11. apríl, 2014

Fjárhættuspil á Netinu: Spilaðu Vörumerkið þitt í Veraldarmarkaðnum

Fjárhættuspil á netinu eru mjög vinsæl í dag. Þeir leyfa spilurum að spila jafnvel þegar öllir vinir þeirra eru ekki til staðar. Margir fjárhættuspil eru í boði á netinu og þau bjóða ýmsa valkosti. Það er hægt að finna fjárhættuspil sem líkjast þeim sem þú vilt spila á borði á heimili þínu. Spilast á milli vina, meðal annars borða-leikir eins og skák, bókstafur og go. Það eru einnig margir real-money fjárhættuspil á netinu, eins og poker og blackjack, þar sem þú getur þróað tækni þína og reynt að vinna sumir peningar. Það er einnig hægt að spila fjárhættuspil á netinu án að greiða neitt. Spilast þarf án peninga og það er alveg óhætt að spila, en þú getur þó ekki vinnað nein peninga. Fjárhættuspil á netinu veita óendanlega möguleika á að komast í gang með leikjum, hvort sem þú ert nýr í þessu eða þú hefur spilað leiki áður.

9. apríl, 2014

Kópavogur og skipulagsmál

Virkilega gaman að þessu Kópavogsmáli. Eina sem ég er óánægður með, er hvað fáir hafa nýtt sér þetta ágæta tækifæri til að ræða það hvort skipulag Kópavogs undanfarin ár og áratugi hafi verið vel heppnað. Það er mjög áhugaverð umræða og gæti verið góð bæði fyrir Kópavog og önnur sveitarfélög. Ég held að þar hefði [...]

13. mars, 2014

Fjórflokkurinn sígur enn neðar

Ég skrifaði um fylgi fjórflokksins á dögunum og vakti athygli á því að hann hefur aldrei verið óvinsælli en um þessar mundir. Hann var lengst af með í kringum 95% fylgi í Þjóðarpúlsi Gallup, bæði fyrir og eftir hrun. Í lok árs 2010 fór að halla undan fæti hjá fjórflokknum og leiðin hefur legið niður [...]

11. mars, 2014

Lundúnir, list og saga

Við sem elskum borgir höfum gaman af því að skoða gamlar myndir af þeim og bera saman við nýjar. Venjulega eru þetta fyrir/eftir myndir þar sem ljósmyndarar hafa komið sér fyrir á sama stað og gamlar myndir voru teknar.
Hér eru hinsvegar næsta-stigs útgáfa af þessu. Hér hafa verið teknar Google götumyndir frá Lundúnum og gömlum [...]

1. mars, 2014

Sigrún, sannfæringin og stjórnarskráin

Það er rétt sem hin ágæta Sigrún Magnúsdóttir segir að þjóðaratkvæðagreiðslur eru oft „ráðgefandi“. Eftir sem áður þurfa stjórnmálamenn að gera það upp við samvisku sína hvernig þeir greiða atkvæði í tilteknu máli á þingi eða í sveitarstjórn. Hægt er ímynda sér þær aðstæður að stjórnmálamaður segi hreinlega fyrirfram að hann muni ekki fara eftir [...]

3. febrúar, 2014

Bjór og bönn

Bjórmenningin á Íslandi hefur batnað mjög á síðustu mánuðum. Fleiri og fleiri brugghús leggja metnað í framleiðsluna og bragðmiklir og góðir bjórar eins og IPA eru nú framleiddir hér en fyrir örfáum árum voru þeir ófáanlegir í landinu.
Mér hefur hinsvegar lengi fundist vanta hér bjóra með lága áfengisprósentu. Flestir íslensku bjóranna hafa verið 5% eða [...]

24. janúar, 2014

Staðan í borginni

Í vikunni var sagt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn stærsti flokkurinn í borginni. Flokkurinn mælist nú með 27,5% fylgi, en Björt framtíð er með 25%.
Það sem mér finnst athyglisvert í þessu, og áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðismenn, er að flokkurinn er enn að tapa fylgi. Þrátt fyrir að Björt framtíð missi 9% frá síðustu könnun skilar [...]

8. janúar, 2014

Fjórflokkurinn aldrei óvinsælli

Þegar ég var að búa mig undir þáttinn minn á gamlársdag var ég að skoða fylgiskannanir – ég hafði áhuga á því að sjá hvernig fylgi flokkanna hafði þróast yfir árið. Þá rak ég augun í það hvað gamli fjórflokkurinn er í mikilli tilvistarkreppu.
Milli 1994 og september 2010 gerði Capacent Gallup 130 kannanir á fylgi [...]

25. september, 2013

Við erum öll borgarfulltrúar

Sumar ákvarðanir eru þannig að um leið og maður er búinn að taka þær, rennur upp fyrir manni hvað þær eru góðar. Þannig er með ákvörðun sem ég hef verið að brasa með síðustu daga, en er núna búinn að taka.
Ég ætla ekki að fara í prófkjör í Sjálfstæðisflokknum í haust og ég ætla ekki [...]

30. júlí, 2013

Regnbogadagar

Eftir viku hefjast Hinsegin dagar í Reykjavík. Það er talsvert tilhlökkunarefni og hátíðahöldin ná hámarki með Gay Pride göngunni sem fyrir löngu er orðinn einn stærsti viðburðurinn á hátíðadagatali borgarinnar. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér.
Reyndar er langt síðan Hinsegin dagar fóru að standa fyrir fleira en bara réttindi homma og lesbía. Þeir fagna líka hverskonar [...]