11. október, 2008

Ísland-Rússland

Fjölmargt verður útundan í þjóðfélagsumræðunni þegar svo mikið gengur yfir sem raunin er þessa dagana. Eitt af því sem ég hef áhuga á að vita meira um, er lán Rússana til okkar. Í erlendum fjölmiðlum gætir mikillar tortryggni vegna þessa láns. Ef það er eitthvað sem við ættum að læra af ástandinu núna, þá er það að skella ekki skollaeyrum við því sem útlendingar hafa að segja um stöðu mála hjá okkur. Við hefðum betur hlustað þegar hver skýrslan á fætur annarri sagði að útrásin stæði á brauðfótum.

The Economist setur lán Rússanna í beint samband við stöðuna sem þeir hafa verið að taka sér umhverfis norðurpólinn.

The Guardian segir að almennt sé litið þannig á að velvilji Rússa sé af pólitískum rótum runninn. Þeir segja jafnframt að vesturlönd séu full tortryggni út í þetta lán og hættan sé að skilmálarnir verði ekki á hreinu.

Fjöldi annarra blaðagreina slær sama tóninn. Í næstu viku hljótum við að fá skýrari fréttir af því hvaða skilyrði Rússarnir setja fyrir láninu og á hvað samninganefnd okkar fellst. Gegnsæið verður að vera algert. Fyrir Rússa er það nefnilega meiriháttar sigur að koma vesturlandaþjóð til bjargar, að ekki sé talað um Nató-þjóð. Þótt staða okkar sé auðvitað hörmuleg verðum við að fara varlega í allar skuldbindingar inn í framtíðina.

8. október, 2008

Annarri deild?

Fyrrverandi kollegi minn Björn Ingi Hrafnsson er byrjaður að blogga á nýjan leik. Björn Ingi er víðlesinn og ágætur penni og ég hafði gaman af skrifum hans … þangað til hann skrifaði uppá meirihlutaslit við okkur fyrir nákvæmlega ári síðan. En látum það liggja á milli hluta.
Björn Ingi skrifar nú mest um markaðsmál og ástandið [...]

6. október, 2008

Growth in the spring

Fyrr í dag hafði ég orð á því að nú væru tímar samstöðu og vinaþels því ef kreppan versnar bitnar það á okkur öllum og engin ástæða til annars en að hvert og eitt okkar leggi sitt litla lóð á vogarskálarnar til að við komumst út úr þessu sem fyrst. Þetta þótti Agli fyndið og [...]

6. október, 2008

Samstaða

Það er full ástæða til að taka undir með forsætisráðherra þegar hann segir að nú sé mikilvægast af öllu að við sýnum samstöðu í þeim aðgerðum sem eru framundan. Það hefur runnið upp fyrir þjóðinni smám saman hvað við er að eiga, enda hafa bæði forsætisráðherra og seðlabankastjóri talað með þeim hætti á undanförnum vikum. [...]

4. október, 2008

Áfram Reykjavík!

Það er hátíðisdagur í Reykjavík í dag, þegar tvö borgarlið keppa úrslitum bikarkeppninnar í fótbolta. Reykjavíkurborg á auðvitað að stefna að því að liðin hennar taki sem flesta bikara og vinni sem flesta leiki í öllum íþróttum. Fyrir nokkrum árum gerðist það að flestir stærstu bikararnir í karla og kvennaflokki fóru til félaga utan höfuðborgarinnar. [...]

1. október, 2008

Ólík áhrif hremminga

Það er athyglisvert að fylgjast með því hvað hremmingarnar á fjármálamörkuðum hafa ólík áhrif á stjórnmálamenn. Við eigum eftir að sjá hvað almenningur á Íslandi segir um atburðina í kringum Glitni en það er augljóst af öllu að mikil barátta er hafin um fylgi almennings í málinu. Margir hafa mikilla hagsmuna að gæta í þeim [...]

24. september, 2008

Dauð hús í miðborginni

Það er alveg rétt sem Jóhannes Kjarval segir í 24 stundum í morgun, ýmsir skemmtistaðir hafa þrátt fyrir fögur loforð lokað alla daga vikunnar nema á föstudags og laugardagskvöldum. Raunar átta ég mig ekki alveg á því viðskiptamódeli að vera með stað á besta stað í bænum en gera í raun bara út á 5 [...]

23. september, 2008

Boris og Heathrow

Leiðari The Times tók hraustlega undir með borgarstjóranum í Lundúnum Boris Johnson um að hefja ætti undirbúning að nýjum flugvelli á eyju í Thames, vestan við höfuðborgina. Ekki veit ég hvort þessi hugmynd verður nokkurn tíma að veruleika, en rökin með og á móti hljóma kunnuglega fyrir alla sem fylgst hafa með flugvallarumræðunni á Íslandi.
Byggð [...]

19. september, 2008

Styttur bæjarins

Borgarfulltrúar fá margar athyglisverðar hugmyndir frá áhugasömum borgarbúum. Í viðtölum mínum í vikunni fékk ég til dæmis nokkrar og ein gömul hugmynd var endurvakin. Mér hefur alltaf fundist hún nokkuð góð enda hafa margir velt þessu fyrir sér. Hugmyndin er þessi:
Af hverju eru Útlagar Einars Jónssonar staðsettir á gróðursælum og yndislegum stað við suðurenda gamla [...]

18. september, 2008

Samgönguráðherra á hábrú

Samgönguráðherra sagði í Kastljósinu að hábrú yfir Elliðaárvoginn væri nú aftur komin inn í myndina. Ástæðu þessa sagði hann vera að hún hefði lækkað nokkuð í verði.
Sundabrautin hefur verið deilumál í borginni í mörg ár. Íbúar beggja vegna vogsins, í Grafarvogi og Vogahverfi, hafa verið mjög áhyggjufullir yfir því hvaða áhrif hugsanlegar brýr yfir voginn [...]