Growth in the spring

Fyrr í dag hafði ég orð á því að nú væru tímar samstöðu og vinaþels því ef kreppan versnar bitnar það á okkur öllum og engin ástæða til annars en að hvert og eitt okkar leggi sitt litla lóð á vogarskálarnar til að við komumst út úr þessu sem fyrst. Þetta þótti Agli fyndið og mér fannst það eiginlega líka þegar ég las það hjá honum. En ég meinti það alltsaman vel, eins og segir í laginu.

Nú þegar greiningadeildir bankanna missa stöðu sína sem óbrigðular véfréttir með beinan aðgang inn í fréttatíma, verðum við hin að treysta á að ráðamenn taki réttar ákvarðanir og hafi sæmilega ráðgjafa sér við hlið.

Í þessum pælingum minnti vinur minn mig á helsta efnahagsráðgjafa kvikmyndasögunnar Chauncy Gardner í Being There. Í einhverri bestu senu sem ég man eftir er Chauncy (Peter Sellers) að ræða við forseta Bandaríkjanna og hinn virðulega athafnamann Benjamín Rand um efnahagsástandið í Bandaríkjunum. Þessi sena á ágætlega við þessa dagana:

President “Bobby”: Mr. Gardner, do you agree with Ben, or do you think that we can stimulate growth through temporary incentives?
[Löng þögn]
Chance the Gardener: As long as the roots are not severed, all is well. And all will be well in the garden.
President “Bobby”: In the garden.
Chance the Gardener: Yes. In the garden, growth has it seasons. First comes spring and summer, but then we have fall and winter. And then we get spring and summer again.
President “Bobby”: Spring and summer.
Chance the Gardener: Yes.
President “Bobby”: Then fall and winter.
Chance the Gardener: Yes.
Benjamin Rand: I think what our insightful young friend is saying is that we welcome the inevitable seasons of nature, but we’re upset by the seasons of our economy.
Chance the Gardener:
Yes! There will be growth in the spring!
Benjamin Rand: Hmm!
Chance the Gardener: Hmm!
President “Bobby”: Hm. Well, Mr. Gardner, I must admit that is one of the most refreshing and optimistic statements I’ve heard in a very, very long time.
[Benjamin Rand klappar]
President “Bobby”: I admire your good, solid sense. That’s precisely what we lack on Capitol Hill.