7. desember, 2009

Daufur blár punktur

Afi vinar míns var að deyja. Góður maður, afburðamaður í ýmsum skilningi, en aðallega í mínum huga afi vinar míns. Við vorum að velta fyrir okkur lífinu og tilverunni af þessu tilefni og fórum vafalaust með almælt sannindi um mikilvægi þess að njóta lífsins.

Fjölmargir hafa orðað slíka hugsun vel og óþarfi að fara að vitna í það. Mig langar þó til að setja hingað inn þetta stutta myndbrot hér að neðan. Ég hef áður sett þetta á Facebook síðuna mína, og örugglega horft á þetta hundrað sinnum sjálfur. Carl Sagan, sá mikli snillingur, er hér að tala um ‘the pale blue dot’. Daufi punkturinn sá er auðvitað jörðin, og Sagan veltir fyrir sér hversu pínulítil við erum, og hvernig stjörnufræðin sem hann stúderaði getur kennt okkur að vera betri hvert við annað. Hjaðningavíg sem mannkynið hefur stundað í litlum og stórum hornum heimsins verða ósköp fáfengileg og tilgangslaus í þessu samhengi. Þetta er þrjár og hálf mínúta, og það er merki um ranga forgangsröðun að hafa ekki tíma til að horfa!

24. september, 2009

Áskrifandi að Morgunblaðinu

Ég var að gerast áskrifandi að Morgunblaðinu eftir langt hlé. Stúlkan á símanum sagði mér að flesta daga væru uppsagnir og nýjar áskriftir á pari, en eftir að tilkynnt var um nýjan ritstjóra væru nýjar áskriftir töluvert fleiri en uppsagnir. Ég er ekki hissa á því.
Það hefur verið mér nokkur ráðgáta hvers vegna samfylkingarfólk og [...]

19. mars, 2009

Atktívismi í Edinborg

Hverfið sem við fjölskyldan búum í í Edinborg var einu sinni sérstakt bæjarfélag og þrátt fyrir að hafa sameinast borginni fyrir löngu, hefur það haldið sínum bæjarbrag á mjög skemmtilegan hátt. Eitt af því sem fylgir slíkum smábæjum er svokölluð High Street, eða aðalgata. Þar er slátrari, bakarí, rakari, nokkrir pöbbar, bókabúðir og svo framvegis. [...]

9. mars, 2009

Bataóskir til ISG

Það er full ástæða til að senda Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hugheilar óskir um góðan bata. Veikindi hennar eru erfiðari og meiri en flestir gerðu sér grein fyrir í upphafi og ákvörðun hennar um að setja heilsuna í fyrsta sæti er skiljanleg og skynsamleg. Það var líka ljóst að flokksþing og framhald þess hefði orðið erfitt [...]

3. mars, 2009

Flug 1549 til Hudson

Um miðjan janúar þegar kreppan var að skella á flestum af fullum þunga, kom ein góð frétt sem gladdi alla sem sáu. Ótrúlegt snarræði og yfirvegun alþýðuhetjunnar Chesley Sullenberger, flugstjórans í flugi 1549 sem neyddist til að lenda flugvél sinni í Hudson ánni í New York borg. Öllum ber saman um að það gangi kraftaverki [...]

21. febrúar, 2009

Fjórir vondir birnir

Markaðir hafa áratugum saman verið kallaðir ýmist Nauta- (bull) eða Bjarna- (bear) markaðir, eftir því hvort línuritin stefna upp eða niður. Kreppan núna er dæmi um slæman bjarnamarkað. Orðabækur geta ekki gefið neina afgerandi skýringu á þessum hugtökum, en „bull market“ hefur verið í Oxford orðabókinni síðan 1891. Sem útilokar kenninguna um að bjarnamarkaður heiti [...]

14. febrúar, 2009

Skotar deila um íslensku leiðina

Í Telegraph í dag er sagt frá því að Alex Salmond, oddviti skosku heimastjórnarinnar, noti enn hugtakið „hagsældarboginn“ (arc of prosperity) um litlar frjálsar þjóðir á borð við Írland, Ísland og Noreg. Skoski þjóðarflokkurinn undir stjórn Salmonds hefur lengi bent á þessar þjóðir sem fordæmi fyrir Skota, en flokkurinn berst sem kunnugt er fyrir sjálfstæði. [...]

11. febrúar, 2009

Hjálparstarf á erfiðum tímum

Þrátt fyrir að við séum í miðri kreppu, má ekki gleyma því að flestir íbúar heimsins hafa það margfallt verra en við. Langflestir Íslendingar eru aflögufærir um nokkrar krónur til að hjálpa þeir sem búa við ömurlegar aðstæður í fjarlægum löndum. ABC barnahjálp er til fyrirmyndar á öllum sviðum og starfið sem þar hefur verið [...]

5. febrúar, 2009

Stærð bankanna

Skuldir ríkisins er það sem helst mun hamla viðreisn Íslands á næstu árum. Ef lánin frá alþjóðlegum stofnunum verða jafn há og talað hefur verið um, og Icesave reikningar verða borgaðir upp í topp skiptir engu máli hversu snjöll við verðum á næstu árum; okkur verður haldið niðri af þessum skuldum. Mikilvægasta verkefni ráðamanna er [...]

24. desember, 2008

Gleðilega hátíð

Ég óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Ég get ekki sagt neitt fallegra en segir í þessum sálmi, sem Sr. Valdimar Briem orti, og er í uppáhaldi hjá mörgu góðu fólki.
Í dag er glatt í döprum hjörtum, 
því Drottins ljóma jól. 
Í niðamyrkrum nætursvörtum 
upp náðar rennur sól. 
Er vetrar geisar stormur stríður, 
þá stendur hjá oss friðarengill blíður 
og þegar ljósið [...]