19. september, 2009

Viðtal í Fréttablaðinu

Fréttablaðið birtir í dag viðtal við mig, þar sem ég er spurður út í mína sýn á borgarmálefni. Þeir sem hafa áhuga á henni geta lesið viðtalið hér. Svona viðtal gefur auðvitað aldrei fullkomna mynd af skoðunum viðmælendans, en ég held að margt af því sem ég legg áherslu á komist ágætlega til skila.

10. júní, 2009

Ljós í myrkrinu?

Kreppur breyta heiminum. Mjög ólíklegt er að vesturlönd muni á næstu árum byggja upp samfélag eins og það sem var á fyrstu árum 21. aldarinnar. Vonandi skila kreppuárin okkur heilbrigðu, umburðarlyndu og frjálsu samfélagi. Ég vona líka að mikilvæg mál eins og sjálfbærir lifnaðarhættir fái meiri athygli en áður og ýmislegt bendir til að svo [...]

12. maí, 2009

Metnaður ríkisstjórnarinnar

Ein af áætlununum (sjá hér að neðan) sem tíundaðar eru í stjórnarsáttmálanum, er „aðgerðaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúslofttegunda.“
Samkvæmt stjórnarsáttmálanum á að draga úr slíkri losun um „50-75% til 2050“. Áætlun um þetta á að liggja fyrir næsta vor.
Hvort sem menn hafa áhyggjur af losun gróðurhúsaloftegunda eða ekki, þá er athyglisvert að stæk vinstristjórn sem [...]

23. apríl, 2009

G-blettur Steingríms J.

Hann var snöggur bletturinn sem Kolbrún Halldórsdóttir kom við á flokknum sínum í gær. Hún kom nefnilega við Græna blettinn, G-ið í nafni VG. Hann hefur jafnan verið falinn vandlega fyrir kosningar, sem hlýtur að vera óþolandi fyrir umhverfisráðherra sem starfar bara í örfáar vikur fyrir kosningar. Kolbrún og umhverfismálin hafa enda ekki sést frá [...]

11. mars, 2009

Hjólum í þá

Á þessu kjörtímabili í borgarstjórn hafa hjólreiðastígar í borginni lengst verulega. Tvöföldun göngu-og hjólreiðastígsins frá Ægisíðu upp í Elliðaárdal er komin vel á veg, en þar verður gangandi og hjólandi umferð aðskilin, til öryggis og þæginda fyrir báða hópa. Á Suðurgötuna eru komnir hjólavísar, en fulltrúar frá Landsamtökum hjólreiðamanna lögðu það til við borgina að [...]

18. nóvember, 2008

Græn samgöngustefna

Það er mikið fagnaðarefni að borgarstjórn skuli hafa samþykkt að vinna Græna samgöngustefnu fyrir borgina. Við hétum því í Grænu skrefunum að þetta yrði gert, undir yfirskriftinni „Reykjavíkurborg til fyrirmyndar.“
Samgöngustefna er nokkuð sem hefur ekki verið mikið í umræðunni hér, en víða í evrópu er það bundið í lög að fyrirtæki skuli hafa slíka stefnu. [...]

5. september, 2008

Kaffihús í Hljómskálagarðinum

Ásamt því að fella furðutillögu um nýja kosningu um Vatnsmýrina á borgarstjórnarfundi, hef ég unnið hörðum höndum að nokkrum mikilvægum málum sem meirihlutinn í borginni fól mér að sjá um. Aðallega eru þetta mál sem ég hef verið að vinna í lengi og nýr formaður umhverfis- og samgönguráðs Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fékk mig til að halda [...]

24. ágúst, 2008

Leikur og loftgæði

Réttindamálum Ólympíuleikanna er þannig háttað að menn geta ekki horft á leikana í gegnum ruv.is, ef þeir eru staddir í útlöndum. Ég gat því ekki horft í morgun, sem var auðvitað meiriháttar áfall. Úrslitin í leiknum voru það hinsvegar ekkert, fannst mér. Svona leikir geta dottið hvoru megin sem er og þetta var ekki okkar [...]

20. ágúst, 2008

Málefnasamningar og handbolti

Á morgun verður kynntur málefnasamningur nýs meirihluta. Verðandi borgarstjóri Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur þó sagt að byggt verði á samkomulaginu sem við sjálfstæðismenn náðum við framsóknarmenn fyrir tveimur árum. Við Hanna sátum þá í hinni óformlegu nefnd sem gerði málefnasamninginn, ásamt þeim Óskari Bergssyni og Jakobi Hrafnssyni. Oddvitarnir tveir voru auðvitað ekki langt undan.
Þegar ég [...]