Videóið sem allir eru að tala um

Hér fyrir neðan er myndband sem sýnt var á ráðstefnunni Myndum borg sem ég hef örlítið verið að nefna hér á síðunni í undanförnum færslum. Margir sem sáu það þar, hafa óskað eftir því að myndbandið yrði sett á netið, og hér er það komið. Óskar Þór Axelsson kvikmyndagerðamaður fékk að vera fluga á vegg þegar verkefnið Myndum borg fór fram, og hann klippti saman þetta stutta myndband. Öðlingarnir úr hljómsveitinni Miri leyfðu okkur svo að nota hið frábæra Hamingjulag undir þessu. Njótið þessa í rúmar tvær mínútur …

Myndum borg! (Picture a City …) from gislimarteinn on Vimeo.