14. apríl, 2010

Viltu 20% kauphækkun?

Meðalfjölskylda á Íslandi eyddi á árunum 2005-2007 rúmlega 15% heimilistekna sinna í kaup og rekstur ökutækja. Þetta kom fram í skýrslu frá Hagstofunni í desember. Það hlutfall hefur nánast örugglega hækkað verulega, enda kostar rekstur bíls miklu meira nú en þá (bensínhækkanir, afborgarnir af lánum …) og tekjur heimilanna hafa dregist saman. Varlega áætlað má því búast við að kaup og rekstur ökutækja séu nú að minnsta kosti 20% heimilisútgjalda.

Ég veit um nokkur heimili í borginni sem hafa brugðist við þessu með afar einföldum hætti: Selt bílinn sinn eða tekið hann af númerum og byrjað að ferðast ókeypis. Vitanlega er þetta talsverð breyting á lífsstíl, en sú breyting er að mestu til góðs. Fólk hjólar eða gengur til vinnu, kemur sér við það í betra form og getur sparað sér kostnað við ýmiskonar líkamsrækt. Ný útgjöld koma auðvitað til sögunnar, svo sem strætóferðir við ákveðin tækifæri eða leigubílar. En sá kostnaður er dropi í hafið á móti bílnum.

Reykjavíkurborg á að skipuleggja borgina þannig að sem flestir eigi þennan valkost. Sem flestir búi við helstu æðar almenningssamgangna og séu ekki meira en korter að hjóla til vinnu. Á korterskortinu sem umhverfis- og samgöngusvið hefur gert má sjá hversu langt menn komast með því að hjóla rólega í 15 mínútur.

Tugþúsundir Reykvíkinga geta komist til vinnu sinnar á innan við stundarfjórðungi og hækkað í leiðinni kaupmátt heimilisins um 20% og komið sér í form! Þessum Reykvíkingum eigum við að fjölga með því að þétta byggðina.

26. mars, 2010

Þétting byggðar

Stundum finnst mér eins og hugtakið ‘þétting byggðar’ hafi óþarflega neikvæða ímynd. Of margir halda að þétting byggðar þýði að háhýsi verði skellt niður á græna blettinn fyrir framan hjá þeim. Sú er auðvitað ekki raunin.
Í Reykjavík liggja fyrir nokkur augljós þéttingaverkefni, sem öll felast í að breyta svæðum sem nú eru eingöngu notuð undir [...]

4. janúar, 2010

Framtíðin er í borgum

Jafnvægið á milli borga og sveita breyttist á árinu 2007. Þá gerðist það í fyrsta skipti í mannkynssögunni að fleiri bjuggu í þéttbýli en dreifbýli. Árið 1900 bjó 10% mannkyns í borgum og búist er við að árið 2050 muni 75% mannkyns búa í borgum.  Þetta breytir mjög miklu. Margir spá því að 21. öldin [...]

19. september, 2009

Viðtal í Fréttablaðinu

Fréttablaðið birtir í dag viðtal við mig, þar sem ég er spurður út í mína sýn á borgarmálefni. Þeir sem hafa áhuga á henni geta lesið viðtalið hér. Svona viðtal gefur auðvitað aldrei fullkomna mynd af skoðunum viðmælendans, en ég held að margt af því sem ég legg áherslu á komist ágætlega til skila.

20. mars, 2009

Hverfa verslanirnar

Vegna Sainsbury’s opnunarinnar sem ég skrifaði um hér að neðan, hef ég verið að velta fyrir mér sérvöruverslunum í Reykjavík og tengslum þeirra við hverfisstemningu.
Það er ótrúlega stutt síðan persónulegar og skemmtilegar hverfisverlanir voru á hverju strái:
Í Vesturbænum stendur Melabúðin ennþá  fyrir sínu en horfnar eru Árnabúð (ÁrnaMagasín) á Fálkagötunni, Garðarsbúð (GarðarsMagasín) á Furumel, Hagabúðin [...]