Kópavogur og skipulagsmál

Virkilega gaman að þessu Kópavogsmáli. Eina sem ég er óánægður með, er hvað fáir hafa nýtt sér þetta ágæta tækifæri til að ræða það hvort skipulag Kópavogs undanfarin ár og áratugi hafi verið vel heppnað. Það er mjög áhugaverð umræða og gæti verið góð bæði fyrir Kópavog og önnur sveitarfélög. Ég held að þar hefði margt getað farið betur. Fyrirlesturinn minn sem kveikti á þessari umræðu, er einmitt aðallega um skipulagsmál — þó ekki í Kópavogi. Meira en 1000 manns eru núna búnir að horfa á hann, sem er frábært.

Til þess að hann væri sem aðgengilegastur setti ég hann inn á Tumblr síðuna mína. Endilega kíkið á hann þar.

Ps. Ef þið viljið fá vikulegt fréttabréf frá mér, sem ég reyni að hafa ekki mjög leiðinlegt, getið þið skráð ykkur hér.