Tré og borg og logn

Þetta er kannski dálítið þráhyggjukennt hjá mér með trén og borgina (sjá undanfarnar færslur), en þessi mynd rak á fjörur mínar og lýsir á skemmtilegan (og auðvitað ýktan, einsog margt sem er skemmtilegt) hátt stöðu trjáa í borgum. Ég veit því miður ekki hver uppruni myndarinnar er.

Í Reykjavík eigum við auðvitað mikið af opnum svæðum, sem sum hver eru óþarflega berangursleg. Þar má gjarnan planta fallegum borgartrjám, jafnvel ávaxtatrjám.

Í rokinu sem nú er í Reykjavík er t.d. alveg frábært að sitja inni í Hólavalla(kirkju)garði, og hlusta á vindinn í trjánum, en vera sjálfur í því sem næst logni.