisku sína hvernig þeir greiða atkvæði í tilteknu máli á þingi eða í sveitarstjórn. Hægt er ímynda sér þær aðstæður að stjórnmálamaður segi hreinlega fyrirfram að hann muni ekki fara eftir [...]

30. júlí, 2013

Regnbogadagar

Eftir viku hefjast Hinsegin dagar í Reykjavík. Það er talsvert tilhlökkunarefni og hátíðahöldin ná hámarki með Gay Pride göngunni sem fyrir löngu er orðinn einn stærsti viðburðurinn á hátíðadagatali borgarinnar. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér.
Reyndar er langt síðan Hinsegin dagar fóru að standa fyrir fleira en bara réttindi homma og lesbía. Þeir fagna líka hverskonar [...]

8. júlí, 2013

Síldarplanið

Ég var að fá Blað stéttarfélaganna inn um lúguna hjá mér og þar er athyglisverð grein eftir Ásgeir Jónsson hagfræðing og lektor. Þar segir hann meðal annars:
Á fyrri tíð gagnaðist lágt gengi krónunnar helst landsbyggðinni þar sem útflutningsframleiðslan, einkum sjávarútvegur, var staðsett. Að sama skapi vann veik króna gegn höfuðborgarsvæðinu þar sem þjónustugreinarnar voru. Vitaskuld [...]

1. júlí, 2013

Það sem við viljum

Frumskylda stjórnmálamanna er að fylgja sannfæringu sinni. Engu að síður hljóta allir þeir sem starfa í stjórnmálum að hlusta eftir því hver skoðun fólks er á hinum og þessum málum. Þótt kosningar á 4ra ára fresti veiti nokkra leiðsögn um það í hvaða átt við viljum stefna, eru þær ekki mjög nákvæmar um einstök mál.
Þegar [...]

4. júní, 2013

Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur

Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur var samþykkt samhljóða í Borgarstjórn nú síðdegis. Það er mikið ánægjuefni enda markar skipulagið tímamót. Hlustað er á óskir borgarbúa um þéttari byggð, minni bílaumferð, verslun og þjónustu inni í hverfunum, betri strætó, betri aðstæður gangandi og hjólandi og aukið framboð minni íbúða miðsvæðis. Þessar óskir hafa komið fram í fjölda kannana [...]

23. maí, 2013

Ríkisstjórnin er dauð, lengi lifi ríkisstjórnin!

Það sem mér finnst best við nýju ríkisstjórnina er að ráðherrarnir eru allir nýir. Kynslóðin sem nú er smám saman að sópast út af sviðinu var orðin svo vígamóð, heiftúðug og langrækin að það stóð endurreisn Íslands fyrir þrifum. Þetta var áberandi í síðustu ríkisstjórn, þar sem ungu ráðherrarnir voru hættir að fela óþol sitt [...]