Í dag kl. 15:00!

Ráðstefnan Myndum borg verður haldin í dag kl. 15-17 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Þeir sem tala eru:

Jón Gnarr borgarstjóri
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi
Sigrún Helga Lund, stofnandi Samtaka um bíllausan lífsstíl
Ólafur Mathiesen, arkitekt hjá Glámu Kím
Bergur Ebbi Benediktsson, skáld og lögfræðingur
Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs

Samtök um bíllausan lífsstíl halda ráðstefnuna, en til grundvallar liggja myndirnar þrjár sem við tókum á Melhaganum í sumar, undir yfirskriftinni Myndum borg! Verkefnið tókst mjög vel, eins og sjá má hér.

Og hér fyrir neðan má sjá myndirnar allar þrjár samankomnar. Þær segja ákveðna sögu sem þarf ekki mikið að útlista.

Sjáumst vonandi í Hafnarhúsinu á eftir!